Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Skattkerfið er efnahagslegt stjórntæki, það vill gleymast í markaðshyggjuþokumóðunni.

Aflétta þarf álögum á almenning í landinu sem aldrei fyrr, oft var þörf en nú er nauðsyn.

Í því ástandi sem okkar þjóð á við að stríða nú væri ekki úr vegi að líta tæp 50 ár aftur í tímann og skoða hvað stjórnvöld þáverandi gerðu til þess að bregðast við sem þá var kallað að hafa " lifað um efni fram " . Árið 1959, ákvað að sjá má ný þáverandi ríkisstjórn að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur meðal annars.....

Þetta hefði ég ekki vitað nema vegna grúsks í gömlum skræðum frá pabba heitnum sem rak á fjörur mínar nýlega, þar sem upplýsing þáverandi stjórnvalda um aðgerðir nýrrar stjórnar í bæklingi var að finna en all ýtarleg útlistun á efnahagsástandi þess tíma virðist að hluta til eiga við um það ástand sem er til staðar hjá okkur nú.

Mönnum er hollt að skoða söguna í formi stjórnvaldsaðgerða því " án fræðslu þess liðna, sést ei hvað er nýtt ".

Skattkerfið er illa nýtt stjórntæki hér á landi.

kv.gmaria.

 

 


Gangi ykkur vel.

Þótt ég sé með öllu alltaf ósammála Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um skipan mála við fiskveiðistjórnun sem og oft ósammála honum í ýmsu öðru, þá óska ég honum velfarnaðar sem einstaklingi.

Vilji stuðningsmenn hans safna fé fyrir hann þá óska ég þeim góðs gengis.

kv.gmaria.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alsaklausir að eigin sögn, þá vitum við það....

Það er nú orðið slæmt þegar fjármálastofnanir telja sig þurfa að vísa " orðrómi " á bug með yfirlýsingum sem þessum.

Nema " orðrómur " sé stærra hugtak í fjármálaheiminum en við kunnum að gera okkur grein fyrir.

kv.gmaria.

 


mbl.is Kaupþing vísar orðrómi á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggríkisstjórnin.....!

Það verður ekki ofsögum sagt af áhrifum bloggsins. Fyrir stuttu síðan var nokkuð rætt um næturbloggskrif iðnaðarráðherra, en nú er haft eftir dómsmálaráðherra að eftir blogglestur telji hann þar rangt farið með .... í ákveðnum málum er lúta að stjórnsýslunni......

kv.gmaria.


mbl.is Enginn samblástur gegn Jóhanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matadorleikur með peninga.

Gat það verið að stjórnmálamönnum við stjórnvölinn tækist að skapa eðlilegt markaðsumhverfi hér á landi hjá þjóð sem einungis er 300 þús manns að höfðatölu, meðan ríkisumsvif eru nær 50% ?

Varla.

Lögleiðing kvótaframsals, braskumsýsla, og tilkoma hlutabréfamarkaður ásamt meintri sölu banka af hálfu ríkis til einkaaðila, án afnáms verðtryggingar i leiðinni er sjónarspil til handa almenningi.

Lífeyrsissjóðirnir sem launafólk á en hefur engin atkvæði um hvernig ávaxta fjármagn sitt með beinum hætti hafa verið gerðir þáttakendur í þessum sjónleik.

Sjónleik útrásar á yfirgengilegum ævintýraforsendum allra handa á hinum ýmsu sviðum þar sem almenningi hefur verið talin trú um að bæti hagsmuni þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.

Forsendurnar virðast álíka veðsetningu banka á óveiddum fiski úr sjó í formi kvóta, þ.e. að um alla tíð megi treysta sama veiðistofni pérsé án tillits til veiðiaðferða eða náttúrulegra affalla.

Sjávarútvegsfyrirtækin sem hoppuðu fyrst á hlutabréfamarkað voru síðan skattlaus í heilan áratug, hvað með fjármálafyrirtækin ?

Á sama tima hafa stjórnvöld í landinu gert sér far um að reka ríkið með næstum 50% umsvifum eins og markaðsfyrirtæki helst á núlli með tekjuafgangi sem auðvitað hefur þýtt eitt helsta skattaoffar sem skrá má í sögubækur ásamt hningandi þjónustu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum.

Launþegar eru þrælar á skattagaleiðunni þar sem skattaka hefst af launum sem varla duga til framfærslu einstaklinganna og dyggilega er séð til þess í skattkerfinu að þeir sem sjukir eru eða fatlaðir greiði einnig skatta ef upphæðir ´bóta skyldu ná lágmarksframfærsluviðmiðunum.

Meðan hluti þjóðarinnar ferðast um á skemmtiferðaskipum róa aðrir á árabátum líkt og fyrir rúmri öld síðan.

Svo er nú það.

kv.gmaria.

 

 

 


Eru þessi orð Davíðs ætluð ríkisstjórninni ?

Getur það verið að Geir og Ingibjörg sitji saman að velja gullglimmerhjúp á efnahagsmálin ? Þessi orð Davíðs eru umhugsunarverð.

"Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til óþurftar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og almenningi og gefa til kynna að einhvers konar töfraleið sé til út úr þessum vanda. „

Orð forsætisráðherrans fyrr um að Uppsveiflu væri lokið bera nú nokkurn vott um misræmi millum viðhorfa annars vegar hans og hins vegar Seðlabankastjóra.

kv.gmaria.


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsveifla hverra ?

Stundum finnst manni ráðamenn landsins nær sambandslausir við allan almenning og það atriði að þjóðin hafi orðið vör við uppsveiflu er ég ekki svo viss um að sé almennt raunin.

Þvert á móti hefur hið opinbera seilst sífellt lengra í vasa borgarana í formi skatta og álagna alls konar á sama tíma og ráðamenn guma sig af því að reka ríkissjóð á núlli.

Almenningi í landinu hefur verið att í fen skuldsetninga við fjármálastofnanir sem hafa orðið að gígantískum gróðabúllum í raun með verðtryggingu sem axlabönd og belti.

Opinberri þjónustu hefur hnignað sama hvaða kerfi á í hlut og tilraunir stjórnvalda til þess að þjóna núllþráhyggu í rekstri fjögur ár í senn, eru sannarlega ekki áhorf á samfélag til framtíðar.

kv.gmaria. 


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn lagði til hraðskreiðari Herjólf fyrir síðustu kosningar.

Það er ágætt að vita að kaupsýslumenn í Eyjum séu sammála okkur Frjálslyndum og því sem við settum fram fyrir síðustu kosningar um þróun samgöngumála þar á bæ.

Mjög ánægjulegt.

kv.gmaria.


mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosti einkaframtaks, ber að sjálfsögðu að vega og meta.

Ég er hlynnt því að kostir einkaframtaks séu nýttir á ákveðnum sviðum heilbrigðisþjónustu en tel að stjórnvöld þurfi í því sambandi að vinna heimavinnu í upphafi varðandi skilyrði samninga sem slíkra.

Þá á ég við gæðaþáttinn, sem hefur það í för með sér að eftirlit hins opinbera varðandi það að verktakar uppfylli í einu og öllu sams konar gæðakröfur og gilda nú verði tryggt.

Það hið sama setur því ríkari kröfur á hendur aðilum varðandi eftirlitshlutverkið og endurmat verka allra.

kv.gmaria.

 


mbl.is Rætt við einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að lækka skattaálögur í núverandi efnahagsþrengingum ?

Hinn vinnandi maður sem nýverið hefur samþykkt samninga um launahækkanir fær lítið fyrir sinn snúð í darraðardansi óstöðugleika efnahagslífs hér á landi.

Ára-tugum saman hefur hinum vinnandi manni verið talin trú um það að samþykkja litlar launahækkanir undir þeim formerkjum að viðhalda stöðugleika en á sama tíma hefur sá hinn sami meðtekið fréttir af gígantískum gróða banka og fjármálafyrirtækja í landinu sem greiða lægri skattprósentu en sá hinn sami til samfélagsins.

Þegar svo er komið að fulltrúar atvinnurekenda eiga orðið sæti í stjórnum lífeyrissjóða, með fulltrúum þeim sem stjórnir verkalýðsfélaga hafa sjálfdæmi um að skipa í , þá veltir maður óhjákæmilega fyrir sér þeim aðferðum að viðhafa láglaunapólítik undir formerkjum stöðugleika sem síðan springur eins og blaðra framan í landsmenn og enginn er.

Reyndar lagði verkalýðshreyfingin til skattalækkanir í tengslum við kjarasamninga en það var slegið út af borðinu af hálfu núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Markmið hvors flokks fyrir sig virðist vera að reka ríkissjóð á núlli meðan heimilin í landinu og launafólk tekur tollinn af því ástandi sem efnahagssveiflur upp og niður eru.

Sem er afar sérkennilegur stjórnunarstíll.

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband