Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Sporin hræða, varðandi tilflutning verkefna millum stjórnsýslustiga hins opinbera.

Það hefur löngum verið um það rætt að flutningi skólanna yfir til sveitarfélaga hafi ekki fylgt fjármagnsgrundvöllur sem skyldi, einkum og sér í lagi eins og ég skil það mál var þar um að ræða verðmat á húseignum við tilflutning en nægilegir tekjustofnar til reksturs virtust ekki vera fyrir hendi fullkomlega í málaflokknum.

Á hinn bóginn má segja að spurning um forgangsröðun fjármagns innbyrðis í sveitarfélögum varðandi rekstur skólanna hafi mátt lúta öflugri skilyrðum og samræmingu en var fyrir hendi við tilflutning verkefna þessarra.

Það kann þvi ekki góðri lukku að stýra að búið sé að taka ákvörðun um tilfærslu
á málefnum fatlaðra án þess að fjármögnun þess hins sama hafi verið meðferðis við þá hina sömu ákvarðanatöku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áætlunin verði tilbúin í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ábending um " lýðræðið" í Evrópusambandinu.

Þetta er góð ábending um meint lýðræði innan Evrópusambandsins sem er auðvitað þannig að ákveðin ríki taka sér valdið ef svo ber undir.

Sjaldan hefur það verið augljósara eins og þingmaðurinn Pétur Blöndal bendir á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spánverjar og Ítalir ekki spurðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Markarfljót til friðs eftir færslu við útfallið ?

Sú er þetta ritar á ættir að rekja til Ögmundar í Auraseli eins og fleiri og er reyndar uppalin við frásagnir af aðferðum hans, sem hafa lifað mann fram af manni, við að hefta jökulvötnin forðum daga.

Markarfljótið hefur verið til friðs við jarðir bænda lengi en hlaupið við gosið breytti þar nokkru sem og gerð hafnar í nágrenninu við Bakkafjöru, þar sem menn fundu út að betra væri að færa útfallið austar að skilja mátti til að minnka magn þess sem fljótið færði fram af auri.

Það er vel að Ísólfur Gylfi skuli leiða menn saman til sátta varðandi úrræði þau sem duga kunna til þess að forða því að fljótið valdi tjóni á jörðum bænda undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð, fyrr en síðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kasta Markarfljótinu á milli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnka græn svæði til þess að þurfa ekki að slá...... ?

Ég á varla orð yfir þessari frétt, þvílík hugmyndafræði eða hitt þó heldur að minnka græn svæði til þess, að sagt er að minnka magn frjókorna og að öllum líkindum til þess að draga úr slætti.

Mér best vitanlega er " gras " sjálfbært og þakka má fyrir að hafa gróin svæði eftir inn á milli steinkumbalda allra handa með samtengingu með malbiki.

Hugmyndir þessar eru í raun eins óvistvænar og mögulega má vera, hvort sem mönnum likar betur eða ver.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja minnka tún í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fer Neytendastofa í merkingar á kjötvörum ?

Það er með öllu óþolandi að við neytendur megum gjöra svo vel að ganga að vörum í hillum matvöruverslana þar sem óverðmerktar einingar eru út um allt.

Verslanir kaupa vöru af heilsölum á heilssöluverði en það er ÞEIRRA að verðmerkja smásöluverð í sínum verslunum.

Hvað eigum við að bíða lengi eftir því að sjá verðmerkingu í þessu efni ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlarnir hafa ekki gert upp sinn þátt í hruninu.

Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni að fjölmiðlarnir hafa ekki gert upp sinn þátt í hruninu, því fer svo fjarri.

Tilraun stjórnvalda til þess að setja lög um fjölmiðla á sínum tíma tók á sig birtingarmyndir hínar ýmsu vægast sagt og þar var sannarlega öllum meðölum beitt af hálfu þeirra sem töldu lagasetninguna höggva í eiginn rann.

Það tók ekki langan tíma að " útbúa mál þetta í ramma meintra pólítískra ofsókna" sem aftur virkjaði þáverandi stjórnarandstöðu til fylgilags við baráttu gegn málinu.

Ráðist var að persónu þáverandi forsætisráðherra meria og minna í málinu öllu og framhaldið af þeirri uppfinningu fjölmiðla hélt áfram á stjórnmálasviðinu á vinstri væng stjórnmálanna.

Þannig var nú það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bandalag gegn Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggur stjórnlagaráð það virkilega til að afnema synjunarvald forseta Íslands ?

Við lestur draga að nýrri stjórnarskrá, virðist svo sem hlutverk forseta hafi verið að miklu leyti tekið á brott, og lítt skilgreindar stjórnarathafnir þar að lútandi, þar með talið synjunarvald forseta á lögum frá Alþingi.

Gat ekki fundið neitt sem hljómaði saman við þessa grein í núverandi stjórnarskrá.

" 26. grein

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. "

Sé það eitthvað sem á að koma í staðinn, fyrir synjunarvald forseta þá hefur þa enn sem komið er farið framhjá mér.

kv.Guðrún María.


Stjórnarskrárdrögin.

Set hér inn tvo kafla úr drögum að nýrri stjórnarskrá um náttúru Íslands, þar sem ég tel nokkurn óskýrleika á ferð í drögum þessum, þar sem setningin " fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum " er að mér finnst nokkuð á reiki hvað um er rætt. 

Orðavalið í næstu setningu "  skerðist sem minnst " á ekki heima í stjórnarskrá.

 "Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, ósnortin víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi."

 

Í þessum síðari kafla gætir að hluta til sömu moðsuðu að mínu áliti, s.s " enginn getur fengið þær"... þ.e auðlindirnar, jafnframt er það álitamál á hverjum tíma hvað er " fullt gjald " sem og " hóflegur tími ". 

Einnig er setning um " tiltekna dýpt frá yfirborði jarðar " eitthvað sem varla á heima í stjórnarskrá heldur lagasetingu þar að lútandi. 

 

"Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatns- og virkjunarréttindi og jarðhita- og námaréttindi. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum."

 

nóg í bili.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Drög að nýrri stjórnarskrá lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Blessuð sumarblíða hefur umlukið okkur hér á Suðvesturhorninu undanfarna daga og náttúran öll í hásumars blóma.

Fegurðin er við hvert fótmál í raun, bara ef við gefum okkur tíma til að njóta.

Ég fór í minn göngutúr úr Setberginu niður í bæ í gær og leit augum fuglagerið einu sinni enn á leiðinni en alltaf kemur það sama upp í hugann við að sjá Mávana berjast um brauðmola á svæðinu.

Umbreyting í lífríkinu hefur valdið því að fuglinn hefur sest upp í þessum mæli og mín skoðun er sú að þar sé gerð veiðarfæra og hamagangur orsökin, þar sem sandsílið hefur nær horfið af stórum svæðum.

RIMG0006.JPG

Aðeins spurning um tima þangað til menn finna það hið sama út með rannsóknum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Baráttan um brauðmolana.

 

RIMG0014.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fegurð við Lækinn.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 


Andvaraleysi Evrópusambandsins gagnvart skuldavanda ríkjanna er algert.

Það vantar sannarlega ekki meira af stofnunum eða ráðum innan þessa ríkjasambands, þar sem ljóst er að nuverandi staða ríkja innan sambandsins er með því móti að menn hafa þar flotið sofandi að feigðarósi, þrátt fyrir allra handa nefndir og ráð og þing í Brussel.

Því meiri yfirstjórn og reglugerðarflóð, því meiri kostnaður ríkja við starfssemi þá sem þetta sameiginlega efnahagsbandalag hefur komið á fót gegnum árin, þar sem enginn hefur sagt stopp, og það er nú þannig að menn vakna venjulega ekki fyrr en allt er i óefni komið.

Tilraunir til þess að samjafna ólíka hagsmuni, í eitt norm fyrir alla hefur gengið sér til húðar, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja sérstaka stofnun evru-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband