Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Fá neytendur að vita hvort þeir eru að kaupa íslenskt nautakjöt eða innflutt ?
Laugardagur, 13. ágúst 2011
Mig minnir að ég hafi einu sinni séð pakkningar þar sem nautakjöt var sérmerkt sem íslenskt kjöt, en hvað með allt þetta nautakjöt sem er flutt inn, er það merkt við vinnslu vörunnar frá upprunalandi ?
Það væri mjög fróðlegt að fá að vita hvort slikar merkingar fylgi vinnslunni í verslanir.
kv.Guðrún María.
Minna selst af íslensku nautakjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað næst ?
Laugardagur, 13. ágúst 2011
Auðvitað er það með ólíkindum ef formanni umhverfisnefndar er það ekki ljóst hvaða stefnu sá hinn sami er að framfylgja og ákveður einleik í formi þess að
" hengja bakara fyrir smið. " .
Það gat varla annað verið en upp kæmi einhver krísa millum sitjandi ríkisstjórnarflokka fyrir þingsetningu, líkt og verið hefur allt kjörtímabilið.
Hvað næst ?
kv.Guðrún María.
Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngu kominn tími til þess að Alþingi skoði lagaumhverfi, umsýslu lífeyrisfjármuna.
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Lögbundin innheimta iðgjalda af launþegum í lífeyrissjóði, gerir þá kröfu að sjóðir þessir standi vörð um þá hina sömu fjármuni.
Ég hef reyndar aldrei skilið hvers vegna fjármálastofnunum er ekki falið beint að ávaxta fjármuni þessa, í stað þess að umsýsla með fjármunina þýði starfsmannahald á vegum sjóðanna, svo ekki sé minnst á lýðræðisleysið þar sem stjórnir verkalýðsfélaga skipa i stjórnir lífeyrissjóða.
Launþegar borga og borga inn í sjóðina og ef þeir njóta einhvers úr þeim sem að öllum líkindum hefur lotið 10 prósent skerðingu vegna taps í braski, er sú hin sama greiðsla hugsanlega skert með tekjutengingu við almannatryggingar ef viðkomandi er ellilífeyrisþegi eða öryrki.
Þvilíkt fyrirkomulag flókinda er eitthvað sem ætti að vera hægt að einfalda agnar ögn, sem og að skoða forsendur skipulagsins í leiðinni.
kv.Guðrún María.
Málinu vísað til ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Annar ríkisstjórnarflokkurinn var kosinn til valda vegna andstöðu við Evrópusambandið.
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Það kemur ekkert á óvart varðandi það atriði að meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn aðild að Evrópusambandinu, það er hins vegar enn umhugsunarvert hvernig VG seldi sína sannfæringu fyrir setu í ríkisstjórn varðandi það atriði að koma aðildarumsókn gegn um þingið í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.
Það var ótrúlegt að sá hinn sami flokkur skyldi ekki hafa sett það sem skilyrði að vilji þjóðarinnar yrði kannaður áður en haldið var af stað í vegferð þessa.
Einkum og sér í lagi í ljósi þess hvað sú vegferð kostar.
kv.Guðrún María.
Vaxandi andstaða við aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur einhver annar farið til læknis fyrir mig ?
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Ég verð nú að játa það að ég skil ekki alveg hvernig annar en viðkomandi sjúklingur getur farið til læknis og fengið lyfjaávísun fyrir viðkomandi.
Ég gat ekki betur heyrt í fréttum en vegna þess að lyfið var ekki til í apóteki hafi verið hringt í viðkomandi sjúkling, sem kom af fjöllum.
Með öðrum orðum tilviljun.
Eitthvað hlýtur að þurfa að skoða betur í þessu ferli.
kv.Guðrún María.
Sveik út morfínskyld lyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðarleiðtogar þurfa að gefa fólki von.
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Skortur á pólítískri forystu á tímum niðursveiflu í efnahagslífi á veraldarvísu, er afskaplega slæmur þar sem það skiptir verulegu máli að þeir sem kosnir eru til valda gefi fólki von með því að ræða um ástandið og horfur framundan.
Það er hins vegar einkenni þessarra tíma, bæði hér á landi sem víðar að þjóðarleiðtogar virðast skríða inn í skel í stað þess að vera sýnilegir og tala kjark í landsmenn á tímum þrenginga.
Þess er virkilega þörf að ráðamenn stígi fram og ræði við almenning sem aftur kann að verða til þess að slá á ólgu sem eðlilega er undirliggjandi í aðstæðum þeim sem til staðar eru.
kv.Guðrún María.
Hvernig er staðan hér á landi ?
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Það væri mjög fróðlegt að fá álíka tölulegar upplýsingar um stöðu mála hér á landi eins og koma fram í þessari frétt frá frændum okkar Dönum þess efnis að minna en helmingur Dana sé á vinnumarkaði.
Hver er staðan hjá okkur Íslendingum ?
kv.Guðrún María.
Fáir Danir á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig á að auka atvinnusköpun í landinu ?
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Það er mjög sorglegt til þess að vita að lesa einungis um annaðhvort niðurskurð eða skattahækkanir, hvort sem um er að ræða fólk eða fyrirtæki.
Raunin er sú að hækkun skatta á fyrirtæki þýðir aukið atvinnuleysi, sem er helsta mein samfélagsins nú um stundir og gerir lítt annað en að stuðla að stöðnun frekar en hitt.
ER ekki hægt að nota skattaívilnanir sem hvata til handa þeim sem vilja koma einhverju á koppinn sem leiða kann til atvinnusköpunnar í landinu, en tímabundin skattaívilnun getur skipt máli í þessu sambandi ?
Við Íslendingar höfum verið óttalega lélegir að nota skattaívilnanir meðan aðrar þjóðir hafa notað það fyrirkomulag mun meira.
kv.Guðrún María.
Stjórnsýsla skorin um 3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarfnast lagfæringar við.
Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Obb bobb bobb, var það fyrsta sem mér datt í hug í þessu sambandi, varðandi gjaldtöku þessa í sund í Eyjum.
Ég tel að heimildir sveitarstjórnarmanna til þess að flokka aðgengi að sundstöðum, í formi gjaldtöku einungis við íbúa í Eyjum, takmörkum háðar í ljósi þess að slík túlkun á sér ekki hefð annars staðar á landinu, mér best vitanlega.
Óhjákvæmilega kemur þetta vers upp i hugann.
" Þeim vex ekki allt í augum, ungmennunum hér,
þau ætla að reisa sundhöll þar sem Heimaklettur er,
og leigja þar út sólskinið og selja hreinan sjó,
á sextíu aura pottinn, hélt hann Steinn að væri nóg. "
kv.Guðrún María.
Eyjabörn fá frítt í sund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Árás á íslenska bændur frá starfandi deildarforseta Háskóla Íslands ?
Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Greinaskrif Þórólfs Matthíassonar hef ég litið á sem þátt í pólítiskri baráttu þess efnis að koma Íslandi í Evrópusambandið einungis samkvæmt mínu pólítíska nefi fyrir slíku, því miður.
Það er hins vegar all alvarlegt ef starfandi fræðimenn í Háskólanum rétt eins og forsvarsmenn verkalýðshreyfingar í landinu, falla í þann pytt að ganga erinda sérstakra pólítískra hagsmuna ofar annarra í krafti stöðu sinnar.
Ég hvet bændur til þess að senda sérstakt erindi til Rektors Háskóla Íslands í þessu sambandi hafi það ekki nú þegar verið gert.
kv.Guðrún María.
Ungir bændur ósáttir við umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |