Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Um 70% þjóðarinnar eru andsnúin aðild að Evrópusambandinu, hvers vegna er aðildarumsókn í gangi ?

Hvort sem mönnum líkar betur eða ver þá er andstaðan við aðild að Evrópusambandinu verulegur meirihlutavilji íslensku þjóðarinnar og því með ólíkindum að sitjandi stjórnvöld í landinu hafi þvíngað aðildarumsókn gegnum Alþingi Íslendinga án þess að áður færi fram atkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar um það hið sama mál.

Raunin er sú að nákvæmlega svona pólítskar aðferðir sem kosta ofurfjármuni er hent fram úr erminni í pólítískri þjónkun við eitt stykki stjórnmálaflokk sem hefur haft þetta mál á sinni pólítisku stefnuskrá, einn flokka hér á landi og komst í forsvar núverandi ríkisstjórnar.

Hvers konar málamyndasjónleikur um lýðræðisvilja núverandi valdhafa blikna þegar þetta mál er skoðað þar sem íslenska þjóðin var ekki spurð um vilja til þess að sækja um aðild.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn lögleiddu innheimtu gjalda af launamönnum í lífeyrissjóði.

Er lýðræðið orðið hættulegt og kallað " stjórnmálaáhætta " hjá sjóðum launamanna sem innheimta iðgjöld samkvæmt lagaboði sem stjórnmálamenn tóku ákvörðun um á sínum tíma ?

Getur verið að menn hafi agnar ögn fjarlægst forsendu mála í þessu efni ?

Raunin er sú að hér er um dulin pólítisk skilaboð að ræða, pólitisk skilaboð sem eru ekki á verkssviði stjórnar þessa sjóðs að viðhafa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gildi vekur athygli á stjórnmálaáhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna hefur ekki verið mótmælt undanfarin ár og áratugi ?

Ekki man ég eftir því að hafa séð slíka yfirlýsingu um frídag verkalýðsins undanfarinn áratug, hvað kemur til að menn hafa vaknað af svefninum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is ASÍ mótmælir opnun verslana 1. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnar ríkisstjórnin refsiaðgerðum í Makríldeilunni ?

Það verður mjög fróðlegt að sjá hverju fram vindur í þessu deilumáli, og enn kemur í ljós hversu mikla þjóðhagslega hagsmuni núverandi stjórnvöld telja sig þess umkomin að viðhafa gagnvart eigin efnahagslögsögu eins þjóðríkis.

Meða(l)ðganga Makrílsins á Íslandsmið kom til sögu um svipað leyti og ónýtt regluverk Evrópusambandsins um innistæðutryggingar á evrusvæðinu virkaði ekki.

Þannig er nú það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hótar Íslandi refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattgreiðendur eru með þunga poka á bakinu.

Ég er sammála Pétri Blöndal varðandi það atriði að auðvitað ætti að liggja ljóst fyrir hver þáttaka skattgreiðenda er í framkvæmdum sem þessum sem og hverri annarri framkvæmd sem hið opinbera hefur með höndum.

Nú þegar bera skattgreiðendur kostnað af Landsdómi og Stjórnlagaþingi, skilanefndum gömlu bankanna, svo ekki sé minnst á sérstakan saksóknara sem enn á eftir að skila hlutverki sínu í meintu uppgjöri á hruninu hér á landi.

Vissulega eru þetta atvinnuskapandi verkefni en, hvort sá ávinningur sem að var stefnt kemur út úr því sem hér hefur verið nefnt skal ósagt látið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skattgreiðendur verði ekki blekktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörsamlega óviðunandi að ríkisstjórn Íslands láti hjá liggja að mótmæla opinberlega.

Sem aldrei fyrr eru sitjandi stjórnvöld í landinu, hreint og beint handónýt til þess að halda á lofti íslenskum hagsmunum, en það gerðist einnig á fyrri stigum í Icesavemálinu og þá var það forseti Íslands sem talaði máli landsins á erlendum vettvangi.

Að öllum líkindum á einnig að bíða þegjandi og hljóðalaust eftir því að við verðum beitt viðskiptaþvingunum vegna Makríldeilunnar.

Á sama tíma ætla menn að sitja í samningaviðræðum við Evrópusambandið, halló......

kv.Guðrún María.


mbl.is Meðalganga ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessaðir íslenzku fjölmiðlarnir.

Það er alveg ágætt að Íslendingar taki þátt í rannsóknarverkefni sem þessu því betur sjá augu en auga, og ef það er eitthvað eitt sem finna má að íslenskum fjölmiðlum þá er það sjálfhverfni þ.e. allir telja sig sjálfa alvitra um allt, sem viðkemur samfélaginu, þótt ef til vill festi fáir í raun fingur á viðfangsefninu sem heitið geti á stundum.

Hið pólítiska hlutleysi fjölmiðla í landinu er.... álíka því að reyna að baða kött sem hefur lent ofan í oliupolli, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rannsaka siðferði blaðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er stefnumótun stjórnvalda um sjálfbærni eins þjóðfélags ?

Sjálfbært þjóðfélag kemur ekki að sjálfu sér til þess þarf samræmda stefnumótun sem fylgt er eftir, þar sem áhersla á lífrænan landbúnað, sjávarútveg í sátt við umhverfi sjávar, vatnsafl til virkjana rafmagns, og hvers konar sparnað mannsins í orkueyðslu til lengri og skemmri tíma, í sínu nánasta umhverfi.

Frænka mín benti mér á það að í gær hefði verið kona í Silfri Egils að tala um það sama og ég hefi oft rætt við hana um, sem er það atriði að huga þurfi að því að menn vinni nálægt heimilum sínum til þess að spara orkukostnað og uppbyggingu við samgöngumannvirki.

Ég lít svo á að hvert sveitarfélag ætti að stuðla að slíku með öllum þeim aðferðum sem mögulegar eru til þess hins sama.

Jafnframt þarf að huga að því á landsvísu að hvers konar þjónusta kunni að vera þjóðhagslega hagkvæmari í smærri einingum í námunda við íbúa en leitan um langveg í slikt með tilheyrandi orkukostnaði.

Undanfarna áratugi höfum við bókstaflega drekkt okkur í forsendum stærðarhagkvæmni hvers konar sem sannarlega þarf að endurskoða en því miður þurfti ofurverð á eldsneyti fyrst að koma til svo slík endurskoðun færi að koma inn í umræðu þessa.

Ég skora á sveitarfélögin að hafa frumkvæði að sjálfbærni innan sinna vébanda sem og siitjandi stjórnvöld að kynna heildstæða áætlun í þessu efni.

kv.Guðrún María.


Utanríkisráðherra játar pólítisk afglöp.

Alveg er það nú stórmerkilegt að Össur skuli nú fyrst draga það fram að honum hafi orðið á að biðja ekki um fundarhlé á þingi, þegar ljóst var í hvað stefndi að ákæra einn mann fyrir Landsdóm.

Það verður fróðlegt að vita hvort fleiri þingmenn komi nú fram með sams konar útskýringar og utanríkisráðherra, eftir að dómur er fallinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefði átt að biðja um fundarhlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að hinum pólítíska skripaleik er lokið.

Það var vitað mál eftir atkvæðagreiðslu Alþingis í máli þessu þess efnis að ákæra einn mann fyrir Landsdóm að þar yrði um pólítiskan skrípaleik að ræða, frá upphafi til enda.

Niðurstaða dómsins er eftir því.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband