Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Rafmagnið er ekkert sem við getum tekið sem sjálfsögðum hlut.

Þegar veður sem slík heimsækja okkur eins og gerist nú fyrir vestan er rafmagnið eitt af því sem hugsanlega undan lætur en það er afskaplega stór hluti af nútíma lífi hér á landi eigi að síður.

Boðskipti eins og sími er eitthvað sem mætti án efa fræða ögn meira um hvað varðar það atriði að hafa síma sem ekki er þráðlaus og háður rafmagni til boðskipta í slíkum aðstæðum.

Ég hefi oft rætt það áður að ef til einhverra slíkra hamfara kæmi á þéttbýlustu svæðum varðandi rafmagnsleysi þá er ekki víst að boðskipti kæmust til skila, m.a vegna þess að útvarp með batterí er ekki til á öllum heimilum eða heimilissími sem ekki þarf rafmagn.

Það eiga ekki allir landsmenn gsm síma, eða er það ?

Rokið undir Fjöllunum forðum daga í uppvextinum færði mér þá lexíu að þá var eðlilegt að rafmagnið færi ef það gerði rok, en rokið heima var náttúrulega oft all mikið rok.

Kerti og eldspýtur voru því eins nauðsynlegar og mjólkin á dimmum vetrardögum í rafmagnsleysi.

Frá þeim tíma hefur nútímamaðurinn orðið enn háðari rafmagni á allan handanna máta og viðbrigðin við skort á slíku því eðli máls samkvæmt mikil.

Hin köldu svæði landsins sem hita upp hús með rafmagni eru enn frekar háð því að skortur á slíku vari ekki lengi.

Vona að vel gangi að koma rafmagni á fyrir Vestan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rafmagn skammtað á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn, rétt fyrir áramót.

Fór í mína sjúkraþjálfun á Hvolsvöll í dag, í ágætu veðri hér í Rangárþingi miðað við árstíma, rigningu og nær auðri jörð.

Er mjög fegin að hafa getað fengið sjúkraþjálfun á Hvolsvelli, þ.e að þurfa ekki að fara lengra eftir þeirri þjónustu en þjálfunin er eins og áður mitt haldreipi til þess að halda mér gangandi.

Árið 2012, hefur verið skrítið ár fyrir mig að mörgu leyti í baráttu fyrir eigin hagsmunum, baráttu sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi þurfa að upplifa sem fatlaður einstaklingur, þar sem vilja til lausna á málum skorti alfarið í raun af hálfu þeirra sem eiga að heita við stjórnvöl í fyrrum bæjarfélagi sem ég bjó i, því miður.

Mín tilfinning er sú að þeir stjórnmálaflokkar sem þar fara með völd nú, verði ekki endilega endurkosnir til verka er fram líða stundir, né heldur við stjórnvöl landsins á vori komanda.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún Maria.


Forgangsröðun heilbrigðisþjónustu hvað fjármagn varðar hefur lengi þurft skoðunar við.

Mér best vitanlega hefur aldrei verið farið í það verkefni í alvöru að fullmanna grunnþjónustu við heilbrigði til handa landsmönnum öllum hér á landi, heldur verið treyst á það að viðhalda sama systemi og verið hefur þar sem sjúkrahús ellegar sérfræðilæknar á fjölmennari svæðum taki fallið af skorti á heimilislæknum.

Þegar flatur niðurskurður kemur síðan á línuna þá eru góð ráð dýr.

Að sjálfsögðu skyldi grunnþjónustu , þ.e hin ódýrasta þjónusta vera aðgengileg til handa öllum en ekkert hefur verið aðhafst í því þótt fjöldi manns sé ár eftir ár án heimilislækna, hér á landi, því miður.

Íslenska heilbrigðiskerfið skortir enn samhæfingu og samvinnu, þótt ýmislegt hafi færst til bóta í því efni þá má betur gera.

kv.Guðrún María.


mbl.is 4.000 án læknis fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosning til formanns " lýðræðisveisla " !

Ef kosning til formanns er veisla, hvernig flokkast þá annars konar afgreiðsla lýðræðisins innan flokksins ?

Er það engin veisla, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Mikilvægt að ein regla gildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega jólahátíð.

Blessaður aðfangadagur að kveldi komin með sinni kyrrð og friði, eftir amstur og umstang í aðdraganda jóla.

Jólin eru alltaf yndislegur tími þar sem við finnum barnið í sjálfum okkur og kærleikurinn hinn eðlislægi eiginleiki barnsins endurspeglast í athöfnum öllum, kring um jólahátíðina.

Í nótt loga ljósin hjá mér á göngunum eins og ég hefi ætíð haft til siðs á jólanótt, en þjóðtrúin er sterk og það sem við ölumst upp við, það tileinkum við
okkur síðar á ævinni.

Kærleikur jólanna er í mínum huga eitthvað sem er andleg næring mannssálinni, við það að halda upp á fæðingarhátið frelsarans.

Ætíð munum við gera það af mismunandi efnum og aðstæðum í lífi okkar hverju sinni, en kærleikurinn og viljinn til þess að rækta hann er og verður ætíð það ljós sem lýsir á helgum jólum.

Ljós sem kviknar árlega í hjörtum mannanna.

Óska öllum gleðilegrar jólahátíðar.

kv.Guðrún María.


Skatan ætti að vera á borðum fleiri daga en á Þorláksmessu.

Mér hefir alla tíð þótt skata góður matur, en hin síðari ár hefi ég fengið vestfirska skötu í hús, vel kæsta sem hefur að minnsta kosti einu sinni hreinsað á burt flensuvesen hjá þeirri er þetta ritar.

Ég ólst hins vegar upp við saltaða skötu sem ekki var eins sterk og sú vestfirska, en mér fannst hún góð og mamma sagði mér að bryðja brjóskið þvi það væri svo hollt sem ég og gerði og geri enn þann dag í dag.

Fyrir mína parta skil ég ekki alveg hvers vegna Íslendingar þykjast ekki geta eldað skötu heima hjá sér lengur, því það er nú þannig að skötulyktin er farin um leið og búið er að elda reyktan mat á aðfangadag.

Hver tími hefur hins vegar sinn tíðaranda, hvort sem er um þessar venjur að ræða ellegar aðrar.

Skatan er góður matur úr matarforðabúri hafsins og mætti vera oftar á borðum árið um kring.

kv.Guðrún María.


Að fara í jólaköttinn !

Jólakötturinn var lifandi persóna í minni bernsku á þann veg að mikilvægi þess að fá einhverja nýja flik um jól, svo maður færi ekki í jólaköttinn, var fyrir hendi.

Saumakonan móðir mín sá nú aldeilis um það að dóttir hennar væri í nýjum kjól eða pilsi, þ.e.a.s. meðan sú síðarnefnda fékkst til þess að fara í kjól eða pils yfir hátíðar, sem var ákveðin tími bernskunnar.

Löngu síðar á ævinni hefur mér fundist það óþarfi að eyða fjármunum í það að finna jólakjól þvi mér finnst ég einfaldlega eiga nóg af " hátíðafötum " enda safnari með eindæmum jafnt hvað varðar föt sem annað.

Hins vegar er það svo að þörf manns sem foreldris að finna ný föt fyrir barnið sitt um jól, er eitthvað sem er og verður einn hluti jólahalds, hvort sem það má rekja til jólakattarins eða ekki.

kv.Guðrún María.


Rauð jól sunnanlands ?

Það var svolítið sérstakt að horfa á skaflana bráðna hér í garðinum í rokinu í dag án úrkomu en það var 6-7 stiga hiti sem fylgdi rokinu.

Það lítur allt út fyrir rauð jól hér sunnanlands sem í mínum huga er bara alveg ágætt, en því kann að fylgja rok og rigning og þá það.

Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér ég nú muna eftir jólunum rauðum oftar en hvítum, hafandi búið á Suðurlandi og Suðvesturhorninu, samt hefur stundum gert hvítt föl á aðfangadag.

Þetta árið virðist landið skiptast nokkuð hvað snjóalög varðar líkt og var nokkrum árum áður, en árið í fyrra var undantekning, þar sem allt var á kafi í snjó sunnan heiða líka.

Blessuð jólin eru jafn hátíðleg hvort sem landið prýðir, auð jörð eða hvítur snjór.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leysing víða á aðfangadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmenn hafa verið skattlagðir út úr hruninu.

Að hækka skatta í kreppu, hvers eðlis sem sú kreppa er tilkomin er ávísun á vandræði, því miður hefur sú leið verið farin af hálfu sitjandi stjórnvalda hér á landi, án þess að horfa á afleiðingar af slíku ástandi svo sem ástandi þeirra sem enga möguleika hafa til þess að umbreyta tekjustöðu sinni s.s vegna sjúkdóma eða elli.

Tilraunir til þess að henda smá plástrum hér og þar á ástandið skilar sér illa eða ekki og þeir aðilar sem standa að hjálparstarfi með lítil sem engin framlög frá hinu opinbera til þess arna, vinna göfugt starf ekki hvað síst fyrir jólin.

Að sjálfsögðu skyldi það vera hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hjálparstofnanir fengju hærri framlög til starfa sinna á tímum sem þessum, en það hefur því miður ekki verið sýnilegt.

Það er skömm.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sex þúsund þurfa á aðstoð að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkari verður Framsóknarflokkurinn.

Satt best að segja get ég varla beðið eftir því að sjá þá Sigmund Davíð og Steingrím saman í kappræðu fyrir þingkosningar, eins og verða mun í vor.

Framsóknarflokkurinn á eftir að vinna stórsigur í næstu þingkosningum enda flokkur sem hefur unnið sína vinnu á Alþingi Íslendinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Steingrímur: Sterkur listi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband