Verður Markarfljót til friðs eftir færslu við útfallið ?

Sú er þetta ritar á ættir að rekja til Ögmundar í Auraseli eins og fleiri og er reyndar uppalin við frásagnir af aðferðum hans, sem hafa lifað mann fram af manni, við að hefta jökulvötnin forðum daga.

Markarfljótið hefur verið til friðs við jarðir bænda lengi en hlaupið við gosið breytti þar nokkru sem og gerð hafnar í nágrenninu við Bakkafjöru, þar sem menn fundu út að betra væri að færa útfallið austar að skilja mátti til að minnka magn þess sem fljótið færði fram af auri.

Það er vel að Ísólfur Gylfi skuli leiða menn saman til sátta varðandi úrræði þau sem duga kunna til þess að forða því að fljótið valdi tjóni á jörðum bænda undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð, fyrr en síðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kasta Markarfljótinu á milli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband