Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Íslenskir launþegar, kaupa upp "allan bissness " í landinu gegnum Framtakssjóðinn.

Er það ekki stórkostlegt að iðgjöld okkar launþega sem við höfum greitt í lífeyrissjóðina skuli nú notuð og nýtt til þess að kaupa upp fyrirtæki, hægri vinstri af fjármálastofnunum, fyrirtæki sem annars hefðu farið í þrot.

Greiddu launþegar atkvæði um það hvort þessar fjárfestingar væru það sem þeir hinir sömu vildu viðhafa ?

Svari þeir sem svarið hafa.

Við skulum vona að tap sjóðanna fari ekki ár eftir ár yfir 10 prósent þannig að þeir hinir sömu geti reglulega skert sjóðsgreiðslur til þeirra sem þess eiga að njóta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stór kaupandi eigna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðusamband Íslands ræðst á íslenska bændur, fáheyrð framkoma.

Það er ekki aðeins fáheyrt heldur einnig forkastanlegt að ASÍ, skuli ráðast að íslenskum sauðfjárbændum og leggja til að neytendur sniðgangi framleiðsluvörur bænda.

Ég er hrædd um að hér hafi mönnum orðið illilega á í messunni og ef til vill kominn tími til þess að skipta um menn í brúnni ellegar, leggja niður þetta yfirregnhlífabandalag sem launagreiðendur borga of dýru verði af sínum lúsarlaunum á vinnumarkaði hér á landi.

Ég hef sagt það áður og segi það enn að ekki þarf margfalt verkalýðskerfi til þess að semja um laun á vinnumarkaði og ASÍ er sama tímaskekkja nú og það var fyrr tiu árum síðan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill sniðganga Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er ekki hægt að hirða höfuðborgina ?

Það væri mjög fróðlegt að fá að vita hvers vegna svo er komið í höfuðborg landsins Reykjavík að ekki er hægt að slá grasflatir að sumri til ?

Svo virðist sem hægt sé að viðhafa leiksýningar götuleikhópa í miðbænum sem án efa eru verkefni á vegum borgarinnar og allt í lagi með það, en ekki hefur öllu fjármagni sumarsins verið varið í þau hin sömu verkefni, eða hvað ?

Hvað veldur þessu hirðuleysi um umhverfið í höfuðborg landsins ?

Var fjármagn skorið niður til þessara verkefna og þá hvað mikið ?

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að fá skýringar á þessu frá sitjandi fulltrúum við stjórn borgarinnar, en ég á erindi í höfuðborgina öðru hvoru úr nábgrannasveitarfélaginu Hafnarfirði sem stendur sig með sóma í umhirðu og garðslætti, ólíkt Reykjavík.

kv.Guðrún María.


Og hvað, ef Katla gýs ?

Það væri nú kanski í lagi að segja frá því hvað getur gerst ef Katla gýs, einkum og sér í lagi hvað varðar möguleg flóð á svæðinu af völdum goss úr Kötlu.

Ég lít svo á að það sé ekki verra að almenningur sé uppfræddur um áhættu sem slíka en vitneskja sú sem Sunnlendingar hafa um þessi mál yfirfærist ekki sjálfkrafa milli kynslóða endilega, né heldur landsmanna allra sem leggja land undir fót að sumri til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vil sjá núverandi stjórnarskrá og lokatillögur ráðsins um breytingar samtímis.

Það sem ég hefi hlýtt á um hinar ýmsu hugmyndir sem menn hafa reifað er sitja í ráði þessu um hin ýmsu mál, er eitthvað sem samkvæmt minni bestu vitneskju um stjórnarskrána eitthvað, sem á stundum, er komið langan veg frá því að vera vangavelta, varðandi innsetningu í stjórnarskrá.

Hins vegar eru atriði eins og aukið vægi almennings til þess að greiða atkvæði um mál eitthvað sem ég vona að finni farveg útfærslu í þessu efni og í raun nær það eina sem að mínu áliti þyrfti að koma til sem breyting.

Ég bíð eftir því að sjá ráð þetta ljúka sinni tillögugerð þar sem hægt er að bera saman núverandi stjórnarskrá og tillögur til breytinga, en ég fann ekki link á núverandi stjórnarskrá á vef ráðsins, kanski var það klaufaskapur hjá mér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umræður á Alþingi verði tvær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti halda að menn séu að tapa glórunni.

Hafa yfirvöld öll týnt beininu úr nefinu eða hvað ?

Er eitt óhapp í þessum flutningum ekki nóg til þess að taka ákvörðun um að lokað sé fyrir umferð uns bráðabirgðabrú er tilbúin ?

Hvorki samstillt fjarskipti aðila á vettvangi ellegar hert eftirlit hvers konar breytir nokkuð straumþunga í jökulánni og sú áhætta sem yfirvöld eru í raun að taka með þessum flutningum er mikil.

Áhætta sem mér er til efs um að menn taki annars staðar á öðrum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ferjuflutningar hefjast aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki týpiskt íslenskt dæmi um aðgerðaleysi ?

Hvers vegna í ósköpunum var það leyft að þetta annars ágæta fyrirtæki gæti haft opin haug af dekkjum áfram á svæði þessu eftir brunann 2004 ?

HVER leyfði það ?

Þarf sama vandamálið að endurtaka sig til þess að menn geri eitthvað í málum sem þessum ?

Er það kanski alveg týpískt fyrir okkur Íslendinga ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fór fram á fund í heilbrigðisnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga Íslendingar eitthvað erindi í Evrópusamruna nú og þá hvað ?

Þótt núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi sett af stað umsóknarferli að Evrópusambandinu í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að ferli þetta lúti endurskoðun í ljósi þróunnar mála innan sambandsins, varðandi vaxandi vandamál við að fást efnahagslega innan sambandsins.

Ætla stjórnvöld hér á landi að horfa framhjá því að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins nú um stundir ?

Þarf kanski undirskriftasöfnun til þess að hvetja stjórnvöld til þess að draga umsóknina til baka ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Svartsýnni spá en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður hægt að brúa bilið.

Það er nokkuð ljóst að það atriði að samningar þessir skuli nú vera í uppnámi eftir að félagsmenn felldu samninginn, eru ekki góð tíðindi fyrir aðila í ferðaþjónustu hér á landi, ef félagið tekur til við fyrri aðferðir til þess að knýja á um betri samning.

Vonandi ná menn að semja sig niður á lausnir í því efni, þannig að náist að
brúa bilið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Næstu skref óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferjuvalkostir í boði Vegagerðarinnar.

Ekki verður annað sagt en hlaupið hafi verið til og gert allt sem í valdi manna stendur til þess að draga úr röskun þess að ferðamenn komist leiðar sinnar, þar með talið að ferja menn og bíla yfir fljótið þar sem brúna tók af.

Vonandi gengur allt vel í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Byrjað að ferja bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband