Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Nýtt sumar gefur von um betri tíð með blóm í haga.

Veturinn sem nú er að líða hefur verið einn sá erfiðasti fyrir mig persónulega, hvað varðar heilsutetrið en vonin  um frekari bata sem og þökk fyrir það sem hefur þó þokast fram á veg í því efni er það sem halda skal til haga.

Þessi síðasti vetrardagur heilsaði með hitamistri hér sunnanlands en brælu og varla getum við Sunnlendingar fengið vætusamara sumar en síðast en við vitum svo sem ekkert enn...... 

Íslenska vorið er yndislegur tími með sinfóníutónleikum í formi fuglasöngs og þar sem umgjörðin í sínu græna skarti umvefur sviðið og nýfædd lömb sprikla á túnum.

Gleðilegt sumar.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


Evrópubandalagssinnar sundraðir í mörgum smáflokkum ?

Ekki virðast menn geta komið sér saman í einn flokk um það mál að ganga í Evrópusambandið hér á landi, heldur tvístrast fólk um þá hina sömu afstöðu á miðjunni til hægri og til vinstri að virðist.

Það er jú lýðræðið og ekkert um það að segja annað en veldur hver á heldur, en ég öfunda engan af því að standa í stofnun nýs stjórnmálaflokks, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María. 


mbl.is Jórunn segir skilið við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband