Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Vér mótmælum allir.

Var það ekki frelsishetja Íslendinga Jón Sigurðsson sem viðhafði þessi orð á Kópavogsfundinum ?

Reiði fólks gagnvart því ástandi sem dunið hefur yfir íslenskt samfélag er skiljanleg, og hefur sínar birtingarmyndir hér á landi eins og annars staðar.

Friðsamleg mótmæli kunna að skila árangri, yfirgangur og ofbeldi snýst hins vegar í öndverðu sína ætíð, nú sem endranær.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þátt ráðherra í málinu ber að þakka.

Sýslumaður hellti olíu á eld í gær, svo mikið er víst, og framganga hans með ólíkindum að mínu viti.

Dómsmálaráðherra brást við og það ber að þakka.

kv.Guðrún María.


mbl.is Endurskoðar fjárnámsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt, er efnahags og vaxtastefna verkssvið verkalýðsfélaga ?

Verkalýðshreyfing þessa lands þarf ekki að skipta sér af öðru en að semja um mannsæmandi laun fyrir fólk á vinnumarkaði, annað kemur henni ekki við, flóknara er það ekki.

Verkalýðsfélögin eru ekki stjórnmálaflokkar þótt þeir hinir sömu hafi hagað sér þannig með tilheyrandi sjóntapi á eigin markmið þess efnis að semja um mannsæmandi laun á vinnumarkaði sem aftur hefur áhrif á bætur almannatrygginga.

Stjórnir lífeyrissjóða og stjórnir verkalýðsfélaga eiga ekki að vera eitt samkrull eins og verið hefur svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Horft verði á málin heildstætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska nýkjörnum formanni Framsóknarflokks til hamingju með kjörið.

Ég óska Sigmundi Davíð til hamingju með kjör í formannsstól í Framsóknarflokknum, og vona sannarlega að hann færi sama boðskap til handa sjómönnum og bændum þessa lands, sem sá hinn sami lét frá sér fara í kvöld í Kastljósinu.

það mun tíminn leiða í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Svipmynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

President or prime minister !

Stjórnmálalegar áherslur forsetaembættis annars vegar og forsætisráðuneytis hins vegar eiga að vera þær hinar sömu, þannig að kanski má segja að þessi mistök BBC breyti litlu en hins vegar fremur klaufalegt.....

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðtalið var við Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherra í vandræðum.

Það hlaut að koma að því að Hafró risi upp á afturlappirnar gagnvart einhverju sem ráðherraákvarðanir í fiskveiðistjórn innihalda, bara að það hefði gerst oftar og við upphaf hins alómögulega kvótakerfi sjávarútvegs sem Hafró hefur þagað of mikið yfir.

Þetta segir fiskifræðingur Hafró.

"

Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur, gagnrýndi sjávarútvegsráðherra harðlega í samtali við RÚV. Hann sagði að ekki stæði steinn yfir steini í nýtingarstefnu stjórnmálamanna, hún væri gjörsamlega ómarktæk. Þeim væri ekki treystandi fyrir málaflokknum og spurning hvort ekki væri rétt að taka málaflokkinn frá stjórnmálamönnum. Að minnsta kosti verði að takmarka þeirra vald verulega "

Ólafur virðist samt gleyma gagnrýni Frjálslynda flokksins á fiskveiðistjórnina hvers vegna svo sem það nú er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Valdið er hjá ráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna stjórnvalda ?

Kemur þessi frétt frá sýslumanni ?

Ef svo er þá er það með ólíkindum og mér mjög til efs að slíkt tíðkist almennt meðal kollega hans þ.e að gefa út fréttatilkynningar um slíkt.

Jafnframt kemur þetta vægast sagt á skjön við flest sem stjórnvöld hafa látið frá sér fara eftir fjármálahrunið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hátt í 400 handtökuskipanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri og Hægri forsjárhyggja hefur ráðið ríkjum á Íslandi, of lengi.

Þegar svo er komið að kapítalisminn hefur ferðast yfir í kommúnisma í forsjárhyggju, hvað varðar frelsið og mörk þess, þar sem stjórnvöld í einu landi útbúa kerfi innanlands sem þjóna litlum hluta þegnanna, svo sem kvótakerfi sjávarútvegs, sem hvoru tveggja hægri og vinstri öfl samþykkja sem gott og gilt fyrirkomulag, þangað til allt fer á versta veg.

Þá eru góð ráð dýr og enginn veit hvar eða hvernig á að taka fæturna upp úr forsjárhyggjupyttinum, sem flestir höfðu lagt blessun sína yfir og kallað nútíma markaðssamfélag alþjóðavæðingar.

Sem íslensk lög áttu að halda rammann um, hvað varðar fjármálastarfssemi, hvað varðar þjóðarhag, hvað varðar réttláta skatttöku á almenning í landinu.

Á sama tíma og almenningur í landinu var skattpíndur þar sem skattleysismörk héldust ekki í hendur við verðlagsþróun, græddu forstjórar fjármálafyrirtækja á tá og fingri með laun ofar öllum venjulegum skilningi almennings í landinu ár eftir ár.

Almenningi var talin trú að það ríkti góðæri þótt aðeins hluti almennings gæti eygt hina sömu sýn og ráðamenn þjóðarinnar við stjórnvölinn.

Umræða um kjör innflytjenda sem þiggja áttu hvað lægst laun við innkomu á islenskan vinnumarkað sem eðli máls samkvæmt leiddi aftur af sér enn lægri laun fyrir almenning í landinu í heild, með óheftu streymi innflytjenda , var kallað " rasismi " sem ekki mátti ræða um.

Umræða um hið óheilbrigða braskkerfi sjávarútvegs var vandlega þögguð niður af fjölmiðlum í landinu milli kosninga til þings, en þá urðu fjölmiðlar jú að gera öllum sjónarmiðum jafn hátt undir höfði.

Kvótakerfi sjávarútvegs er stærsti þátturinn í því að koma Íslendingum í þá stöðu sem uppi er í dag, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, og upphaf fjármálabrasks fyrirtækja hvarvetna í efnahagslífinu .

Það þurfa stjórnmálamenn vinstri og hægri forsjárhyggjuflokkanna, að horfast í augu við í dag.

kv.Guðrún María.

 

 


Sé þetta löglegt, þá eru lögin ónýt.

Það kemur því miður æ betur í ljós yfirsýn stjórnmálamanna yfir fjármálaumhverfið var lítil ef einhver.

Hið meinta frelsi hefur nú vægast sagt snúist í helsi, þar sem hvorki viðskiptasiðferði eða samfélagsvitund virðast hafa verið meðferðis í viðskiptum hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vel gert við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfi landbúnaðar siglir í strand.

Mjólkurkvótakerfi landbúnaðar hlaut að sigla í strand , eins og kvótakerfi sjávarútvegs hefur gert því bæði þessi kerfi eru kerfi offjárfestinga á offjárfestingar ofan við tilkomu markaðsbraskaðferðafræðinnar.

Landbúnaðarkerfið þarf að opna neðan frá rétt eins og kvótakerfi sjávarútvegs og leyfa nýliðun í þessum tveimur gömlu aðalatvinnugreinum þjóðarinnar, án kvótasetningar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verð á greiðslumarki lækkar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband