Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Um daginn og veginn.

Vetur er genginn í garð, þótt ekki sé mikill snjór hér sunnan heiða enn sem komið er.

Kuldinn er ekki fagnaðarefni hjá þeirri sem þetta ritar, þar sem kuldinn magnar hvers konar verkjatilstand sem til staðar er í líkamanum. 

Ég vona að þessi vetur verði ekki mjög kaldur en við þurfum samt ekki að kvarta hér sunnanlands það skal segjast eins og það er, það hefur verið hlýtt til þessa.

Pólítíkin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, stjórnarandstaða finnur aðgerðum núverandi valdhafa allt til foráttu líkt og verið hefur og nokkuð hjákátlegt á að horfa og hlýða, ekki hvað síst eftir að hafa verið þáttakandi á hinu pólítíska sviði um tíma.

Ég fagna því að skuldaleiðrétting sé kominn til framkvæmda þótt ég sé ekki í þeim hópi sem þar um ræðir, því það hið sama er réttlætismál.

Vonandi verður þessi vetur landsmönnum bærilegur þrátt fyrir gosmengun sem mætti sannarlega ljúka sem fyrst.

 

kv.Guðrún María .

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband