Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Gleðilega hátíð allir fjær og nær.

Blessuð jólin eru alltaf á sínum tíma í árinu, hvar sem við erum stödd í lífinu í gleði eða í sorg.

Sjálf er ég mikið jólabarn og elska allt í kringum blessuð jólin, að lýsa hús með ljósum og skreyta og hlusta á jólalög og pakka inn gjöfum, gera konfekt og fleira og vera með þeim sem manni þykir vænt um og rækta kærleikann.

Fyrst og síðast er það kærleikurinn sem endurspeglar jólahátíðina þar sem við fögnum fæðingu frelsarans með hverju því móti sem tíðarandinn hefur fært okkur í fang.

 

Gleðilega hátíð.

RIMG0005.JPG_0002


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband