Vísindamenn á villigötum, því miður.

Fyrir löngu , löngu síðan hefði íslenzku Hafrannsóknarstofnuninni mátt vera ljóst að að uppbygging verðmesta stofnsins þorsks, hér við land var EKKI á réttri leið með kvótakerfi í sjávarútvegi.

Nægir þar að týna fram tölulegar upplýsingar um veiðar síðustu fimmtíu ár.

Vísindamönnum mátti ljóst vera hver hvatinn var í kerfi kvótasetningar og síðar framsals manna í millum varðandi það atriði að kasta veiddum fiski í sjó aftur sem var undirmálsfiskur.

Engar viðvaranir var þá að finna mér best vitanlega.

Gerð veiðarfæra, tól og tæki hefur ekki lotið nokkurri sýn sem heitið geti hér á landi ásamt því atriði að ofveiði á loðnu og aukning ár eftir ár, hefur að virðist ekki lotið heildaryfirsýn sem hlekk í fæðukeðju í lífríki sjávar.

Ætíð þarf að grisja í lífkeðjunni og það atriði að reyna að friða fisk í sjó til þess að stækka stofn hefur misskilin áhrif svo sem umbreytingar í lífríkinu.

Aflaregla er ekkert lögmál, og ætti að sjálfsögðu að hafa lotið meiri endurskoðun innan stofnunarinnar en hefur gert til þessa ekki hvað síst þegar tölulega upplýsingar eru taldar til sögu í heild um veiðar og árangur uppbyggingar.

Hafrannsóknarstofnunin íslenska hefur til dæmis EKKI  lagt til sérstaklega veiðar á króka, eða línu sérstaklega sem sú hin sama ætti fyrir löngu síðan að hafa gert með tilliti til verndar fiskistofna og lífríkis sjávar.

hvað veldur ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Aukinn þorskafli veikir stöðu stofnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband