Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Væri fínt að fá yfirlit yfir afskriftir skattakrafna.
Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Það kemur fram í þessari frétt að skattakröfur hins opinbera hafi verið afskrifaðar, en ég man ekki eftir því að hafa séð það hið sama sem fréttaefni hingað til.
Það væri nú ágætt að fá frekari upplýsingar um það hið sama.
kv.Guðrún María.
123 milljarða halli á ríkissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tekjur manna og vangaveltur um slíkt.
Miðvikudagur, 27. júlí 2011
Ég skal viðurkenna að það var fróðlegt að sjá þær upphæðir sem fyrirfundust hjá forstjórum fjármálafyrirtækja fyrir hrun, en að öðru leyti hefur mér fundist þessi árstíðabundna umræða um tekjur manna, frekar leiðigjörn og innantóm.
Mín skoðun er sú að það sé gott fyrir eitt samfélag að mönnum gangi vel og það atriði að öfundast yfir tekjum annarra er eitthvað sem ég mun seint leggja fyrir mig.
Hins vegar er tekjuskipting og skipulag eins þjóðfélags eitthvað sem er endalaust verkefni til þess að leggja hönd á plóginn um að betrumbæta.
Þessi frétt er hins vegar nokkuð skondin aflestrar vegna leiðréttingakaflanna.
kv.Guðrún María.
Jóhannes í Bónus með 14,5 milljónir á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar fróðleg fréttamennska í boði skattgreiðenda.
Þriðjudagur, 26. júlí 2011
Er það virkilega svo að fjölmiðlamenn átti sig ekki á því að þeir eru ekki að tala við næsta mann þegar fréttir sem þessar eru sendar í loftið í boði skattgreiðenda í kjölfar eins mesta voðaverknaðar sem um getur á Norðurlöndum ?
Átti að segja Íslendingum frá því að auðvelt væri að útvega sér efni til sprengjugerðar eða hvað ?
Hvað eru menn að hugsa ?
kv.Guðrún María.
Auðvelt að kaupa áburð á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar og útbreiðsla skilaboða geranda í voðaverkum.
Þriðjudagur, 26. júlí 2011
Það er umhugsunarefni hve mikið rými vangaveltur um meint skilaboð, geranda voðaverka fá í fjölmiðlum hvarvetna.
Ég lít svo að fjölmiðlamenn megi aðgæta ögn, magn skilaboða hvers konar í sambandi við fréttaflutning af slíku, þar sem raunin er sú að ALDREI hefði átt að birtast svo mikið sem ein frétt um það, hvers konar boðskap viðkomandi hefði komið fyrir á netinu í tengslum við þær hörmungar sem um er að ræða.
Aldrei að mínu viti.
kv.Guðrún María.
Segir Breivik hafa verið dáleiðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óslegin tún eru allt of stór hluti af Íslandi.
Þriðjudagur, 26. júlí 2011
Ræktað land sem nú er í auðn er of stór hluti af landinu og hin meinta hagræðing í landbúnaði sem ég hefi löngum gagnrýnt, er eitthvað sem við eigum að taka til endurskoðunnar fyrr en seinna.
Auðvitað eigum við að stórauka lífræna framleiðslu afurða á öllum stigum í stað þess að horfa á ræktað land sem varið hefur verið fjármunum til að rækta gegnum árin, ónýtt.
Sem betur fer hefur orðið ákveðin viðhorfsbreyting á allra síðustu árum, breyting sem hins vegar hefði átt að koma til sögu mun fyrr hér á landi.
kv.Guðrún María.
Verður skrýtið að sjá túnið óslegið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varðstaðan um hin siðlegu gildi er okkar allra.
Mánudagur, 25. júlí 2011
Hryðjuverkin í Noregi verða aldrei útskýrð á annan hátt en hryðjuverk þar sem hvers konar pólítísk sjónarmið eru annars eðlis en slíkt voðaverk sem þar er um að ræða.
Það örlar á því hér á landi að menn reyni að túlka umræðu sem ætti að banna sökum þess að þar sé um hægri öfga sé að ræða í kjölfar þessa atburðar.
Ég vara við slíku, þar sem hvarvetna sem menn standa í stjórnmálum er fordæming á atburðum þessum alger, sökum þess að slíkt er fjarri siðlegum gildum, hvers konar.
Það er okkar allra að standa vörð um siðleg gildi vors mannlífs á öllum tímum.
kv.Guðrún María.
Djúp samúð íslensku þjóðarinnar til handa Norðmönnum.
Mánudagur, 25. júlí 2011
Hvet alla til þess að hafa mínútuþögn klukkan tíu í fyrramálið í samstöðu með norsku þjóðinni, varðandi þá hörmulegu atburði sem yfir hafa dunið.
Slíkt hermdarverk á einu Norðurlanda, gæti eins hafa hitt hinar Norðurlandaþjóðirnar fyrir í raun, hvað varðar hluttekningu.
kv.Guðrún María.
Mínútuþögn klukkan 10:00 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ógn hryðjuverka til staðar á Norðurlöndum.
Sunnudagur, 24. júlí 2011
Ég hygg að allir Norðurlandabúar séu harmi slegnir þar sem ógn hryðjuverka sem þessara er staðreynd og hvers konar ráðstafanir sem mögulega hægt er og verður að viðhafa gagnvart slíku er eitthvað sem menn munu í framhaldi skoða í ljósi reynslunnar af atburðum í Noregi.
Hryðjuverk sem þessi eiga sér engar útskýringar, þau hin sömu skal og skyldi fordæma hvarvetna, hvar og hvenær sem er.
Hvers konar samkomur fjölda manna hvar sem er munu án efa í framtíð lúta nánari skoðun og eftirliti yfirvalda svo sem mögulegt er.
kv.Guðrún María.
Margir sýna Noregi stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Harmi slegin þjóð.
Laugardagur, 23. júlí 2011
Það skyldi engan furða að flest liggi niðri í norsku samfélagi eftir þær hörmungar sem yfir hafa dunið, og eru enn ekki endanlega komnar í ljós.
Samúð til handa þeim er misstu sína nánustu og umhugusun um þá sem lifðu þessa atburði er í huga manns.
Ég las í morgun við skoðun á fréttum, bloggfærslu ungrar stúlku sem lifði af, þar sem hún lýsir á einlægan hátt upplifun sinni og tilfinningum í sorg og síðan gleði við að hitta sina nánustu.
Það var áhrifamikil lesning og aðdáunarvert að hún skyldi þess umkomin að tjá sig um þessa sína reynslu með þessu móti, en sú hin sama tjáning er án efa til hjálpar frekar en hitt.
Megi góður Guð styðja og styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda.
kv.Guðrún María.
Stavanger er eins og draugabær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guð blessi norsku þjóðina á tímum þjáninga.
Laugardagur, 23. júlí 2011
Ég votta Norðmönnum innilega samúð mína við þá voðaatburði sem áttu sér stað í landinu í dag.
Megi góður Guð umlykja þá sem eiga um sárt að binda í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Sendi samúðarkveðju til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |