Við kjósum ekki sömu flokka við stjórnvölinn aftur og sitja þar núna.

Vitundarleysi núverandi ríkisstjórnarflokka þess efnis að tilkynna ekki hvernær gengið verði til kosninga í landinu fyrir síðustu jól að lágmarki, er skringilegt.

Ekki hvað síst í ljósi þess að þar sitja nú tveir stórir flokkar með mikinn þingmeirihluta.

Hver dagur sem líður án þess að tilkynnt verði hvernær þjóðin fái að endurnýja umboð lýðræðislega kjörinna fulltrúa á hennar vegum, eftir þær hörmungar sem dunið hafa yfir, magnar reiði í þjóðfélaginu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Þið Frjálslyndir þótt beri enga ábyrgð á því efnahagshruni
sem þjóðin er í dag, þurfið að endurskoða ykkar pólitísku ímynd,
því þótt þið standið fyrir mjög góðum málum, er eins og eitthvað
vanti upp á að þið öðlist verðskuldaðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Í dag þarf að fara fram allsherjar uppstokkun í íslenzkum
stjórnmálum. Ef þið Frjállyndir taki fullan þátt í því, yfirfarið ykkar
veikleika og styrkleika , og bætið ímynd ykkar í framhaldinu á því,
eigið þið mikla möguleika að vera gildandi mjög sem þjóðlegt borgaralegt afl á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála. - Nú er
tækifærið Guðrun fyrir ykkur Frjálslynda. Og eitt af því er að þið
konur komi mun sterkar inn, ekki síst inní þingflokkinn eftir næstu
kosningar. - ( Þingflokkurinn einungis skipaður körlum í dag sem er ekki góð ímynd) Vildi sjá m.a konu eins og þig þar á vettvangi, því
hugsjónir þínar og þjóðlegar pólitískar áherslur eins og hér birtast
oft, eiga hvergi eins vel heima og á slíkum vettvangi í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.1.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðrmundur.

Kærar þakkir fyrir þessa greiningu og áskorun .

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.1.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband