Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Annar fundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum um kosti og galla ESB.

Set hér inn af xf.is.

"

 

Súpufundur 31. janúar kl. 12.00/ Kostir og gallar ESB - nánar

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum heldur sinn annan fund um ESB í félagsheimili flokksins að Skúlatúni 4, II. hæð.
Frummælendur verða:
Hjörtur Guðmundsson stjórnarmaður í Heimssýn og Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar .
 - Umræður.
Fundarstjóri:  Guðrún María Óskarsdóttir formaður Kjördæmafélags Suðvestur kjördæmis.
 
Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum  


Stjórnarkreppu sem þessari mátti forða í haust sem leið.

Hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur sáu nauðsyn þess að kalla til þjóðstjórnar í haust þegar fall bankanna varð raunin.

Þau hin sömu mistök virðast ætla að verða afdrifarík varðandi það atriði að koma hér á starfhæfri stjórn til bráðabirgða.

Framsóknarflokkurinn sem endurnýjað hefur í forystu sinni getur í raun ráðið lögum og lofum um framvindu mála að virðist, eins stórfurðulegt og það nú er.

Tíminn til þess að mynda starfhæfa stjórn er runninn út í mínum huga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flokkstjórnarfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi einstaklingsins við fiskveiðar á Íslandi, hefur verið fótum troðið.

Það er engin tilviljun að við Íslendingar skyldum þurfa að fá niðurstöðu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis að atvinnufrelsi væri hamlað í kvótakerfi fiskveiða hér við land.

Kvótakerfið er sorgarsaga frá upphafi til enda að mínu viti og með ólíkindum að við Íslendingar skulum hafa látið yfir okkur ganga eins mikið óréttlæti í einhverju einu samfélagslegu máli og þar hefur átt sér stað.

Mönnum mátti ljóst vera að það gengi ekki lengi að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru með öllum þeim óvissuþáttum sem fiskveiðar innihalda með arðssemiskröfum af ágóða úr braski sem þessu. Það atriði að fjármálastofnanir skyldu hafa tekið óveiddan fisk gilt sem veð er og verður hneyksli.

Hrikaleg þjóðhagsleg verðmætasóun hefur fylgt þessu skipulagi mála, og í dag sitja Íslendingar upp með stórskuldsettan atvinnuveg þar sem að öllum líkindum þarf að sópa svo og svo miklum upphæðum undir teppið ef halda skal áfram á sömu braut.

Endurskipulagning er forsenda framþróunar hvers konar.

kv.Guðrún María.

 

 


Valdataflið á sviði stjórnmálanna.

Hin gamla helmingaskiptaregla flokka við stjórnvölinn varðandi stöður hér og þar er tryggja skyldu völd flokka við stjórnvöl landsins, frá því smæsta upp í það stærsta mun vonandi heyra sögunni til hér á landi.

Það er ágætis tilbreyting fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera í stjórnarandstöðu um tíma svo fremi fyrrum samstarfsflokkur Framsóknarflokkurinn muni sætta sig við málefnasambræðing þann sem vinstri flokkarnir eru að bræða saman í því efni.

Ferlið virðist hins vegar taka meiri tíma en áður hafði verið talið þ.e. að mynda starfhæfa stjórn  í landinu um það bil tvo mánuði til kosninga.

Mín skoðun er sú að þar hefði vilji einn og sér til að stjórna landinu saman átt að nægja, en sú er auðvitað ekki raunin og því lengri tími sem líður getur varla annað verið en menn finni enn fleiri ásteitingarsteina, eða hvað ?

kv.Guðrún María.

 


Leikreglur um lýðræði velta á þáttöku almennings í mótun þeirra.

Áhugaleysi fólks um stjórnmál í okkar landi hvað varðar þáttöku í starfi á sviði stjórnmálanna hefur verið of mikið, of lengi, þar sem virðing fyrir störfum manna á stjórnmálasviðinu hefur um of mótast af gagnrýni á teknar ákvarðanir sem meirihlutavilji einnar þjóðar hefur  þó kosið til starfa hverju sinni.

Kosningar eftir kosningar hafa sömu flokkar verið kjörnir til valda, þrátt fyrir óánægju um hin ýmsu samfélagslegu mál og áherslur þ.e. á meðan þjóðin gekk um í markaðshyggjuþokumóðu hins íslenska efnahagsundurs sem fáir rýndu í sem skyldi.

Við sem gagnrýndum þá hina sömu markaðshyggjuþokumóðu og forsendur þess hins arna fengum lítinn hljómgrunn fyrir okkar skoðanir.

Þegar bankarnir fóru á hausinn og sparifé landsmanna flaug út um gluggann sáu allir allt í einu að þeir hinir sömu höfðu gengið um í markaðshyggjuþokumóðu,

en ekki fyrr, því miður.

 

kv.Guðrún María.

 

 


Hvað hafa Náttúrverndarsamtökin gert varðandi þorskinn á Íslandsmiðum ?

Það eru ekki einungis hvalir í sæ, og það er með ólíkindum hve máttlaus íslensk samtök hafa verið varðandi nýtingu verðmesta fiskistofnsins við Íslandsstrendur þorsksins og skipulag allt þar að útandi,  kring um sjávarútveg hér á landi sem þau hin sömu samtök hafa ekki látið sig varða sem heitið geti.

Hvað kemur formanni Náttúruverndarsamtaka við um þetta sem lesa má hér í þessari frétt ?

"

Árni telur jafnframt að hvort Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu á næstunni eða ekki séu góð samskipti Íslands við Svíþjóð, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórnina í Brussel lykilatriði. "

Það gildir sama um nýtingu hvala og þorsks á miðum kring um landið, varðandi það að við sjálf tökum ákvarðanir um slíkt í ljósi þjóðhagslegrar hagkvæmni nýtingar á hverjum tíma.

Það væri hins vegar betur ef sjávarútvegsráðherra hefði haft kjark og þor til þess að umbreyta hinu ómögulega kvótakerfi til hagsmuna fyrir þorskinn hinn verðmesta fisk sem við eigum, í samræmi við kjark til þess að taka ákvarðanir um hvalveiðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt hagsmunamál fyrir sjúklinga.

Sjaldan hefi ég lesið ánægjulegri tíðindi en að hér sé um að ræða hugmyndir að aðskilja annars vegar eftirlitshlutverk hins opinbera gagnvart notendum þjónustu og hins vegar hlutverkinu að standa skil á þjónustunni, þar sem til dæmis Landlæknisembætti hefur í raun verið beggja vegna borðs sem sami aðili.

Sama máli gildir um aðra aðila svo sem Lyfjastofnun í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbýr Eftirlitsstofnun heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt strákar, geri aðrir betur.

Svona á að nýta efniviðinn sem við fáum í fang til að skapa og það hafa þeir gert strákarnir hérna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þriggja metra snjókarl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld, snilld.

Algjör snilld.

 


Opna þarf hin lokuðu kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi og gangsetja hjól atvinnulífsins.

Fyrrum aðalatvinnugreinar þjóðarinnar sjávarútvegur og landbúnaður mun nú aftur á ný verða okkur Íslendingum til hagsældar svo fremi sem ráðamenn sjái nauðsyn þess að breyta meingölluðu fyrirkomulagi varðandi aðkomu manna að atvinnu í greinunum, einkum og sér í lagi í sjávarútvegi.

Frelsi til atvinnu er bundið í stjórnarskrá, en kvótakerfi sjávarútvegs eins og það er úr garði gert hefur hamlað þáttöku manna í atvinnugreininni í smáum stil um langtíma hér á landi og ekki skrítið að við höfum fengið á okkur niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi það hið sama atriði eftir umkvörtun sjómanna þess efnis.

Einhliða áhorf á formúlur stærðarhagkvæmni hvarvetna er nú Akkilesarhæll skipulagsins þar sem offjárfestingar og skuldasöfnun hefur verið fyrir hendi án þess að sýnilegur hagur þjóðarbúsins af slíku fyrirkomulagi sé hægt að týna fram, heldur þvert á móti gífurlegan fórnarkostnað í raun.

Uppbygging hafnarmannvirkja um allt land af almannafé til sjósóknar hér við land og nýting þeirra hinna sömu mannvirkja í dag segir sína sögu svo ekki sé minnst á allt annað er fylgir búsetu manna landið þvert og endilangt.

Breyting á kerfisfyrirkomulagi sjávarútvegs og landbúnaðar hvað varðar aðkomu manna í atvinnugreinarnar er forsenda þess að gangsetja hjól atvinnulifsins hér á landi nú.

kv.Guðrún María.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband