Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Tæknileg mistök ríkisstjórnarflokkanna við stjórnvölinn.

Í fyrsta lagi hefur núverandi ríkisstjórn gert þau meiriháttar tæknilegu mistök að misreikna sig í áhrifum tekjutenginga og jaðarskatta og skattkerfið því orðið að ægilegri ófreskju með refsivönd er fjötrar hópa fólks í fátæktargildrur. Í öðru lagi hafa þau stórkostlegu mistök verið gerð að sleppa því að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið með tilliti til þróunar þar á bæ. Í þriðja lagi hafa ríkisstjórnarflokkarnir gefið markaðshyggjuöflum svo mikið frelsi til handa að það hið sama frelsi er orðið að helsi og hefur snúist í öndverðu sína. Í fjórða lagi er málamyndaleikurinn um hina alfullkomnu þjónustu hins opinbera á velferðarsviðinu þar sem til dæmis kerfi almannatrygginga inniheldur lækkun bóta til öryrkja er þeir verða ellilifeyrisþegar, líkt og örorkan hverfi við það eitt. Óendanlegt magn af pillum til að lækna þjóðina svo mjög að sligar ríkisskassann. Biðlistar á sjúkrahús eftir því að borga þjónustugjöld til viðbótar við þágreidda skatta í samneysluna, og svo mætti lengi telja af mistökum sem án efa eru tæknilegs eðlis, en ekki með vitund og vilja heldur tilkomin af tækninni.

kv.gmaria. 


Agaleysi hins íslenzka stjórnkerfis.

Lög og reglur skulu gilda í landinu, en hvað ? Eftirfylgni gildandi laga virðist eitthvað hafa tekið sveigjur og beygjur til dæmis þegar kemur að fólki sem býr út um allt í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði út um allar koppagrundir. Svo hoppar fjölmiðill á málið og fjallar um hlutina og allir hlaupa upp að borðinu og ætla að höndla málið í einni svipan með fundum á fundi ofan. Er þetta sérílenskt fyrirbæri ef til vill, hvað varðar það atriði að eftirfylgni laga sé svona og svona bara. Ég lít svo á að eftir höfðinu dansi limirnir og ef stjórnvöld hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög ganga ekki á undan með góðu fordæmi, hver á þá að gera það ?

kv.gmaria.


Mun Framsóknarflokkurinn axla ábyrgð mistaka á mistaka ofan í fiskveiðistjórninni ?

Uppbygging þorskstofnsins við Ísland hefur mistekist en markmið kvótakerfis sjávarútvegs voru upphaflega þau að byggja upp verðmesta stofninn við Ísland sem er þorskurinn. Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins Halldór Ásgrimsson var ráðherra sjávarútvegs við upptöku þessa kerfis og oft nefndur Guðfaðir kvótakerfisins. Framsóknarflokkurinn undir forystu nýs formanns virðist allt í einu hafa tekið upp á því að axla mistök sem er ný tegund af axlaböndum þar á bæ, það verður að segjast eins og er. Spurningin er ´því sú MUN flokkurinn axla ábyrgð á árangursleysi núverandi kerfi sjávarútvegs svo ekki sé minnst á allar þær þjóðhagslegu afleiðingar þessa kerfis sem kvótabrasktilstandið olli til handa íslenzkri þjóð síðar og ekki fennir enn í spor yfir ? Ötull talsmaður flokksins hér á blogginu Björn Ingi er varla í vandræðum með það að tjá sig um þau mál ef ég þekki hann rétt.

 kv.gmaria.


Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

Mér hefur nokkuð runnið til rifja sá hinn mikli skortur á úrlausnum sem fyrirfinnst gagnvart börnum sem greinst hafa með geðræna kvilla í kjölfar og eða ásamt viðvarandi vanda vegna fíknar. BUGL vinnur  einungis með vandamál af geðrænum toga nær eingöngu en meðferðarstofnanir eins og SÁÁ eru ekki í samstarfi við Barnaverndaryfirvöld þótt taki unglinga til meðferðar við fíkninni og vandamálið spanni einnig svið langvarandi tilrauna foreldra  og barnaverndaraðila til þess að finna mörk á atferli sem er viðkomandi einstaklingum til tjóns, og hamli áframhaldandi ástandi einstaklinga undir 18 ára aldri. Börn í vanda læra því að geta gengið inn í meðferð og út að vild í langan tíma sitt á hvað á vegum opinna deilda sem starfa, að starfssemi þessari hvort sem um er að ræða meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu ellegar SÁÁ, því vilji barnanna þótt kunni að vera viti sinu fjær er forsenda meðferðar . Að virða viljann er gott og gilt svo langt sem það nær en því miður allsendis ómöguleg úrlausn hvað varðar það atriði að aðstoða foreldra við það atriði að bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs, með viðeigandi mótí í öllum tilvikum og samstarfsleysi stofnanna er sinna starfi sem slíku endar sem verkefni í formi vandamála á vandamála ofan sem leyst eru með vistun barna í fangaklefum lögreglu og ferðalagi á geðdeild í nokkra klukkutíma þar sem viðkomandi barn er síðan sent í neyðarvistun á Stuðla, án frekari úrlausna aftur og aftur og aftur.

Viðkomandi aðilar allir leyfi ég mér að segja fórna höndum yfir því landslagi sem mál þessi innihalda hver svo sem um er að ræða en vandamálið hverfur ekki við það og því eru þessi orð rituð eina andvökunótt af mörgum á þessu ári sem foreldri barns í þessarri stöðu.

Foreldri eitt af mörgum sem mega þurfa að upplifa slíkt ástand mála að ég tel.

kv.gmaria. 


Ánægjulegt að sjá áróður gegn notkun nagladekkja.

Því ber að fagna sem vel er gert og áróður gegn notkun nagladekkja innanbæjar hefur verið viðhöfð nú í nokkurn tíma af hálfu borgaryfirvalda í Reykjavík. Þetta er það sem þarf og skilar sér það er ég sannfærð um. Svifryksmengun komst yfir hættumörk í dag og var það tilkynnt sem er einnig nauðsynlegt til handa okkur sem eigum við asthma að stríða. Þessi mengun er stórkostlegt heilsufarslegt vandamál sem við þurfum með öllum tiltækum ráðum að sporna gegn.

kv.gmaria. 


Gleymdist bara að byggja upp öldrunarþjónustu ?

Svo virðist sem menn hafi nær tapað áttum í markaðshyggjuþokumóðunni undanfarna áratugi og því ekki eygt það atriði að engu máli skipti að taka rekstarfé til öldrunarstofnuna úr framkvæmdasjóði þess sem þjóna átti öðru en rekstri.

5 milljarðar teknir úr framkvæmdasjóði í rekstur, hvað veldur ?

Hvílík og önnur eins naumhyggja er sorglegur vitnisburður hvoru tveggja vitundar og skilningsleysis á nauðsynlegum verkefnum hvers samfélags svo með ólíkindum er. Það mætti halda að áætlanir miðuðust við að öldrunarþjónusta væri tímabundið verkefni.

Að aldraðir sjálfir skuli þurfa að huga að framboði til þings til að breyta áherslum er ægileg skömm fyrir okkur miðaldra ríkjandi kynslóð þessa lands, hvar í flokkum sem menn standa.

 

kv.gmaria.


Biðlistar á biðlista ofan í þjónustu hins opinbera.

Með ólíkindum er að ekki skuli nokkurn tíma vera hægt að viðhafa þjónustu einkum og sér í lagi til heilbrigðis sem er án biðlista í lengri eða skemmri tíma. Ég tel að þessi biðlistamenning sé því miður orðinn hluti af viðtekinni venju sem ómögulegt virðist að vinna úr. Jafnvel þótt fólk eigi pantaðan tíma til dæmis hjá læknum klukkan þetta, þennan dag ,  og hafi kanski beðið eftir tímanum ,þá þarf samt að bíða frá hálftíma upp í næstum klukkutíma lengur oftar en ekki þegar mætt er í þennan tíma.

Ættum við landsmenn ekki að fara að bíða með að borga skattanna í réttu samræmi við bið og aftur bið eftir þjónustu ?

 

kv.gmaria.

 

 


Tilvist og tilvera byggðanna þýðir atvinnu fyrir fólkið.

Til hvers að bæta samgöngur ef engin er atvinna fyrir fólk á þeim stöðum sem mannvirki eru til staðar íbúðarhúsnæði jafnt sem iðnaðarhúsnæði af ýmsum toga ?

Nýliðun í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar sjávarútvegi og landbúnaði er því miður lítil sem engin enda fjármagnskostnaður til handa einstaklingum til aðkomu í þessum kerfum báðum ekki nema fjársterkum aðilum möguleg eins og skipulagið er í dag. Með öðrum orðum frelsi einstaklinga til athafna er skert. Þetta er vægast sagt mjög slæmt í þjóðfélagi sem vill kenna sig við frelsi almennt, að skipulagið sjálft geri það að verkum að allt að því einokun sé við lýði varðandi aðkomu einstaklinga að atvinnugreinum.

Möguleikar landsbyggðarinnar  hafa því verið vægast sagt lítilfjörlegir en stjórnvöld ómögulega getað eygt það atriði að skipulagssystem atvinnuvegakerfanna væri þar aðalsökudólgurinn.

Þess í stað hafa þau kosið að horfa framhjá vandanum með einhvers konar málamyndaorðahjali um tilfærslu starfa út á land sem engin hefur orðið að heitið geti.

Skipulag hinna aldagömlu aðalatvinnuvega þjóðarinnar þarf að færa til þess nútíma sem þjóðir heims lifa við með framleiðslu og útflutning fullunninna afurða sem finna má til lands og sjávar.

Fullunninna afurða er skapa arðsöm störf innanlands og auka verðmæti þjóðartekna sem útflutningur og stuðla að sjálfbærni Íslendinga sem þjóðar.

kv.

gmaria.

 

 


Veiðireynsla Íslendinga á Íslandsmiðum.

Kvótakerfi sjávarútvegs var upphaflega sett á fót með þeim formerkjum að til grundvallar var lögð þriggja ára veiðireynsla þáverandi útgerðaraðila og viðkomandi festar heimildir í formi þeirrar hinnar sömu veiðireynslu. Síðar var það lögleitt inn í þetta sama kerfi að heimilt var að framselja og leigja þessar heimildir millum aðila fram og til baka landið þvert og endilangt.

Þetta var útskýrt sem hagræðing í greininni, sem þó er hjákátleg  útskýring með tilliti til þess að millifærsla aflaheimilda frá einum stað til annars þýddi enga gjaldtöku til handa tilfærsluaðilanum þótt eitt stykki sjávarþorp hryndi á einni nóttu atvinnulega og verðlaus verðmæti stæðu eftir. Því til viðbótar gleymdist það einnig að þjóðhagslega myndi tilfærsla íbúa til atvinnu annars staðar einnig kosta peninga við uppbyggingu þjónustu en þjónustuuppbyggingunni í sjávarþorpinu var einnig hent á glæ með fyrirkomulagi þessu.

Ég hef kallað lögleiðingu þessa mestu mistök af hálfu meirihluta Alþingis alla síðustu öld og eftir því sem tímar líða munu menn eygja þá staðreynd að ég tel æ betur. Til þess að hægt sé að koma í veg fyrir frekari mistök þarf fyrir það fyrsta að viðurkenna þau og skoða betri aðferðir sem duga til framtíðar.

kv.gmaria.

 


Frjálslyndi flokkurinn þorir að ræða mál sem varða fólkið í landinu.

Það var engin tilviljun að Frjálslyndi flokkurinn tvöfaldaði þingmannafjölda sinn í síðustu kosningum.

Hann ræddi mál sem varðaði fólkið í landinu, og barðist fyrir tilveru byggðanna allt í kring um landið með áherslu á breytingar á kerfi sjávarútvegs.

Frjálslyndi flokkurinn þorir einnig að ræða málefni innflytjenda hér á landi og það hefur sýnt sig og sannað að þar hafa hinir flokkarnir hvort sem eru þeir er standa við stjórnvölinn eða aðrir flokkar í stjórnarandstöðu, því miður ekki staðið sig í því efni.

Frjálslyndi flokkurinn hefur einnig sett á oddinn tekjutengingaadellu þá sem gert hefur skattkerfið að skrípaleik einum í mörg herrans ár og verið þess valdandi að auka vanda þeirra sem minna mega sín fremur en að leiðrétta til jöfnunar.

Við höfum gefið út ýtarlega Málefnahandbók þar sem stefna flokksins er sýnileg og sjá má á vef flokksins en því til viðbótar erum við að ræða við fólkið í landinu og heyra hvað það hefur að segja um mál öll fyrir komandi þingkosningar.

 

kv.

gmaria. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband