Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Frelsi einstaklingsins í íslensku samfélagi, og einkavćđingin.

Hin meinta tilfćrsla eins ţjóđfélags yfir í einkavćđingu undir formerkjum fyrri stjórnvalda hér á landi var ekkert
annađ en ríkisforsjárbúskaparhćttir , ţar sem kapítalisminn hafđi gengiđ yfir í kommúnisma.

Sökum ţess var frelsi einstaklingsins til athafna fótum trođiđ međ stjórnvaldsathöfnum svo sem
í sjávarútvegi sem og einnig í ákveđnum ţáttum landbúnađar hér á landi.

Samkeppni og markađur voru orđ á blađi ţar sem frumskógarlögmálin ein voru látin ráđa ríkjum og
ţeir stćrstu náđu strax markađsráđandi stöđu í ţví hinu dásamlega landamćraleysi sem leyft var.

Einokun varđ niđurstađan og skattgreiđendur máttu borga brúsann, hlekkjađir á skattagaleiđu skipulagsins
í árarađir.

Ţađ er ţví ekki skrýtiđ ađ hiđ séríslenska markađsamfélag skuli hafa falliđ djúpt ţegar alheimskreppa á
fjármálamörkuđum skall yfir.

kv.Guđrún María.


Frjálslyndi flokkurinn mun sigla sterkur til kosninga.

Viđ munum stilla saman strengi í Frjálslynda flokknum fyrir ţessar kosningar eins og viđ höfum gert áđur, ţrátt fyrir breytingar og brotthvarf félaga úr flokknum.

Ţađ ţarf ađ breyta íslenska fiskveiđistjórnunarkerfinu og gamla fjórflokkakerfiđ er ţess ekki umkomiđ, ţví miđur, ţannig er ţađ bara, og ţađ er fullreynt.

Ţau eru sannarlega fjömörg verkefnin sem standa ţarf vörđ um á tímum umbreytinga sem og ţarf ađ koma til atvinnusköpun er gerir ţađ kleift ađ nýliđun verđi til í hinum gömlu atvinnuvegum sjávarútvegi og landbúnađi.

Ég óska ţeim sem farnir eru góđs gengis og ţakka kćrlega fyrir samstarfiđ.

kv.Guđrún María.

 


mbl.is Flótti úr flokknum orđum aukinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sami ráđgjafi í greiningardeild bankans fyrir og eftir hrun, eđa hvađ ?

Ég gat ekki betur séđ en engin breyting hefđi orđiđ á mannskap í greiningardeildum ţessa banka fyrir eđa eftir hrun fjármálalífs hér á landi, né heldur viđ nafnabreytingar hvers konar á bankanum.

Sami mađur gegnir sömu stöđu ađ sjá má, ef ég hefi tekiđ rétt eftir.

kv.Guđrún María.


mbl.is Skilyrđi ađ skapast fyrir vaxtalćkkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ međ ađra kvótakerfisflokka ?

Fróđlegt viđhorf hjá Birki Jóni sem sér ekki sólina fyrir ađ verja núverandi ríkisstjórn til valda ađ virđist. 

Sá hinn sami gleymir ţví hins vegar alveg ađ hans flokkur sem og allir flokkar á ţingi,  nema Frjálslyndi flokkurinn eru flokkar sem samţykkt hafa núverandi kvótabraskkerfi sjávarútvegs hér á landi sem varđađ hefur veginn ađ efnahagshruninnu og ţess vegna ćttu ţeir allir međ tölu í raun ađ teljast óstjórntćkir.

kv.Guđrún María.


mbl.is Sjálfstćđisflokkurinn óstjórntćkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott mál, en var Sigríđur ekki á móti upplýsingum úr skattaskýrslum ?

Ef ég man rétt hafa ungir Sjálfstćđismenn hamast hvert ár yfir birtingu upplýsinga um tekjur manna en hér kveđur viđ annan tón ađ sjá má, og er slíkt af hinu góđa.

kv.Guđrún María.


mbl.is Birtir fjárráđ sín á netinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnvöld hugi ađ erfiđri stöđu nýbúa.

Fólk af erlendu bergi brotiđ sem flutt hefur hingađ til lands, hefur í mörgum tilvikum ekki áunniđ sér sömu stöđu réttindalega á vinnumarkađi og er sökum ţess í enn erfiđari sporum nú í dag viđ atvinnumissi en ţeir sem hafa áunniđ sér meiri réttindi.

Ţađ gildir eđli máls samkvćmt um alla hlutađeigandi í fjölskyldum viđkomandi.

Ég tel ađ mál ţessi muni ţurfa ađ skođa sérstaklega fyrr en síđar.

kv.Guđrún María.

 

 


mbl.is Huga ţarf ađ börnum atvinnulausra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Markađshyggjuţokumóđa undanfarinna áratuga á Íslandi.

Okkur Íslendingum hefur veriđ talinn trú um ađ viđ lifđum í ţjóđfélagi hins frjálsa markađar allt ţar til bankakerfiđ hrundi í haust.

Raunin er hins vegar sú ađ stjórnmálamönnum tókst ekki betur til viđ ţađ ađ smíđa skilyrđi til ţess arna en svo ađ meint markađskerfi varđ ađ kerfi frumskógarlögmála og til varđ einokun, ósköp álíka gömlu einokunarherrum ţeim er viđ bjuggum viđ hér, bara í annarri mynd.

Ekki tókst ađ lćkka skatta á almenning í landinu sökum ţess ađ skattaleg innkoma af fyrirtćkjum var ekki sú sem vera skyldi í raun, og á sama tíma og ofurskattar á láglaunamanninn voru fyrir hendi, fluttu fjölmiđlar fréttir af ofurlaunum fjármálamógúla í landinu, umfram allt velsćmi um laun fyrir vinnu.

Framstćđi sjálfsóknarflokkurinn bar meginábyrgđ á ţessu skipulagi mála.

kv.Guđrún María.

 


Mjög skynsamleg ráđstöfun hjá frćndum vorum Finnum.

Hér má sjá viđbrögđ Finna viđ hćkkandi aldurshlutfalli ţjóđarinnar sem sannarlega ćttu ađ geta veriđ okkur Íslendingum athugunarefni.

kv.Guđrún María.


mbl.is Finnar hćkka eftirlaunaaldurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Auđvitađ ţarf ađ tala kjark í ţjóđina um ţessar mundir.

Sjaldan eđa aldrei hefur ţađ veriđ mikilvćgara ađ íslenskir leiđtogar í stjórnmálum tali kjark í ţjóđina og sú er ţetta ritar hefur margoft gagnrýnt menn fyrir skort á slíku. Ţađ gildir um alla er ţar taka ţátt óháđ flokkslínum.

Hin endalausa umfjöllun fjölmiđla međ ţáttöku hagfrćđinga í hverjum ţćttinum á fćtur öđrum sem hinum einu vitringum ţar sem flestir hafa dregiđ upp dökkar myndir fram og til baka hefur síst veriđ til ţess fallinn ađ auka viđ hugmyndabankann um leiđirnar út úr vandanum.

Raunin er sú ađ stjórnmálamenn hafa hoppađ í skotgrafirnar ţess efnis ađ vera á móti öllu sem veriđ hefur ríkjandi fyrir bankahruniđ til vinsćldasöfnunar sér til handa og ţar dansađ međ fjölmiđlum á hinum neikvćđu nótum hagfrćđićđisins, og fjölmiđlar síđan aftur endurspeglađ stórskotahríđ stjórnmálamanna úr skotgröfunum.

Vindur vinsćldanna á ekki ađ blása stjórnmálamönnum fram og til baka frekar en ađ umfjöllun fjömiđla eigi ađ fylgja ţeim vindi.

kv.Guđrún María.

 

 


Bolludagur og Sprengidagur sérstakir dagar í íslenskri pólítik.

Kastljósviđtaliđ viđ Davíđ Oddson Seđlabankastjóra á Sprengidaginn minnir óhjákvćmilega á annađ viđtal sem átti sér stađ á Bolludag viđ sama mann ţegar hann var forsćtisráđherra á sínum tíma.

Ţađ verđur ekki annađ sagt en upplýsingar ţćr sem Seđlabankastjóri setti fram í kvöld séu umfram ţađ sem stjórnvöld hafa látiđ frá sér fara varđandi fjármálastofnanir ţar međ taliđ Seđlabankann.

Hann sagđist hafa rćtt ađ jafnvel ţyrfti ađ tvö eđa ţrefalda mannskap í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, á ríkisstjórnarfundi í lok september...... og fleira og fleira.

Hann lýsti ţví í raun ađ ţáverandi ríkisstjórn tók meira mark á bankastjórum einkabankanna en ađvörunum Seđlabankans.

Hann sagđi sérfyrirgreiđslu hafa átt sér stađ í gömlu bönkunun til handa sérstökum útvöldum ţekktum sem og úr stjórnmálalífi.

Hann lýsti ófaglegri fjölmiđlaumfjöllun, sem vćri án ţess ađ festa fingur á efnisatriđum mála.

Ţađ mćtti segja mér ađ ţetta viđtal yrđi efniviđur í fjölmiđlum nćstu daga.

kv.Guđrún María.

 

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband