Andvaraleysi Evrópusambandsins gagnvart skuldavanda ríkjanna er algert.

Það vantar sannarlega ekki meira af stofnunum eða ráðum innan þessa ríkjasambands, þar sem ljóst er að nuverandi staða ríkja innan sambandsins er með því móti að menn hafa þar flotið sofandi að feigðarósi, þrátt fyrir allra handa nefndir og ráð og þing í Brussel.

Því meiri yfirstjórn og reglugerðarflóð, því meiri kostnaður ríkja við starfssemi þá sem þetta sameiginlega efnahagsbandalag hefur komið á fót gegnum árin, þar sem enginn hefur sagt stopp, og það er nú þannig að menn vakna venjulega ekki fyrr en allt er i óefni komið.

Tilraunir til þess að samjafna ólíka hagsmuni, í eitt norm fyrir alla hefur gengið sér til húðar, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja sérstaka stofnun evru-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband