Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Um daginn og veginn.

Afskaplega mikil bloggleti hefur hrjáð mig nokkuð lengi, enda kanski búin að blogga um of gegnum tíðina um allt milli himins og jarðar.

Ástæðan er hins vegar að hluta til barátta við að ná betri heilsu upp úr áföllum á áföllum ofan sem tekur tíma og endalausa þolinmæði.

Á sama tíma og ég hefi barist við mitt eigið heilsutetur, reyni ég að telja kjark í minn unga mann sem er nú á sjúkrahúsi og tekst á við sína sjúkdóma, sem  "stóra sterka mamma " sem ætíð hífir bjartsýnisseglin og leið og sést út úr augum.

Ég er svo heppin að hafa átt vonina í farteskinu frá unga aldri, von um hið góða sem við biðjum um í bænum að kveldi og trúin er lífsneisti vonarinnar.

Hef verið svo ánægð að komast aftur í mína sjúkraþjálfun eftir áramótin þar sem ég get gengið á göngubretti en nær ómögulegt hefur verið að ganga utandyra í hálkunni undanfarið hér um slóðir.

Hlýindi undanfarna daga þennan janúarmánuð, vekja athygli að vetri en í fyrra var óvenjulega hlýtt á svipuðum tíma,  en sumarið síðasta í kjölfarið hreint ekkert sumar hér sunnanlands, vonandi verður það eitthvað skárra í ár.

Hvernig sem allt vaggar og veltist, hvort sem um er að ræða veðurfar, heilsu eða eitthvað annað er eitt ljóst, það færist oss í fang sem viðfangsefni, hvort sem okkur líkar betur eða ver.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


Matvörur hækkuðu nokkrum mánuðum fyrir kjarasamninga, eins og alltaf.

Hér á landi hefur það verð " tíska " til margra ára samkvæmt minni tilfinningu og kostnaðarvitund um vöruverð, að nokkrum mánuðum áður en gengið er til kjarasamninga hækkar nauðsynjavara, þannig að fyrirtækin eru fyrirfram búin að tryggja sig fyrir kauphækkunum.

Hér í minni nánustu búð sem ég hefi göngufæri í, kostar flatkökubúntið kr. 169 núna en kostaði kr.149 í sumar, svo eitt dæmi sé tekið.

Það atriði að hækka vörur nokkru fyrir gerð kjarasamninga fellur í skuggann af hækkunum um áramót sem hið opinbera viðhefur oftar en ekki á gjaldskrám allra handa.

Það verður því mikið verkefni að greina á milli , " The good, bad and the ugly " .... nú um stundir þar sem einstaka fyrirtæki ætla að draga hækkanir til baka........

Allt er þetta hins vegar spurning um okkur neytendur og hvað við látum bjóða okkur sem okkur sjálf sem verkamenn um samninga á vinnumarkaði hvað varðar okkar launakjör og hvatning Verslunarmannafélag Suðurlands þess efnis að sniðganga þau fyrirtæki sem hækka, svo frekast er unnt, er af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga vöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Gleðilegt ár öll sömul og þökk fyrir árið sem var að líða. 

Ég hefi nú búið utan höfuðborgarsvæðisins í rúmt ár, fyrst austur í Fljótshlíð og nú á Selfossi og hefur líkað vel á báðum stöðum en það skal viðurkennt að ég sakna Hafnarfjarðar stundum, enda lifað þar og starfað í rúman áratug.

Hver og einn einasti staður hefur sinn sjarma, þannig er nú það.

RIMG0002.JPG

 

 

 Eyjafjallajökullinn  fallegur á að líta úr Fljótshlíðinni.

 

 

 

 

 

RIMG0014.JPG

 

 

Hafnarfjörður með Lækinn  mitt nánast umhverfi, og ófáar gönguferðirnar þar um slóðir.

 

 

 

 

 

RIMG0015.JPG

 

 Selfoss er fallegur staður.með Ingóflsfjallið og útsýni í allar áttir og ekki þarf annað en ganga nokkur spor upp að íþróttavelli til að líta víðáttuna.

 

 

 

 

 

RIMG0019.JPG

 

Eða líta út um gluggann.

 

 

 

 

 

 

Raunin er sú að fegurðin fylgir manni, bara ef maður vill koma auga á hana hverju sinni.

 

Því til viðbótar er ég svo heppinn að að vera í nágrenni við mína nánustu fjölskyldu hér á Selfossi sem hefur verið mér mikil hjálp í veikindabasli allra handa undanfarna mánuði.

Jafnframt eru það hlunnindi að fá að umgangast unga fjölskyldumeðlimi sem eru að vaxa úr grasi og kenna manni alltaf eitthvað nýtt hverju sinni, því tímarnir breytast og mennirnir með.

Ég tek nú til við það að byggja heilsutetrið upp að nýju á þessu ári með von um að geta gert betur en áður, eins og alltaf.

 

 

kv.Guðrún María. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband