Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Innlegg í kjarasamninga hins opinbera við starfsmenn eða hvað ?

Ég ætla að leyfa mér að efast um þessar tölur þar til að einhverjar forsendur fylgja með en hugsanlega getur þar verið margt inn í myndinni svo sem rekstarleigusamningar sveitarfélaga á mannvirkjum meðal annars þar sem einkaaðilar hafa tekið að sér rekstur sem ef til vill gengur ekki.

kv.gmaria.

 


mbl.is Hver grunnskólanemandi kostar sveitarfélög 1 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt upphaf kemur alla jafna í kjölfar hruns.

Við skyldum vona að þær efnahagsþrengingar sem nú dynja yfir vor vestrænu samfélög séu upphaf raunhæfari væntinga en verið hefur til þessa þar sem ljóst er að menn hafa spennt bogann um of.

Þar má á milli sjá hvort himinn og haf er á milli væntinga annars vegar og raunveruleika hins vegar.

Veðsetning óveidds fiskjar úr sjó hér á landi er gott dæmi um slíkt.

kv.gmaria.

 


mbl.is Hrun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarhald hins opinbera í bankanum hlýtur að þýða aðkomu eigenda.

Fulltrúar almennings hljóta að þurfa að koma að meirihlutaeignaraðild í fjármálastofnun, eins og ég best fæ séð í þessu efni.

Það verður hins vegar að segjast eins og er að manni finnst hlutirnir heldur betur hafa snúist á haus hvað varðar yfirlýsingar forsætisráðherra fyrir stuttu síðan þess efnis að engar áhyggjur þyrfti að hafa af bönkum hér á landi.

Eftir stendur spurningin hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til þess að koma hinum venjulega launþega til hjálpar sem og fólki á eftirlaunum og örorkuþegum,  þar sem tekjur brenna upp í gengisfalli lífskjara ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan í landinu.

Ætíð hrósa ég lögreglu fyrir vel unnin störf þar sem ég tel það eiga við og lít á það sem skyldu mína sem þáttakanda í stjórnmálastarfi að vekja athygli á því sem vel er gert í þessu efni.

Mér er hins vegar ómögulegt að skilja atlögu dómsmálaráðuneytisins að lögregluembættinu á Suðurnesjum öðru vísi en svo að þar hafi því miður markvisst verið um að ræða að ýta manni úr starfi sem þó hafði staðið sig vel og skilað árangri til handa þjóðinni og sínu umdæmi.

Allt undir formerkjum þess að þjóna því að fara alfarið að tilllögum Ríkisendurskoðunar um fjárveitingar innan ramma fjárlaga þar sem sérstaða þessa embættis í verkefnum virðist engu máli skipta í raun.

Það er alvörumál að setja í uppnám starfssemi lögreglu með því móti sem þarna virðist hafa átt sér stað og dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að skýra betur þau hin sömu sjónarmið er þar liggja að baki.

Annað er ótækt.

kv.gmaria.

 


Almenningur hrópar á efnahagsaðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar.

Timi til þess að tala út og suður er liðinn og ríkisstjórnarflokkarnir hljóta að koma fram með ráð sem Íslendingar hyggjast beita við efnahagsstjórnun landsins á þeim tímum sem uppi eru.

Það hefur aldrei þótt góð lexía að láta reka á reiðanum, líkt og viðhorfið hefur verið í marga mánuði hér á landi þar sem þjóðarskútan marar í hálfu kafi í raun.

Tiltrú almennings á sitjandi stjórnvöld hefur beðið hnekki eins og algilt er þegar ráðamenn eru ráðalausir við erfið úrlausnarefni.

Hvað er til ráða ?

Ætti að aftengja vísitölutengingu launa og verðlags ?

Ætti að aftengja verðtryggingu samtímis ?

Eitthvað þarf að gera svo mikið er víst.

kv.gmaria.

 


Sunnudagspistill undan Eyjafjöllum.

Sit hér og hlusta á brimhljóð sem ætíð boða norðanátt hér um slóðir, en norðanátt á þessum tíma þýðir kólnandi veður. Það er jú komið haust og gott sumar á enda og sviptingakennt veðurfar hefur tekið við.

Ég fór austur til samveru við fjölskylduna sem yngstu meðlimir eru alla jafna hrókur alls fagnaðar í hinu undursamlega frelsi í íslenskri sveit.

Sveitin er töfraveröld sem ég var svo heppin að fá að alast upp í, töfraveröld alls konar upplifunar í nánd við náttúruna, þar sem nytjar mannsins í sambúð við náttúruna, ásamt flóru mannlífsins voru veganestið.

Hver árstíð hefur sinn sjarma jafnt í sveit sem borg, en árstíðir í sveitum innihéldu og innihalda ákveðna sjálfkrafa verkaskiptingu þar sem sauðburður að vori, heyskapur að sumri, og réttir að hausti eru hinn venjulegi hringur ársins ásamt ýmsum öðrum búverkum sem sem breyst hafa í tímans tönn með mismiklu móti með tækni hvers konar.

Hér er nú að finna kornakra víðar en áður og afar ánægjulegt til þess að vita að frumkvöðull í kornræktinni hefur nú nýlega sett á markað hveiti sem framleitt er alfarið hér á Þorvaldseyri undir Eyjaflöllum.

Með öðrum orðum kornið er ræktað og síðan skorið og unnið í hveiti hér, þannig á það að vera og það heitir sjálfbærni eins bónda sem innleggs í sjálfbærni eins samfélags.

Hér er nefnilega hægt að framleiða ýmislegt af matarforða einnar þjóðar eins og víðar á landinu.

kv.gmaria.

 

 


Sama háa skattprósentan en lélegri opinber þjónusta.

Hversu lengi ætlum við skattgreiðendur að láta okkur það lynda að "sparnaði " hins opinbera fylgi æ ofan í æ niðurskorinn þjónusta án þess þó að skattprósenta hafi lækkað.

Það virðist varla hægt að halda úti lögreglu, með nægilegum mannafla þar að lútandi, og sífelldur niðurskurður til ýmissa rekstrarþátta í heilbrigðisþjónustu hefur verið viðvarandi í langan tíma.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að nýta fjármuni sem best en á hverjum tíma hljóta menn að þurfa marka skil um eðlilegt þjónustustig verkefna hins opinbera og þar sé að finna einhvern mælikvarða sem telst vera innan skynsamlegra marka.

Það atriði að ætla allt of fáum starfsmönnum að sinna verkefnum á vettvangi hinnar opinberu þjónustu án þess þó að gæði þjónustu breytist er eitthvað sem menn ættu að hætta að reyna telja fólki trú um að sé mögulegt.

Árangurstenging launa stjórnenda  þess efnis að launin hækki í réttu samræmi við sparnað hér og þar, inniheldur hvata að því að þeir hinir sömu spari aurinn en kasti krónunni , í formi þess að spara í störfum og álag per starfsmann verði til þess að enginn endist í störfum við þjónustuna sem aftur þýðir endalaus vandamál við mannahald.

Í upphafi skyldi endir skoða í þessu efni.

kv.gmaria.

 

 


Góður fundur á Grand Hotel.

Mjög góður fundur var í kvöld hjá okkur Frjálslyndum þar sem málin voru rædd og hreinskiptin umræða fór fram um hin ýmsu mál, sem talin eru hafa valdið deilum af einhverju tagi.

Ég efa það ekki að minn flokkur mun standa upp sterkari eftir þessa ágjöf eins og hann hefur oft gert áður og halda áfram að berjast fyrir þeim réttlætissjónarmiðum í voru samfélagi til handa almenningi í landinu, sem hann stendur fyrir.

kv.gmaria.


mbl.is Stormur varir aldrei að eilífu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata í sínum veikindum.

Það er alltaf erfitt að fá fréttir sem þessar sem utanríkisráðherra mátti meðtaka, og vil ég óska henni alls hins besta í meðferð við og aðgerð sem hún þarf að fara í.

góðar óskir.

kv.gmaria.


Úrlausnir frumskógarlögmálanna, samasem siðhningnun í einu samfélagi.

Þegar svo er komið að hluti fólks telur það réttlætanlegt að skuldir séu innheimtar með líkamlegu ofbeldi, hefur siðgæði hnignað til muna í einu samfélagi.

Maður spyr sig hvernig getur það verið að slíkt viðhorf sé komið til sögu í voru samfélagi ?

Að við séum að berjast við það að fólk sé ekki beitt líkamlegu ofbeldi nokkurs staðar, millum kynja, ellegar hvarvetna meðan viðhorf þess efnis að innheimta peninga geti réttlætt notkun slíks ofbeldis til þess hins arna.

Ég verð að viðurkenna að ég varð næstum orðlaus að hlusta á innhringjendur á Bylgjuna í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þau viðhorf komu fram að slík beiting ofbeldis væri hugsanlega lausnin til þess að innheimta skuldir.

Aldrei skyldu menn sætta sig við slíkt sem aðferðir í samfélagi viti borinna manna,

ALDREI.

kv.gmaria.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband