Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Menn vildu ekki tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu hér á landi.......

Er það eitthvað eðlilegt að Pétur og Páll sem búa á höfuðborgarsvæðinu geti valið milli sjálfstætt starfandi geðlækna með beinu aðgengi og niðurgreiðsluþáttöku ríkisins, meðan Jóna og Margrét sem búa úti á landi hafa ekki kost á slíku ,þar sem  enginn geðllæknir starfar sjálfstætt, sökum þess að þar búa svo fáir.

Auðvitað er þetta fáránlegt system en raunin er sú að starfssemi sérfræðilækna á tá og fingri sjálfstætt á höfuðborgarsvæði, með niðurgreiðsluþáttöku ríkisins undir formerkjum " valfrelsis,  hefur aftur komið niður á kostnaði við háskólasjúkrahúsin sem og því atriði að manna þar stöður í fullu starfi.

Þarna er mismunun á ferð millum landsmanna eftir búsetu, þar sem landsbyggðin notar og nýtir grunnþjónustustig heilbrigðis, heilsugæslu sem er alla jafna eina þjónustan, en á höfuðborgarsvæðinu geta menn valið millum fjölda sérfræðinga og gengið þangað beint með niðurgreiðslu hins opinbera samkvæmt samningum við lækna.

Lyfjanotkun sem patentlausn náði nýjum hæðum fyrir hrun á veraldarvísu en hefur að ég tel breyst all nokkuð á stofnunum hins opinbera eftir hrun, en mér var kunnugt um Norðurlandamet hér eitt árið í þessum efnum en heimsmet vissi ég ekki um.

Það kemur hins vegar ekki sérlega á óvart.

 

 kv.Guðrún Maria.

 

 

 


mbl.is Á geðlyfjum árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Framsóknarflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn ?

Það er nokkuð síðan ég spáði því sem hér kemur fram í þessari könnun, þar sem það er einfaldlega svo að Framsóknarflokkurinn sem einn flokka varð fyrstur til þess að endurnýja í sinni forystusveit eftir hrunið, hefur með duglegum þingmönnum á þingi, staðið vörð um þjóðarhagsmuni svo mest sem verða má.

Framsóknarflokkurinn þorir að hlusta á þjóðina og leita lausna sem taka mið af þeim raunveruleika sem við blasir hverju sinni, til framfara fyrir land og þjóð.

Það kæmi mér ekki á óvart að flokkurinn myndi sigla upp að hlið Sjálfstæðisflokksins hvað fylgi varðar áframhaldandi.

Til hagsbóta fyrir land og þjóð.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn þjóðfélagslegi kostnaður sem lendir á Lögreglu, heilbrigðis og félagskerfinu er eitthvað sem þarf að skoða.

Hér er á ferð þörf og tímabær umræða, þar sem fyrir það fyrsta er verið að tala um að koma undirheimastarfsemi sem þjóðir heims hafa barist við í áraraðir upp á borðið, með annars konar nálgun við vandamálið, sökum þess að sú nálgun sem valin hefur verið skilar ekki nægilegum árangri.

Hinn þjóðfélagslegi kostnaður Lögreglu, heilbrigðis og félagskerfa sem fer í það, að taka á því að vandamálið sem slíkt, minnkar lítið sem ekki neitt með þeirri nálgun sem verið hefur, er eitthvað sem segir það að þörf sé að staldra við og skoða málin.

Það dugar ekki að koma með fræðslu í skóla þar sem hræðsluáróður fer fram af hálfu gamalla fíkla með reynslusögum allra handa, því miður, en stöðugur áróður er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki efni á öðruvísi.

Næstum hvern dag ársins er lögreglan upptekin við að taka einhvern undir áhrifum fíkniefna í umferðinni, á meðan brýst einhver annar ef til vill  inn og stelur.

Með öðrum orðum lögregla gerir ekki annað á meðan.

Dulinn kostnaður til félags og heilbrigðismála af endalausu framboði fíkniefna úr undirheimastarfssemi sem þrífst sökum þess að við því hinu sama hefur ekki tekist að sporna við, með þeim aðferðum sem hafa verið við lýði, er hvoru tveggja nauðsynlegt og þarft að skoða.

Aldrei skyldum við hætta að berjast gegn neyslu sem slíkri en það er hollt að skoða aðferðafræðina við það hið sama.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vitfirring í vímuefnamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama niðurstaða og Framsóknarmenn samþykktu 2012.

Það er ánægjulegt að Sjálfstæðismenn hafi samþykkt ályktun með sama orðalagi og Framsóknarmenn gerðu fyrir ári síðan, hvað varðar Evrópumálin, þess efnis að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Ekki meirihluti fyrir ESB næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góa gengur í garð.

Það er konudagurinn í dag og þar með lýkur Þorra og Góa gengur í garð.

Hér sunnanlands hafa verið ótrúleg hlýindi það sem af er vetrar og gróandinn sýnilegur um allt.

 

RIMG0010.JPG

 Gróandinn er alls staðar á uppleið eins og ef til vill má eygja á þessum myndum sem ég tók hér í Fljótshlíðinni í dag.

 

Dagurinn lengist og sannarlega styttist í vorið, en það er febrúar... 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



RIMG0004.JPGRIMG0007.JPGRIMG0009.JPGRIMG0011.JPG

 

 

 

 

 


Lýðskrumið nær nýjum hæðum.

Hreyfingin ber hausnum við steininn varðandi það að reyna að verja óbreyttar tillögur um breytingar á stjórnarskrá, sem engin sátt er um á þingi, og viti menn nú skal það notað og nýtt í pólítískum eiginhagsmunatilgangi um að fella ríkisstjórnina, kortéri fyrir kosningar................................

 

Hvað næst ?

 

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Vantrauststillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilgreina þarf gæðastig samfélagsþjónustu, heilbrigðis og menntunar, á hverjum tíma.

Einu sinni enn nefni ég það atriði sem ég hefi oft rætt um varðandi það atriði að skilgreint þjónustustig um gæði þjónustu hins opinbera á báðum stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga, hvað varðar til dæmis, heilbrigði og menntun sé till staðar.

Skattgreiðendur eiga að mínu viti að vita hvort sveitarfélagið A uppfyllir sömu þjónustu og sveitarfélagið B, hvað varðar samfélagsþjónustu alla.

Skattgreiðendur eiga einnig að geta fengið að vita hvort  að Landspítali Háskólasjúkrahús þarf að flokka starfssemi sína á lægra gæðastig faglega, eða ekki.

Það er vissulega alvarlegt til þess að vita að Læknaráð Lsh, telji að við séum komin " fram af bjargbrúninni " en hvað þýðir það hið sama, samkvæmt gæðastaðlamati því sem stofnunin hefur án efa til staðar í sínum fórum, utan þess að fólk liggi á göngum í neonljósum, sem og auknu álagi og launaóvissu vegna samninga við eina stétt heilbrigðisstarfsfólks ... - ?

Flokkun sem slík á skallanum 1-10 um gæði þjónustu hvers konar sem heitir almannnaþjónusta fyrir skattfé landsmanna ætti sannarlega að vera til staðar.

 

Forgangsröðun fjármuna hvað varðar heilbrigði og menntun í forgang er eitthvað sem íslenskir stjórnmálamenn eiga enn eftir að þurfa að takast á við því forgangsröðun sem slík er enn ekki sýnileg að nokkru marki í fjárlögum íslenska ríkisins.

Einu sinni er hins vegar allt fyrst.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is „Erum komin fram af bjargbrúninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Ekki hefði mér dottið það í hug fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að flytja úr borgarsamfélaginu austur í sveit á Suðurlandi, þar sem ég hef Jökulinn minn Eyjafjallajökul fyrir sjónum hvern dag, líkt og í gamla daga í uppvextinum undir Eyjafjöllum, en nú úr annarri átt úr Fljótshlíðinni en alltaf jafn magnaður og fallegur.

Ég elska íslensku sveitina með öllum sínum töframætti frá kyrrðinni til notalegra hljóða í dráttarvélum á ferð til verka og búsmala allt í kring.

Virðing mín fyrir bændum hefur alla tíð verið alger þar sem starf bóndans er ekki einungis við það að lifa af landinu heldur einnig ræktun og viðhald í hendur komandi kynslóða svo sem best má vera.

Frelsið sem var í því fólgið að fá að alast upp sem barn í íslenskri sveit er eitthvað sem ég tel að maður búi lengi að en jafnframt því atriði að venjast því að þurfa að leysa þau verkefni sem þurfti að leysa heima fyrir með eigin aðferðum, mixa og laga, og almennt bjarga sér með sem flesta hluti, þar sem ekki var hlaupið eftir öllu í kaupstaðinn.

Ákveðin sjálfsbjargarviðleitni er af hinu góða að ég tel.

Veturinn hefur verið sérstakur hér sunnanlands ef vetur skal kalla því hlýindi og snjóleysi virðist skipta landinu í tvö hitasvæði þetta árið.

Og enn á ný er spá um hlýindi hér sunnanlands í næstu viku, en spurningin er, verður vorið svo kalt í staðinn og þurrt sumar eins og síðasta sumar ?

Hver veit !

Kemur í ljós.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


Lýðskrumið um nýja stjórnarskrá, er ævarandi skömm fyrir sitjandi ráðamenn við stjórnvölinn.

Það var ekki stjórnarskráin sem varð þess valdandi að hér varð hrun, fjarri því.

En hvað gerðu sitjandi stjórnvöld Samfylkingar og VG, jú þau boðuðu til Stjórnlagaþings, sem kostaði fjármuni, þar sem um það bil 500 manns buðu sig fram til setu á.

Kosning sú hin sama var dæmd ógild í Hæstarétti landsins eftir kæru þar að lútandi.

Var farið að niðurstöðu Hæstaréttar af hálfu stjórnvalda og kosningin endurtekin ?

Nei aldeilis ekki sitjandi stjórnvöld Samfylkingar og VG, töldu sig ekki þurfa að fara eftir þeim hinum sama dómi, heldur skipuðu bara efstu menn úr hinni ógildu kosningu í Stjórnlagaráð, sem óhjákvæmilega setti mál þetta allt undir pólítiskan hatt sitjandi ráðamanna, þar sem gengið var gegn hagsmunum þeirra sem buðu sig fram og áttu rétt á nýjum kosningum samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Þvílík og önnur eins vinnubrögð eru vandfundin og eiga sannarlega ekki heima við endurskoðun grunnsáttmála einnar þjóðar.

Stjórnlagaráð stjórnvalda  tók síðan til starfa og skilaði tillögum til þingsins, en sitjandi ráðamenn ríkisstjórnar Samfylkingar og VG, treystu sér ekki til þess að taka tillögur þær hinar sömu til efnislegrar meðferðar á Alþingi, heldur ákváðu að setja bara málið í þjóðaratkvæði áður í svona könnun...... þar sem lýðskrumið náði nýjum hæðum.

Með öðrum orðum, tilraun gerð til þess að skýla sér bak við meintan þjóðarvilja í afskaplega lélegri þáttöku í atkvæðagreiðslu um málið, að virðist til þess að þvinga málið einhver veginn gegn um þingið sem " afrek stjórnvalda...... "  einhvern veginn.....

Gegn áliti helstu sérfræðinga landsins um lagasetningu og stjórnarfar almennt sem auðvitað skyldu ekki gagnrýna þessa pólítísku vegagerð sem sitjandi stjórnarflokkar hugðust malbika á torgi lýðskumsins fyrir sjálfa sig og virðist nú einnig verkefni þeirra sem skipaðir voru í hið ólöglega stjórnlagaráð, þ.e að slá sig til riddara í pólítík út tillögugerð í ráði þessu.

Þarna var betur heima setið en af stað farið svo mikið er víst og sá kostnaður sem varið hefur verið í þetta lýðskrum allt er skömm á tímum þar sem hver króna skyldi nýtt til samfélagslegra verkefna grunnþjónustu við landsmenn.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Stórt mál sem þarf að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi er ömurleg birtingamynd, mannlegra samskipta.

Valdbeitiing í krafti aflsmunar kynjanna hvers eðlis sem er, er ein mesta lágkúra mannlegra samskipta, þar sem kynin hafa ekki jafnstöðu hvað afl varðar.

Ofbeldi á sér hins vegar margar myndir allt frá einelti af andlegum toga til líkamlegra áverka en hinum líkamlegu áverkum fylgir eðli máls samkvæmt  einnig andleg áþján til lengri eða skemmri tíma.

Hvers konar barátta til vitundarvakningar um þetta þjóðfélagsmein um víða veröld, er af hinu góða, því aldrei skyldum við gefast upp á því að reyna að uppræta það hið sama.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

  


mbl.is Milljarður rís upp gegn ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband