Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Er þetta ákvörðun ríkisstjórnar Íslands allrar ?

Hvenær tók ríkisstjórin þetta mál fyrir eða hefur hún yfir höfuð fjallað sameiginlega um það sem hér kemur fram í þessari frétt ?

Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis og fróðlegt væri að vita hver er handhafi forsætisráðherra á meðan hér á landi ?

kv.gmaria.


mbl.is Íslendingar ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið.

Um tjáningarfrelsið gildir hið sama og annað frelsi að þess þurfa að finnast mörk svo við fáum notið þess.

Með öðrum orðum Jón Jónsson , getur varla fjölfaldað sjálfan sig undir nafnleysi sem Pétur, Pál, Guðmund, Ólaf, Signýju, Gróu og Lóu, til að setja fram einhliða skoðanir á mönnum og málefnum og vegið og höggið í allar áttir undir þeim formerkjum að þekkjast ekki.

Ég held hins vegar að það sé eins með upplýsingasamfélagið hér á landi eins og ýmislegt annað að menn reyna að ganga eins  langt og þeir komast hvarvetna uns eitthvað verður til þess að þeir reka sig á.

Sjálf hefi ég álitið það að orð manna í upplýsingasamfélaginu jafngildi orðum manna á prenti og um það eigi ekkert annað að gilda einkum og sér í lagi varðandi aðdróttanir hvers konar sem menn kunna að láta frá sér fara.

Að einhver skuli hafa dregið fram fyrir dóm eitthvað slíkt er einungis til bóta fyrir tjáningarfrelsi almennt ef eitthvað er og síst af öllu atlaga gegn því.

kv.gmaria.


Skyldu þeir hafa rætt niðurstöðu Mannréttindanefndarinnnar ?

Að öllum líkindum þurfa Íslendingar nú fyrst að betrumbæta eitthvað í eigin garði, áður en þeir fara að leggja öðrum ráð við útfærslu fiskveiðistjórnunarkerfis.

Tíminn líður og enn hefur ekki heyrst orð um hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við.

kv.gmaria.

 


mbl.is Vill heyra hugmyndir um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa.

Húrra fyrir Vilhjálmi sem þarna ver réttlætissjónarmið að sjá má með hagsmuni hluthafa í farteskinu.

kv.gmaria.


mbl.is Þóknanir til stjórnarmanna SPRON lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýtur þessi frétt ekki í bága við tóbaksvarnalög ?

Má tala um tóbak ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.


mbl.is Vindlahátíð á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halelúja, loðnan var veiðanleg.

Nokkrir dagar í loðnu sunnan við landið...... ?

Mín tilfinning, ég endurtek tilfinning er sú að loðnuganga sem verður hægt að mæla nægilega til veiða komi austan við Eyjar eftir nokkra daga.

Sjáum hvort það gengur eftir.

kv.gmaria.


mbl.is„Ölum enn með okkur von"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
"
kv.gmaria.

Verksmiðjustefna sjávarútvegs og landbúnaðar hefur gengið sér til húðar.

Hvað skyldu landsmenn hafa heyrt orðið " hagræðing " oft í sambandi við sjávarútveg og landbúnað undanfarna áratugi. Ég leyfi mér að fullyrða að það er ansi oft án þess þó að dregnar hafi verið fram efnahagslegar forsendur hinnar meintu hagræðingar sem og fórnarkostnaður skipulagsins.

Bæði sjávarútvegur og landbúnaður er ofskuldsettur eftir einhliða áhorf á verksmiðjuvæðingu beggja atvinnugreina. Verksmiðjuvæðingu sem tilkomin er við nær einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eininga eingöngu, burtséð frá áhorfi á heildarmynd til lengri tima litið.

Fórnarkostnaðurinn hvað varðar kvótakerfi sjávarútvegs er mikill fyrir þjóðina alla, þar sem tilfærsla aflaheilmilda sem heimiluð var fyrirtækjum í sjávarútvegi gerði það verkum að eitt fyrirtæki gat sett eitt þorp í eyði með sölu á kvóta úr byggðarlaginu.

Landbúnaður hefur þróast í sömu átt , búvörusamningar þar sem bændum var borgað fyrir að hætta og sveitir lands með ræktuðu landi auðnin ein, með örfáum verksmiðjuframleiðsluaðilum.

Uppbyggð mannvirki í formi heilsugæslu, skóla og íbúðarhúsnæðis verðlaus á einni nóttu, atvinnuleysi og tilkostnaður við uppbyggingu slíkrar þjónustu aftur annars staðar á landinu aftur.

Einhvern timann hefði slíkt verið talið álíka því að henda peningum í eld.

kv.gmaria.

 

 

 


29 milljarða hækkun skulda heimila í landinu við fjármálastofnanir milli mánuða.

Sé það svo að slík þróun telist ásættanleg af hálfu stjórnvalda í landinu þá er það miður og ætti með réttu að kalla á greiningu slíkrar skuldaaukiningar eins og skot.

Hækkun verðlags ?

Aukin útlán ?

Hvað ?

 

kv.gmaria.


mbl.is Heimilin skulda 867 milljarða í bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar útgerðarmaðurinn íslenzki fékk að selja og leigja veiðileyfi sitt á þorsk.

Dag einn samþykkti Alþingi Íslendinga lagabreytingar við Lögin um fiskveiðistjórn sem innihéldu heimild til handa útgerðum þessa lands að selja og leigja sín á milli heimildir til veiða á þorski á Íslandsmiðum.

Frjálst framsal var það kallað.

Fyrsta grein laganna kvað á um og kveður enn að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og úthlutun heimilda til einstakra aðila myndi ekki óafturkallanlegan eignarétt.

Veðtaka fjármalafyrirtækja í kjölfar lagabreytinga um frjálst framsal var og er því enn þann dag í dag,  með öllu óskiljanleg í ljósi ákvæða fyrstu greinar laganna.

Hvaða íslenskt fjármálafyrirtæki tók upphaflega ákvörðun um að gera óveiddan fisk úr sjó að gildu veði með öllum þeim fjölmörgu áhættuþáttum þar að lútandi ?

Það hafa fjölmiðlar lítt eða ekkert fjallað um í formi alvöru rannsóknarblaðamennsku en eðli máls samkvæmt væri það afar fróðlegt að vita hver hóf þann gjörning ?

kv.gmaria.

 

 


Hagfræðin sem ekki kann að tala...., lífrænn landbúnaður og fleira.

Set hér inn pistil sem birtur var í Mogganum frá mér tæpum einum og hálfum áratug, um þjóðmál og meðal annars þá lífrænan landbúnað en í kjölfar þessara skrifa fékk ég bréf frá Bændasamtökunum þar sem prófessor Ólafur Dýrmundsson þakkaði mér fyrir þennan pistil minn og sendi mér upplýsingar um þróun mála í því efni. Loksins nú í dag sé ég þess merki að menn séu að vakna til vitundar um lífræna búskaparhætti en það hefur sannarlega tekið tíma.

"Er þjóðin í fjötrum hægri og vinstri

forræðishyggju?

Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:

ÞAÐ er afskaplega áleitin spurning, þegar ákveðin stétt manna stendur að því að skipa sjálfum sér sess utan þess ramma sem gildir um alla aðra. Ég er farin að halda að hluti hægri manna sé illa haldinn af forræðishyggju sem byggist einkum og sér í lagi á hagfræði sem ekki kann að tala. Hagfræði sem ekki kann að tala, er engin hagfræði í samfélagi manna. Núllþráhyggjan í ríkisbúskapnum nær ekki nokkurri átt. Spara aurinn en kasta krónunni. Hefði nokkrum lifandi manni dottið í hug fyrir nokkrum áratugum að loka sjúkrahúsum, þegar fólk þyrfti nauðsynlega á þjónustunni að halda. Nei, það held ég ekki, en hagfræðin sem ekki kann að tala, spyr ekki fólk, aðeins tölur. Nákvæmlega það sama virðist uppi á tengingnum hjá ráðamönnum Reykjavíkurborgar. Hækkun strætisvagnafargjalda er vart til þess fallin að auka fjölda farþega. Þó er hækkunin mest hjá þeim sem hafa ekki bílpróf ennþá og þeim sem hættir eru að keyra bíl. Vinstri forræðishyggja á ferð í strætó að þessu sinni. Ef spurt er um svör, dettur sama gamla platan á fóninn, "Allt fyrri meirihluta að kenna".

Taka þarf upp nýja búskaparhætti

Alls staðar svamla menn í sama núllpyttinum. Lausnir í landbúnaðarmálum, jú búa til sauðfjárverksmiðjur, þar sem það virðist hafa steingleymst að taka með í reikninginn að lífræn ræktun afurða sem og hófleg nýting lands, er eitt af því sem kann að bjarga jarðkringlunni. Ekki eitt orð um lífræna ræktun í fréttum að minnsta kosti í tengslum við gerð búvörusamnings. Kannski eiga saufjárforstjórar að bregða sér í hlutverk "Súpermanns" og stunda ræktun samkvæmt kenningum Rudolfs Steiner. Hugmyndafræði hans er í raun, að miklum hluta til sá búskapur sem tíðkaðist á Íslandi fram á sjötta áratuginn og elstu bændur þekkja og kunna. Fyrir tíma forræðishyggjuráðunauta, sem réðu ferð og takið eftir hvatningu um aukið framleiðslumagn, ár eftir ár. Þessir sömu postular sitja nú og segja fátt á tímum þrenginga, þegar ráðist er á bændastéttina í heild sem afætur samfélagsins og hvaðeina. Það á að ryðja elstu bændunum út svo þeir nái ekki að skila lífsstarfi sínu í hendur afkomendanna. Eftir ca. áratug þarf svo að stokka upp á nýtt, þegar verksmiðjukjöt verður ekki lengur það sem fólk vill kaupa.

Hvenær opnast augu fólks?

Sauðkindin gerir lítið annað en að viðhalda því umhverfi sem hún hrærist í, og græða landið frekar en að eyða því, en það byggist á því að takmarka fjölda á hverja spildu lands. Nákvæmlega það sama á við um hross og nautgripi. Hér sem annars staðar virðast menn því hlaupa eftir hagfræðinni mállausu úr gluggalausa stöðugleikakofanum. Hvenær í ósköounum ætla menn að opna augun fyrir því sem er að gerast í kring um okkur og taka mið af því? Hvaða landbúnaðarráðherra var það nú aftur sem hvatti bændur af stað í fiskeldi og loðdýrarækt í stórum stíl á sínum tíma? Hvað skyldi sá góði maður vera að gera í dag?

Verður hið fámenna lögreglulið landsmanna brátt upptekið við sjóróðra allt í kring um landið? Kannski verður hægt að semja við bófana um að fara í verkfall á meðan. Kannski getur slökkviliðið hlaupa í skarðið. Ekki gott að segja. Kannski sameinast ríkisstjórnarflokkarnir í einn flokk og til sögunnar kæmi Framstæði sjálfssóknarflokkurinn. Ef til vill myndu þá tínast úr hópnum þeir sem enn meta manngildið ofar auðgildi og ná því að eygja skóginn fyrir trjánum.

Virðingarfyllst,

GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,"

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband