Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Engum til hagsbóta að fá ummæli fyrrum formanns Landskjörstjórnar nú.

Ég verð að játa það að ég undrast það að Ástráður skuli hafa ákveðið að tjá sig um dóminn svo stuttu eftir afsögn sem formaður Landskjörstjórnar.

Þessi skoðun hans á dómnum, breytir engu um niðurstöðuna sem gildir þ.e. kosningar þessar hafa verið dæmdar ógildar.

Það hefði verið ágætt niðurstaða stjórnvalda um framhald málsins lægi fyrir áður en fyrrum embættismaður tjáði skoðun sína á málinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir Hæstarétt hafa farið út fyrir sitt svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með lögum skal land byggja.

Ég get ekki séð að Alþingi sé fært að ganga framhjá niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna, og skipa fulltrúa sem kjörnir voru í ógildum kosningum.

Það er ekki nema um tvo kosti að ræða, annað hvort verða þessar kosningar endurteknar fljótlega, ellegar málinu slegið á frest.

Því fyrr sem menn ákveða framhaldið, því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega tekur ríkisstjórnin ákvörðun um að leggja tillögu fyrir Alþingi, eða hvað ?

Ég skil nú ekki alveg hvers vegna ráðherra er að funda með þeim fulltrúum sem nú sitja umboðslausir eftir ógildingu kosninga, án þess að hafa í farteskinu ákvörðun stjórnvalda um hvert verði framhaldið.

Ýmsar tilraunir þessarar ríkisstjórnar til þess að dreifa ábyrgð erfiðra mála á hendur Alþingi öllu, hafa verið fyrir hendi áður á kjörtímabilinu og mér sýnist þetta mál engin undantekning.

Það er stjórnvalda að taka ákvarðanir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alþingis að ákveða næstu skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Hræra í innyflum .." og það er ekki einu sinni sláturtíð.

Fjármálaráðherrann er einkar frumlegur í orðavali varðandi gagnrýni samstarfsflokksins og manni dettur helst sláturtíð í hug.

Auðvitað er mikilvægt að forðast alla umræðu um ketti, ég skil það en ef til vill hefði mátt finna einhverjar aðrar samlíkingar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er " fráleitt " að flokksbróðir segi af sér.

Sé ekki betur en Jón Bjarnason hefði betur mátt sleppa því að hafa skoðun á þvi hvort flokksbróðir hans ætti að segja af sér, þvi auðvitað finnst honum slíkt ekki koma til mála, enda vanhæfur sem álitsgjafi sé litið til góðra stjórnarhátta sem finna má meðal annars í stjórnsýslulögum landsins.

Í raun og veru hefði öll ríkisstjórnin átt að segja af sér ef virðingin fyrir tilvist nýrrar stjórnarskrár og þings þar að lútandi risti ögn dýpra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fráleitt að Ögmundur segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin ætlar Evrópusambandinu að stjórna fiskveiðum í framtíðinni.

Hvers konar gífuryrði frá þessum flokki nú um breytingar á fiskveiðistjórn eru innihaldslaust hjal í ljósi þess að flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið þar sem Ísland mun afsala sér rétti til sjálfsákvarðanatöku yfir eigin fiskimiðum að mestu.

Má í því sambandi nefna að flokkur þessi fór skoðanalaus um fiskveiðistjórn, og reyndar landbúnaðarmál einnig, í kosningar til þings árið 2003 og 2007.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö ár samfelldra skattahækkana og þjóðarskútan enn á strandstað.

Fyrsta vinstri stjórn í landinu um langan tima fékk það verkefni í hendur að draga þjóðarskútuna af strandstað eftir hrunið og meðalið voru skattahækkanir sem áttu að orka því að skútan næðist af strandstað.

Skattahækkaninar hafa hins vegar haft þau þveröfugu áhrif að í stað þess að auka hestöflin hafa þau lamað toggetuna til þess arna, því miður.

Það mátti vitað verða að svo væri í raun því tveggja stafa tala atvinnuleysis í svo litlu hagkerfi sem vort þjóðfélag er gat ekki tekið skattahækkunum á sama tíma nema með auknum hliðarverkunum til hins verra og enn frekari kostnaði hins opinbera til félagsmála hvers konar.

Umsókn að Esb átti lítið erindi inn í þau verkefni sem við blöstu hér á landi er þessi ríkisstjórn tók við og endalausar deilur innbyrðis í ríkisstjórn varðandi það hið sama mál hefur lamað ýmsa aðra ákvarðanatöku.

Ógilding kosningar til stjórnlagaþings, er þessari ríkisstjórn ekki rós í hnappagatið, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei sko, Sjálfstæðisflokkurinn vaknar til vitundar um stjórnarskrána.

Raunin er sú að þingið hefur í langan tíma fengið falleinkun til endurskoðunar á stjórnarskránni, nægir þar að nefna stjórnarkrárnefnd sem lognaðist út af við vinnu sína fyrir nokkrum árum.

Með öðrum orðum það vantaði vilja til þess hins sama verkefnis.

Það er nokkuð hjákátlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú lýsa sig tilbúinn til þess að endurskoða stjórnarkrána eftir að Hæstiréttur hefur dæmt stjórnlagaþingkosningarnar ógildar.

Ekkert hefur heyrst um skoðun flokksins á Icesavemálinu enn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta í samræmi við kynjasjónarmið allrar ákvarðanatöku ?

Í fyrsta lagi er hækkun veiðileyfis á hreindýratarf heilar 15.ooo.þúsund krónur í einu lagi sem er eftir öllum öðrum hækkunum ríkisstjórnar þar sem upphæðir í einu lagi taka ekki mið af launum landsmanna fyrir fimmaura.

Í öðru lagi er verð á veiðileyfi milli annars milli kúnna og tarfanna mismunur sem nemur 60.000.þús krónum, hvað veldur ?

Er ekki hægt að hafa eitt gjald á veiðileyfi þessi ?

Spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dýrara að veiða hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær tilkynnir ríkisstjórnin hvað á að gera í framhaldinu ?

Ég hef enn ekki séð formlega tilkynningu sitjandi valdhafa um hvað skal gera í framhaldi þess að Hæstiréttur ógilti niðurstöðu stjórnlagaþingskosninganna.

Það verður mjög fróðlegt að vita hve lengi við þurfum að bíða eftir formlegri tilkynningu þess efnis.

Ráðherrar geta ekki beðist afsökunar, þótt Landskjörstjórn hafi sagt af sér og einhvern veginn læðist sú tilfinning að manni að menn viti ekki hvert ferðinni sé heitið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband