Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Stjórnarskrártillögur eru ekki stjórnarskrá.

Það er nú nokkuð langsótt að ræða það atriði að einhver lagasetning kynni að brjóta í bága við hugsanlega nýja stjórnarskrá að mínu mati, hvers eðlis sem er.

Ekki er hægt að ætlast til þess að lagasetning sitjandi stjórnvalda taki mið af tillögum um breytingar sem slíkar, það er út úr kú.

Stjórnlagaráðið fellur í markaðspyttinn með sínar hugmyndir um gjaldtöku af auðlindum, þar sem það gleymist sem endranær að Ísland er ekki markaður með tilliti til höfðatölu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bryti gegn nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiksýning ársins í boði ríkisstjórnarinnar í gærkveldi.

Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir ætlað sér láta stjórnarskrárhugmyndir ná fram að ganga á þessu þingi þá hefði efnisleg umfjöllun verið hafin.

Svo var ekki, enda málið allt í miklum ógöngum frá upphafi til enda.

Það var því afskaplega hentugt að setja málið á dagskrá í tímaþröng þannig að vel mögulegt væri fyrir stjórnarandstöðu að tala málið út af borðinu í bili, og ríkisstjórnin gæti á sama tima aflað sér vinsælda með því að þóst hafa ætlað að setja málið í skoðun samhliða forsetakosningum.

Þetta kom vel fram í umræðunni í gær þar sem utanríkisráðherra varð á að saka menn um malþóf áður en framsaga hafði farið fram um málið.

Svo hitnaði auðvitað í kolunum og allra handa gaspur og gífuryrði flugu um sali.

Með öðrum orðum, leiksýning ársins, sem endaði vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki kosið samhliða forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðuleg niðurstaða Persónuverndar, hvað með aðra sérfræðilækna ?

Sé það virkilega svo að lýtalæknar heyri ekki undir Landlækni í landinu, hvað þá með aðra sérfræðinga í læknastétt ?

Þurfa þeir ekki að gefa Landlækni upplýsingar um framkvæmdar aðgerðir ?

Hver er eftirlitsaðili með starfssemi lýtalækna ef ekki Landlæknir ?

Niðurstaða Persónuverndar er mér óskiljanleg í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landlæknir fær ekki upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur málflutningur þingmanns VG, í garð forseta Íslands.

Álfheiður Ingadóttir telur forseta Íslands hafa haldið þjóðinni í " gíslingu " en sannarlega er það álitamál hvort slík ummæli þingmanns sem situr á þjóðþinginu eru viðeigandi eða ekki.

Mín skoðun er sú að þau hin sömu ummæli séu ekki viðeigandi af hálfu sitjandi þingmanns, algjörlega burtséð frá þvi hvort viðkomandi þingmaður hefur stutt eða styður forseta persónulega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sigmundur Davíð slær á létta strengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver maður semji sína stjórnarskrá.... !

Þessi stjórnarskrárendurskoðun er fyrir löngu komin í algert klúður, annað verður ekki sagt, það er ekki eitt heldur allt í þessu máli, því miður.

Fyrst var kosning á stjórnlagaþing dæmd ólögleg en ríkisstjórnin ákvað að sniðganga dóminn, svo koma fram tillögur frá skipuðu ráði sem þingheimur treystir sér ekki til þess að snerta á í þinglegri meðferð, enda eins og gamla stjórnarskráin hafi verið bútuð í sundur og saumuð saman með mismunandi litum og bútasaumi, ásamt prjóni, hekli, útsaum og gimbi á víxl, þar sem engann veginn má sjá mynstur í heildargerðinni.

Helstu lögspekingar landsins koma af fjöllum en þjóðinni er ætlað að ráða í þessar rúnir í skoðanakönnun um bútasauminn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er eitt stykki lýðskrum.

Kanski væri betra að hver maður semdi sína stjórnarskrá ellegar endurskoði þá sem gildir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vinnu stjórnlagaráðs hent út um gluggann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til handfæraveiða þarf að vera hluti af fiskveiðistjórn á Íslandi.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fá menn notið þess. Það gildir um fiskveiðistjórn sem annað.

Ég er ekki sammála Skúla varðandi það atriði að stærri leigupottar séu forsenda nýliðunnar í greininni, einfaldlega vegna þess að ég tel að ákveðinn hluti af veiðiheimildum hér við land eigi að vera frelsi til veiða með gjaldi fyrir tól og tæki og gjaldtaka af VEIDDUM afla sem landað hefur verið á markað.

Ég tel að einungis þeir sem fyrir eru í greinninni hafi möguleika á því að ganga í leigupotta til að leigja kvóta aðrir ekki, þ,e, þeir sem hafa tól og tæki til staðar með til greiddum gjöldum af slíku.

Það er ekki stórkostlegur vandi að sníða frelsi til handfæraveiða stakk að þvi leyti að takmarka vélarstærð báta og hámark afla per bát , veður og vindar sjá síðan um aðrar takmarkanir á sóknagetu þess konar veiða með handfæri sem aldrei munu þurfa að vera ógn við lífríkið með handfærum.

Þetta er hins vegar spurning um frelsi sem til handa sjómönnum til þess að sækja ser lífsbjörg til sjós sem verið hefur hluti af landsins gæðum frá örófi alda og kann að skipta meginmáli við breytingar hvers konar á fiskveiðistjórnun hér við land, hvað sátt varðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Pottarnir verði stækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðistjórnun fram að páskum.

Að öllum líkindum mun tími þingsins fram að páskum fara í umræðu um kvótafrumvarp stjórnarflokkanna og önnur mál víkja þá væntanlega sem er ágætt í sjálfu sér, segi ekki meir.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta frumvarp lítur út eftir breytingar allra handa frá upphaflegri smíð.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvarið fái hraðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullvalda þjóð er sjálfstæð þjóð.

Hversu mjög svo sem við Íslendingar munum þurfa að sníða okkur stakk eftir vexti í komandi framtíð, sem á árum áður þá er það ljóst að fullveldið er eitt það dýrmætasta sem við eigum sem þjóð meðal þjóða.

Að öllum líkindum er það einmitt íhaldssemin sem mun forða okkur frá því að ganga inn í þjóðabandalög og framselja tiltölulega nýfengið fullveldi okkar og það er vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íhaldssemi bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar fagleg vinnubrögð vanvirt af stjórnvöldum landsins.

Ég hef enn ekki heyrt einn einasta lögspeking þessa lands mæla með tillögugerð þessari að breytingum á stjórnarskrá landsins, enda bera tillögur þessar því miður þess merki að, alls konar samsuða um orðaval til þess að ná sátt um að klára málið er gjörsamlega ómögulegt plagg sem forsenda lagagerðar í landinu.

Hví skyldi það vera ?

Jú fæstir af þeim er skipaðar voru til þessa ráðs, eftir að kosning hafði verði dæmd ólögleg sem sitjandi stjórnvöld ákváðu að hundsa, hafa nokkurn tímann tekið þátt í því að vinna lagasetningu á Alþingi Íslendinga.

Ef Alþingi hefði tekið málið til efnismeðferðar og sniðið af ágallana þá litið málið ef til vill ögn betur út en svo er allsendis ekki og ótrúlegt að vera vitni að slíku lýðskrumi sem á sér stað um sjálfa stjórnarskrá landsins, þar sem sannarlega er betur heima setið en af stað farið í slika vegferð.

Ráðsmenn sem skipaðir voru í ráð þetta eftir að Hæstiréttur dæmdi kosningu ólöglega hafa sumir litið á sig sem allt að því " bjargvætti " þjóðarinnar sem er í mínum huga hjákátlegt í ljósi tillögugerðarinnar og málsins alls, sem ekki verður annað en eitt stórt lýðskrum af hálfu sitjandi stjórnvalda í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosið verði um tillögur Stjórnlagaráðs í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja stjórnmálamenn " samfélag í kassa " ?

Þetta er ágæt hugleiðing hjá Páli Ólafssyni varðandi það atriði hvers konar skipulag við höfum áskapað okkur hér á landi, þar sem til dæmis meint jöfnunarfyrirkomulag hvað varðar tekjutengingar hvers konar hefur fyrir löngu síðan ekið út í skurð í skipulaginu.

Hví skyldi það vera ?

Jú það eru upphæðirnar sem Alþingi tekur ákvörðun um að tekjutengja sem um tíma þegar skattleysismörk voru fryst varð til þess að stórir hópar á vinnumarkaði lentu sem skilgreindir undir fátæktarmörkum því ekki voru þau hækkuð, en krónutala var nær hin sama um það leyti.

Jafnframt kom einhvern tímann til sögu að skattlagning var sett á styrki hvers konar sem aftur þýddi það að tilgangur styrkja þessarra valt um sjálft sig í raun.

Samtenging almannatrygginga og skattkerfisins sem og félagslegra þátta er fyrir löngu síðan komin í sjálfheldu skipulagsins, þar sem verið er að færa krónur og aura fram og til baka innan kerfisins með tilheyrandi tilkostnaði við slíkt, sitt á hvað.

Það er því mjög þarft að velta fyrir sér skipulaginu sem og þeim áherslum sem það kann að endurspegla.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viljum ekki samfélag í kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband