Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Verða loftgæðamælingar á Selfossi fljótlega ?

Ég hef reynt að fylgjast með upplýsingum um gasdreifingu frá eldgosinu í Holuhrauni og vissulega orðið vör við mengun þar að lútandi en mér finnst hins vegar vanta nokkuð á mælingar til handa íbúum á fjölmennum svæðum svo sem hér á Selfossi.

Næstu mælingar eru í Hveragerði og í Þjórsárdal sem ef til vill gefa vísbendingar en eigi síður ekki nákvæmni til handa þeim sem hér búa.

Við sem erum með asthma þurfum sannarlega að vita hvort við megum vera á ferð utandyra , gangandi í góðu veðri eða ekki vegna áhættu um mengun sem þessa.

Var að kynna mér upplýsingar þær sem liggja fyrir um uppsetningarstaði á nýjum mælum fljótlega en gat ekki séð að þar væri um að ræða 8000 manna bæjarfélagið Selfoss.

 Væri allt í lagi að fá ögn meiri upplýsingar frá til þess bærum aðilum um þessi mál.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband