Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Að jafnræði gildi millum þegnanna.

Stjórnvaldsákvarðanir hvers konar frá því smæsta upp í það stærsta eiga að innihalda það að jafnræði gildi millum þegna eins þjóðfélags á báðum stjórnsýslustigum.

Því miður hefur það ekki verið framkvæmd mála í raun hér á landi og ýmsar tækifærissinnaðar ákvarðanatökur um stórmál sem varða fjölda fólks, svo sem  úthlutunarreglur um aðgang til að veiða fisk á Íslandsmiðum, við upphaf kvótakerfisins.

Síðar þau hin miklu stjórnmálalegu mistök, sem og framsal og leiga aflaheimilda í sjávarútvegi orsakaði og bætti gráu ofan á svart í þessu aldagamla atvinnuvegakerfi íslensku þjóðarinnar.

Það mætti líkja þessum breytingum við að Landsspítali Háskólasjúkrahús hefði allt í einu horfið á brott úr höfuðborg landsins, með atvinnu allri eitthvert út á land ásamt allri starfssemi Háskóla Íslands einnig.

Tilfærsla atvinnutækifæra og meint hagræðing í formi þess skipulags í sjávarútvegi sem enn er við lýði hefur kostað offjölgun íbúa í reynd á litlum skika lands á Suðvesturhorninu og ónóg úrræði til þess að takast á við eðlileg þjónustuverkefni.s.s samgöngur.

Á sama tíma gífurlega verðmætasóun uppbyggðra fasteigna og fyrirtækjahúsnæðis um landið þvert og endilangt sem miðuðu á áframhaldandi búsetu á landinu öllu en ekki hluta þess.

Eigi að síður er sama skattbyrði á alla landsmenn hvar sem þeir búa, ef til vill án þjónustu á höfuðborgarsvæði í formi samgangna eða skorti á grunnþjónustu mennta og heilbrigðis úti á landsbyggðinni.

Það er því ótrúlegt að gömlu flokkarnir skuli enn ekki hafa eygt sýn á nauðsyn umbreytinga á kerfi sem er í reynd afar óhagkvæmt alveg sama hvernig á það er litið.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


Auðvitað á þetta ekki við um Ísland !

Getur það verið að bankar hafi " spennt bogann of hátt " í útlánastefnu á Íslandi eins og menn telja í Danaveldi ? 

Veðsettu Dönsku bankarnir óveiddan fisk úr sjó ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Spenntu bogann of hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru heimgreiðslur til foreldra " kvennagildrur " ?

Hin stórfurðulega afstaða þess efnis að heimgreiðslur með börnum séu " kvennagildrur " segir mér það eitt hve mikið vanmat er fyrir hendi gagnvart þeim stóra þætti að foreldri geti varið tíma sínum með börnum í frumbernsku.

Tími foreldra með börnum myndar tilfinningatengsl sem gerir það verkum að einstaklingurinn nær að byggja upp sterka sjálfsmynd.

Hversu góðar og faglegar stofnanir sem við getum byggt koma þær aldrei til með að fylla það stóra hlutverk foreldranna, gagnvart börnum sínum.

Jafnframt gera heimgreiðslur það að verkum að gefa fólki val, þar sem 35.000. krónur kunna að skipta máli, hvað þetta varðar sem tekjur mánaðarlega, þegar allt er tekið saman af kostnaði við skatta af uppbyggingu stofnanna, mönnun, sköttum sem launþegar, og gjöldum við vistun svo ekki sé minnst á láglaunapólítik hvað konur varðar á vinnumarkaði.´

Það er lítið mál að tryggja að börn njóti leiksskólavistar áður en að skólaganga hefst með ákveðnum viðmiðum þar að lútandi í þessu sambandi.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Spor í rétta átt fyrir sjúklinga.

Það verður ekki ofsögum sagt um mikilvægi þess að ná niður biðlistum i bráðnauðsynlega þjónustu sem þessa.

Það eitt kann að spara þjóðfélaginu fjármuni til lengri tíma litið ásamt því að auka lífsgæði og mögulega vinnuþáttöku einstaklinga, sem þurfa að kljást við sjúkdóma sem þessa.

kv.gmaria.


mbl.is Styttri bið eftir hjartaþræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Votta samúð mína, mikilhæfur maður fallin frá.

Ég votta sr.Karli og öðrum nánum aðstandendum innilega samúð mína við fráfall þess merka manns sr. Sigurbjörns Einarssonar.

Sr Sigurbjörn var einstakur maður sem virtist ætíð skynja tíðaranda þjóðarinnar og hlýja hans og kærleikur sem persónu var afar mörgum lífsnesti fram á veg.

Sálmarnir og allur hinn mikli boðskapur og næring sem sem þar var að finna, var mér sem vatn þyrstum manni, þar sem trúin var mín eina hjálp og haldreipi yfir torfærur sorgar og þjáningar um tíma.

Blessuð sé minning hans.

kv.gmaria.

 


mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám verðtryggingar þýðir ákvörðun sitjandi valdhafa í landinu.

Hvað skyldu margir hagfræðingar þurfa að tala marga hringi um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu áður en stjórnmálamenn taka af skarið og ÁKVEÐA að afnema þetta " barn síns tíma " hér á landi.

Það er engin heil brú í því að viðhalda verðtryggingu hér á landi lengur, svo fremi menn vilji að hér verði til frelsi fjármagnsmarkaðar.

Í raun er það hálf hlálegt að hugsa til þess að fjármálastofnanir sem grætt hafa á tá og fingri baktryggðar í sínum útlánum með axlaböndum og belti verðtryggingar, skuli heimta að ríkið taki lán í formi gjaldeyrisvarasjóðar.

Fjármálastofnanir sem ekki eru lengur í eigu hins opinbera.

kv.gmaria.


Í torfbænum í sveit á milli sanda....

er upphafið að orða minna anda.....

Var að grúska í myndum , gömlum og nýjum eins og stundum áður, og set hér inn aftur mynd af gamla Rauðsbakkabænum.

RIMG0012.JPG_0001

Varð nefnilega hugsað til þess í dag, við kveðjustund frænku minnar elskulegrar hve margir ættingjar eru til staðar í dag af fjórtán systkinum Steinunnar ömmu heitinnar.

Einn frændi minn Gaui frá Berjanesi kom við um daginn ásamt frúnni þegar ég skrapp í sveitina, og var afskaplega gaman að hitta þau.

R0010469.JPG

Tíminn flýgur og stundum finnst manni að maður sjálfur eldist en þeir sem eldri eru í frændgarðinum standi i stað. Eitt er víst að maður gefur sér ekki nógu mikinn tíma til þess að rækta frændgarðinn.

kv.gmaria.


1990 var þetta ekki liðið í henni Reykjavík.

Ég átti heima í Þingholtunum á sínum tíma, nánar tiltekið á Njarðargötu, og þá datt engum í hug að reyna að leggja svona því lögreglan var komin á stundinni og bílar fjarlægðir.

kv.gmaria.


mbl.is Hert eftirlit með bifreiðum á gangstéttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hefur eftirlit með fjárfestingum lífeyrissjóða ?

7% raunaukning þýðir væntanlega það atriði að sjóðirnir geta skert greiðslur til lífeyrisþega eða hvað ?

Sjóðirnir eru með lögbundna heimild til innheimtu iðgjalds af launamönnum í landinu.

Hver hefur eftirlit með fjárfestingum einstakra sjóða og ávöxtun eða tapi í því sambandi ?

 kv.gmaria.


mbl.is Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið rétt Guðni.

Því ber að fagna að stjórnmálamenn viðri skoðanir sínar á umhverfi fjármála í landinu, því þeir hinir sömu skapa þann ramma sem fjármálaumhverfið hefur við að búa í einu landi.

Allt of lítið hefur hins vegar verið um það að stjórnmálamenn hafi skoðanir á þeim hinum annars nauðsynlega grundvallarþætti efnahagsumhverfis í einu landi.

kv.gmaria.

 


mbl.is Nauðsynlegt að skipta upp íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband