Um daginn og veginn.

Það er skammt stórra högga á milli hjá ráðamönnum þjóðarinnar þessa dagana, og heitt og innilega óska ég Geir Haarde góðs bata, rétt eins og Ingibjörgu Sólrúnu í hennar veikindum.

Við stöndum frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum Íslendingar, þar sem lykilorðið er samvinna út úr vandanum, samvinna er grundvallast af virðingu. Þá hina sömu samvinnu þekkja Íslendingar hins vegar illa eða ekki, þar sem hver um annan þveran, veit allt manna best og rífst við næsta mann um algjör smáatriði á kostnað annarra og stærri viðfangsefna oft og iðulega.

Tugir " sérfræðinga " hlaupa nú fram völlinn, allir með sinn eigin bolta og leikurinn verður skringilegur fyrir sjónum almennings. Eftir hrun efnahagslífsins hafa aldrei komið fleiri fram að segja okkur hvað hafi " átt " að gera. Hvar voru þeir meðan á markaðsdansleiknum stóð ?

Vandamál stjórnmálaflokka hingað til hefur verið að fá fólk til starfa í stjórnmálum, þ.e. að fólk hefði tíma aflögu til þess að taka þátt í því að móta sitt samfélag. Einungis fyrir kosningar hverju sinnii hefur verið hægt að fá fólk á fundi að mínu viti, þess á milli afar erfitt.

Meðan að slíkt áhugaleysi hefur ríkt gagnvart stjórnmálasviðinu hafa því færri einstaklingar mótað stefnumál í einu þjóðfélagi til lengri og skemmri tíma, sem er slæmt því sannarlega á hver einasti maður að taka þátt í því að móta sitt samfélag.

Hið sama áhugaleysi um nauðsynlegar umbreytingar hefur einnig ríkt gagnvart þeim kerfum sem maðurinn hefur búið til og komið hefur í ljós að reynst hafa í besta falli illa starfandi og versta falli ónýt svo sem kvótakerfi sjávarútvegs þar sem menn reyna enn að bera sól í húfum inn í bæinn.

Endalausum tíma og peningum hefur verið eytt í það að skilgreina og skilgreina alla skapaða hluti jafnt mögulega sem ómögulega sem engan veginn hefur verið notað og nýtt til betrumbóta þegar upp er staðið en stofnanavæðing undir formerkjum þess hins sama er álitamál á sama tíma og ellilífeyrisþegar lifa varla af lífeyri sínum.

Gæti haldið endalaust áfram en læt þetta nægja.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband