Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Um daginn og veginn.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Það er skammt stórra högga á milli hjá ráðamönnum þjóðarinnar þessa dagana, og heitt og innilega óska ég Geir Haarde góðs bata, rétt eins og Ingibjörgu Sólrúnu í hennar veikindum.
Við stöndum frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum Íslendingar, þar sem lykilorðið er samvinna út úr vandanum, samvinna er grundvallast af virðingu. Þá hina sömu samvinnu þekkja Íslendingar hins vegar illa eða ekki, þar sem hver um annan þveran, veit allt manna best og rífst við næsta mann um algjör smáatriði á kostnað annarra og stærri viðfangsefna oft og iðulega.
Tugir " sérfræðinga " hlaupa nú fram völlinn, allir með sinn eigin bolta og leikurinn verður skringilegur fyrir sjónum almennings. Eftir hrun efnahagslífsins hafa aldrei komið fleiri fram að segja okkur hvað hafi " átt " að gera. Hvar voru þeir meðan á markaðsdansleiknum stóð ?
Vandamál stjórnmálaflokka hingað til hefur verið að fá fólk til starfa í stjórnmálum, þ.e. að fólk hefði tíma aflögu til þess að taka þátt í því að móta sitt samfélag. Einungis fyrir kosningar hverju sinnii hefur verið hægt að fá fólk á fundi að mínu viti, þess á milli afar erfitt.
Meðan að slíkt áhugaleysi hefur ríkt gagnvart stjórnmálasviðinu hafa því færri einstaklingar mótað stefnumál í einu þjóðfélagi til lengri og skemmri tíma, sem er slæmt því sannarlega á hver einasti maður að taka þátt í því að móta sitt samfélag.
Hið sama áhugaleysi um nauðsynlegar umbreytingar hefur einnig ríkt gagnvart þeim kerfum sem maðurinn hefur búið til og komið hefur í ljós að reynst hafa í besta falli illa starfandi og versta falli ónýt svo sem kvótakerfi sjávarútvegs þar sem menn reyna enn að bera sól í húfum inn í bæinn.
Endalausum tíma og peningum hefur verið eytt í það að skilgreina og skilgreina alla skapaða hluti jafnt mögulega sem ómögulega sem engan veginn hefur verið notað og nýtt til betrumbóta þegar upp er staðið en stofnanavæðing undir formerkjum þess hins sama er álitamál á sama tíma og ellilífeyrisþegar lifa varla af lífeyri sínum.
Gæti haldið endalaust áfram en læt þetta nægja.
kv.Guðrún María.
Hvernig getur óveiddur fiskur verið veð í fjármálastofnunum hér á landi ?
Föstudagur, 23. janúar 2009
Ég hvet fólk til þess að kíkja á útskýringar bankanna varðandi skuldir sjávarútvegsfyrirtækja sem einn þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði fjármálaráðherra um á Alþingi.
Bankarnir eru ekki með sundurliðun á því hvað veðin standa fyrir en jafnframt er þar mismunandi mat millum banka sem er afar sérstakt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skulda bönkunum 427,5 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óska íslenzkum bændum til hamingju.
Föstudagur, 23. janúar 2009
Það er ekki á hverjum degi sem maður les fréttir sem fela í sér þróun fram á veg, en hér er um eina slíka að ræða og sannarlega vel á þessum tímum sem við lifum nú.
Bakarar eru farnir að nota íslenskt bygg, til hamingju íslenzkir bændur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bakarar nota íslenskt bygg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég skil..,_
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Það er ekki sama hvar bátnum er ruggað svo mikið er vist, og þeir sem hafa huga á að leita ástæðna ættu að rifja upp síðasta Kompásþátt um umfjöllunina sem þar var á ferð, að ég tel.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fyrst og fremst hissa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálslyndi flokkurinn skoðar málin.
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Set hér inn frétt af xf.is.
"
Talning í ESB könnun lokið - nánar
![]() |
Mynd:Magnús Þór, Kolbrún og Magnús Reynir við talningu- " kv.Guðrún María.
|
Fyrir mínum sjónum, færist fornöldin til tíða....
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
þar sem vógust fylkingar, vopnin kná að smíða....
Þetta er frampartur úr vísukorni þar sem ég man ekki lengur seinnipartinn en mönnum er velkomið að bæta við að vild.
Aðra vísu mína, man ég hins vegar sem er þessi.
Af hverju eru í sífellu, deilur manna í milli,
vantar okkur virkilega meira vit og snilli,
til þess að stjórna sjálfum oss og öllum vorum tólum,
til þess að fela landið þeim, börnum sem við ólum.
kv.Guðrún María.
Til þín Geir Haarde.
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Nú þegar þarf ríkisstjórnin að tilkynna hvenær gengið verið til kosninga, ég legg til að það verði í maí næstkomandi.
Þangað til komi allir flokkar að stjórn landsins og skipuð verði þjóðstjórn til starfa með það að markmiði að vinna saman að nauðsynlegum verkefnum við stjórnvölinn uns kjörnir fulltrúar geta endurnýjað umboð sitt til starfa ellegar nýjir fulltrúar kjörnir.
kv.Guðrún María.
Samfylkingin leikur tveimur skjöldum eins og svo oft áður.
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Hvers vegna kom þessi ályktun SF í Reykjavík ekki til sögu á haustdögum þegar bankarnir hrundu ?
Eða fyrir jól, ....?
Er það kanski gamla taktikin að dansa eftir straumnum hverju sinni ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindamenn á villigötum, því miður.
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Fyrir löngu , löngu síðan hefði íslenzku Hafrannsóknarstofnuninni mátt vera ljóst að að uppbygging verðmesta stofnsins þorsks, hér við land var EKKI á réttri leið með kvótakerfi í sjávarútvegi.
Nægir þar að týna fram tölulegar upplýsingar um veiðar síðustu fimmtíu ár.
Vísindamönnum mátti ljóst vera hver hvatinn var í kerfi kvótasetningar og síðar framsals manna í millum varðandi það atriði að kasta veiddum fiski í sjó aftur sem var undirmálsfiskur.
Engar viðvaranir var þá að finna mér best vitanlega.
Gerð veiðarfæra, tól og tæki hefur ekki lotið nokkurri sýn sem heitið geti hér á landi ásamt því atriði að ofveiði á loðnu og aukning ár eftir ár, hefur að virðist ekki lotið heildaryfirsýn sem hlekk í fæðukeðju í lífríki sjávar.
Ætíð þarf að grisja í lífkeðjunni og það atriði að reyna að friða fisk í sjó til þess að stækka stofn hefur misskilin áhrif svo sem umbreytingar í lífríkinu.
Aflaregla er ekkert lögmál, og ætti að sjálfsögðu að hafa lotið meiri endurskoðun innan stofnunarinnar en hefur gert til þessa ekki hvað síst þegar tölulega upplýsingar eru taldar til sögu í heild um veiðar og árangur uppbyggingar.
Hafrannsóknarstofnunin íslenska hefur til dæmis EKKI lagt til sérstaklega veiðar á króka, eða línu sérstaklega sem sú hin sama ætti fyrir löngu síðan að hafa gert með tilliti til verndar fiskistofna og lífríkis sjávar.
hvað veldur ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Aukinn þorskafli veikir stöðu stofnsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við kjósum ekki sömu flokka við stjórnvölinn aftur og sitja þar núna.
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Vitundarleysi núverandi ríkisstjórnarflokka þess efnis að tilkynna ekki hvernær gengið verði til kosninga í landinu fyrir síðustu jól að lágmarki, er skringilegt.
Ekki hvað síst í ljósi þess að þar sitja nú tveir stórir flokkar með mikinn þingmeirihluta.
Hver dagur sem líður án þess að tilkynnt verði hvernær þjóðin fái að endurnýja umboð lýðræðislega kjörinna fulltrúa á hennar vegum, eftir þær hörmungar sem dunið hafa yfir, magnar reiði í þjóðfélaginu.
kv.Guðrún María.