Árás á íslenska bændur frá starfandi deildarforseta Háskóla Íslands ?

Greinaskrif Þórólfs Matthíassonar hef ég litið á sem þátt í pólítiskri baráttu þess efnis að koma Íslandi í Evrópusambandið einungis samkvæmt mínu pólítíska nefi fyrir slíku, því miður.

Það er hins vegar all alvarlegt ef starfandi fræðimenn í Háskólanum rétt eins og forsvarsmenn verkalýðshreyfingar í landinu, falla í þann pytt að ganga erinda sérstakra pólítískra hagsmuna ofar annarra í krafti stöðu sinnar.

Ég hvet bændur til þess að senda sérstakt erindi til Rektors Háskóla Íslands í þessu sambandi hafi það ekki nú þegar verið gert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ungir bændur ósáttir við umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þórólfur Matthiasson er búinn að vera Háskóla Íslands og raunar allri fræðimennsku og íslenskri pólitík til skammar í allmörg ár. Þetta er mín einlæga skoðun.

Snorri Hansson, 10.8.2011 kl. 01:27

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála þér Snorri.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2011 kl. 01:54

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Held að ég sé að mestu sammála ykkur báðum.

Árni Gunnarsson, 10.8.2011 kl. 08:24

4 identicon

Hver eru rök Þórólfs?

Það er einkenni íslenskrar umræðuhefðar að "taka manninn en ekki boltan!"

Gunnr (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 08:26

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Thad var tíundad í Tímanum um afglop Thórólfs

http://timinn.is/uppljostrarinn/threfoeld_hagfraedivilla_ᅢᄒorolfs.aspx

"Uppljóstrarinn hefur fyrir all löngu síðan spurnir af því að í hópi harðkjarna ESB sinna hafi verið rætt um að "taka þyrfti á bændum". Kemur það að sögn heimildarmanna til af því hve samtök bænda hafa lagst fast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og lagt í mikla vinnu vegna aðildarumsóknarinnar. Heimildarmenn uppljóstrarans segja það til að mynda hafa farið mjög fyrir brjóstið á harðlínumönnunum að jafnvel formaður samninganefndar Íslands hafi borið lof á vandaða undirbúningsvinnu bænda.

Síðustu vikur virðist þessi óánægja hafa sprungið út og harðkjarni ESB-sinna virðist hafa látið málflutning bænda fara svo óskaplega í taugarnar á sér að nauðsynlegt væri að leita hefnda. Og ekki stendur á þátttökunni.

Forsvarsmenn Samtaka verslunar og þjónustu, sem gæta hagsmunastórmarkaðanna, láta allt í einu eins og þeir séu talsmenn neytenda og gera það með því að ráðast á framleiðendur þeirra vara sem hafa hækkað lang minnst í verði í kreppunni. Forseti Alþýðusambandsins lætur sig ekki muna um að ráðast að starfsöryggi eigin félagsmanna til að koma höggi á bændur og nokkrir sjálfskipaðir álitsgjafar trana sér hvað eftir annað fram þegar þeir sjá tækifæri til að snúa út úr landbúnaðarmálum. Þegar sauðfjárbændur báðu um launahækkun voru fluttar af því vel yfir 100 fréttir og iðulega gefið í skyn að bændur væru að hækka vörur sínar einhliða enda þótt þeir fái í raun engu ráðið um verð afurða sinna. Þeir þurfa einfaldlega að bíða og sjá hvað þeim býðst.

Og heimildarmenn uppljóstrarans benda á að þegar ráðist er í herferð gegn bændum hljóti allir þeir sem sjaldnast bregðast vondum málstað að láta til sín taka.
Prófessor einn nefnist Þórólfur Matthíasson. Ríkisstjórnin hefur yfirleitt getað reitt sig á Þórólf sem virðist iðulega fær um að aðlagað fræði sín að pólitíkinni.
Uppljóstrarinn var nýlega minntur á hversu óþeytandi Þórólfur var við að finna upp furðulegar kenningar til að réttlæta að Íslendingar tækju á sig allar Icesavekröfurnar hvernig svo sem samningarnir litu út. Sem fastagestur í Spegli Ríkisútvarpsins var hann auk þess óþreytandi við að útskýra að ef Íslendingar féllust ekki strax á Icesave-samninga 1, 2 og 3 myndi alþjóðasamfélagið samstundist setja af stað samsæri um að útskúfa Ísland sem yrði að nokkurs konar Norður-Kóreu.

Uppljóstrarinn þurfti ekki einu sinni heimildarmenn til að taka eftir því þegar Þórólfur var eini hagfræðingurinn sem gerði tilraun til að verja sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt hann þyrfti í því skyni að beita röksemdafærslu sem sló flest met í and-hagfræðilegum fáránleika. Jú, frumvarpið virtist að hans mati við fyrstu sýn þeim kostum búið að það myndi skerða svo afkomu sjávarútvegsfyrirtækja að þau yrðu ekki í stakk búin til að greiða há laun og það myndi draga úr verðbólgu. Að lokum treysti þó ekki einu sinni Þórólfur sér til að verja frumvörpin.

Það kom uppljóstraranum því ekki á óvart að þegar leggja á í herferð gegn bændum væri Þórólfur til þjónustu reiðubúinn. Hann hefur nú lagt sín lóð á vogarskálarnar með tveimur greinum í Fréttablaðinu sem verða að teljast töluverð afrek því að fá dæmi eru um að jafn mörgum rangfærslum hafi verið komið fyrir í jafn stuttum texta ef frá eru talin skrif nokkurra ofstopabloggara.

Eftir að Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna hafði tekið prófessorinn til bæna og bent á að nánast allt það sem kom fram í fyrri greininni væru fullkomnar rangfærslur reyndi Þórólfur að klóra í bakkann með annarri grein. En eins og oft gerist þegar menn eru staðnir að rangfærslum og reyna að spinna áfram, í stað þess að brjóta odd af oflæti sínu, vatt vitleysan upp á sig. Seinni greininni svaraði svo Sindri Sigurgeirsson formaður Landssambands sauðfjárbænda og útskýrði að Þórólfur færi með rangt mál í öllum meginatriðum en einnig mörgum aukaatriðum.
Það væri að æra óstöðugan að ætla að fara yfir allar furðukenningar Þórólfs um íslenskan landbúnað en uppljóstrarinn er húmoristi og hefur gaman af því að skemmta lesendum. Því er ekki úr vegi að líta á nokkur dæmi til gamans:

Þórólfur heldur að bændur ráði sjálfir á hvaða verði þeir selja afurðir sínar en eins og fram kemur að ofan hafa þeir, ólíkt flestum stéttum, ekkert um það að segja hvað þeir fá fyrir þá vöru sem þeir framleiða.

Þórólfur gefur í skyn að bændur hafi lengi stundað það að henda kjöti á haugana til að halda uppi verði. Formaður Bændasamtakanna útskýrði að það hefði aðeins gerst einu sinni og það hefði verið fyrir aldarfjórðungi þegar tveggja ára gömlu annars flokks kjöti var hent. Þá reyndi Þórólfur að snúa sig út úr því með því að segja að verslanir hefðu skilarétt á kjöti og gamalt kjöti úr verslunum væri sent til baka og því hent. Hann virtist telja að bændur ættu það kjöt og hentu því til þess að stórmarkaðirnir gætu ekki boðið gamalt kjöt á útsöluverði. Formaður LS upplýsti þá að skilarétturinn væri til staðar að kröfu verslunarinnar og bændur hefðu lengi lagst gegn því fyrirkomulagi. Jafnframt greindi hann frá því að það væri hagur allra að sem minnstu magni af kjöti væri skilað og sem betur fer væri hlutfallið mjög lágt, líklega undir 1%.

Hversu stóru hlutfalli af öðrum matvælum, t.d. samlokum ætli sé skilað og þeim hent af því þær seldust ekki? Á að banna verslunum að skila gömlum samlokum og þvinga þær til að selja þær á útsölu? Gosdrykkjaframleiðendur sjá t.d. um birgðahald fyrir stórverslanir. Á að banna þeim að taka aftur útrunna vöru svo hægt sé að selja gamalt kók á afslætti?Já og hversu hátt hlutfall af dagblöðum, t.d. Fréttablaðinu ætli fari ólesin á haugana? Meira en 1%?
Eftir að hafa fengið út með útúrsnúningi á röngum forsendum að bændur hlytu að græða á því að kjöti væri hent fór Þórólfur að bölsótast út í að allt það kjöt sem hann hélt að hefði áður verið hent væri nú flutt út. Taldi hann að skattgreiðendur fjármögnuðu útflutninginn með greiðslum til landbúnaðar. Prófessorinn virtist ekki skilja að ríkisgreiðslurnar væru fastur kostnaður sem hækkar ekki þótt meira sé flutt út.
Ef Þórólfur vill átta sig á hugtakinu föstum kostnaði og því hvers vegna það er hagkvæmara að fá meiri tekjur út á sama kostnað má benda honum á bókina Rekstrarhagfræði eftir Birnu Stefnisdóttur sem kennd er á fyrsta ári í Verzló. Hann getur líka prófað sig áfram með því að fara í gegnum ágætt dæmahefti í hagfræði sem nokkrir kennarar við skólann tóku saman og uppljóstrarinn lærði mikið af forðum.

Með ýmsum ályktunum og ágiskunum reyndi prófessorinn að færa rök fyrir því að landbúnaður skilaði nánast engum gjaldeyri og dró meðal annars kostnaðinn við innfluttar vélar og aðföng frá útflutningstekjunum. Þannig gleymdi hann aftur að huga að því að um væri að ræða fastan kostnað við aðra framleiðslu og gott betur, hann setti allan fasta kostnaðinn yfir á tekjurnar sem féllu til óháð fasta kostnaðinum. Semsagt tvöföld villa.
Hafandi enn ekki áttað sig á fasta kostnaðinum hélt hann því fram að fyrst ríkið væri að borga 0,4-1,2 milljarða til bænda til að framleiða 2,75 milljarða af gjaldeyri gæti það allt eins keypt 1,2 milljarða af gjaldeyri í banka í stað þess að búa þá til með útflutningi. Eins og áður segir borgar ríkið ekki fyrir útflutninginn og þótt það gerði það væri það að kaupa 1,2 milljarða í gjaldeyri í banka ekki það sama og að fá 2,75 milljarða í gjaldeyristekjur af útflutningi. Í fyrsta lagi eru 1,2 milljarðar lægri upphæð en 2,75 og í öðru lagi verður gjaldeyrir ekki til í bankanum.

Prófessorinn býr semsagt til falskan kostnað, gleymir að reikna með tekjunum umfram falska kostnaðinn og virðist telja að íslenska ríkið geti prentað gjaldeyri.Þreföld villa!

Uppljóstrarinn verður að játa að afstaða Þórólfs til Icesave fer að verða skiljanlegri miðað við þessa hagfræði.


Loks ber Þórólfur gjaldeyristekjur af útflutningi lambakjöts saman við gjaldeyristekjur af álframleiðslu og ber saman hversu mikinn gjaldeyri sauðfjárbóndi framleiðir miðað við starfsmann í álveri. Það er útaf fyrir sig ánægjulegt að Þórólfur skuli loksins hafa gert sér grein fyrir mikilvægi útflutningstekna af áli. Störf í álframleiðslu skapa mjög mikil útflutningsverðmæti. Hins vegar gleymist ýmislegt í samanburði hagspekingsins. Í fyrsta lagi gleymir hann að huga að fjárfestingarkostnaðinum við byggingu virkjunar og álvers. Meira að segja Karl Marx vissi af samspili fjármagns og vinnuafls. Það þarf að borga vexti af lánunum sem tekin voru til að reisa virkjanirnar .

Hafandi tínt til alls konar kostnað, ekki hvað síst ímyndaðan kostnað, til að draga frá útflutningstekjum af landbúnaði gleymir prófessorinn alveg að huga að kostnaðinum við álútflutninginn. Það þarf að greiða af erlendum lánum sem tekin voru til að byggja virkjanir og verksmiðjur, flytja þarf inn tæki, súrál og annað hráefni og auk þess eru verksmiðjurnar í eigu útlendinga sem flytja arð út.

Stærsta skissan er þó ef til vill sú að gleyma að huga að þeim gjaldeyrisSPARNAÐI sem landbúnaðurinn skilar. Vegna innlendrar framleiðslu sparar þjóðarbúið tugi milljarða í gjaldeyri sem ekki þarf að verja í innflutning. Hins vegar spörum við okkur ekki mikinn innflutning á áli með því að framleiða ál hér. Álpappírinn, dósirnar og bílarnir eru eftir sem áður keypt fyrir gjaldeyri. Með því er ekki lítið gert úr mikilvægi áliðnaðarins en það er ástæðulaust að nota hann til að gera lítið úr landbúnaði.
Þórólfur andæfði á sínum tíma atvinnusköpun í áliðnaði vegna þess að þau fækkuðu starfsmönnum annars staðar, t.d. í fiskverkun. Nú telur hann hins vegar réttast væri að setja fáeina bændur í álframleiðslu til að vinna upp gjaldeyrinn sem landbúnaður skapar og láta þúsundir bænda og starfsfólk í íslenskum matvælaiðnaði fara að gera eitthvað annað. Hvað annað ætti það að vera? T.d. að bætast í hóp þeirra 15.000 íslendinga sem eru atvinnulausir og þurfa að þiggja atvinnuleysisbætur. Hvað skapar það mikinn gjaldeyri?

Að öllu þessu upptöldu getur uppljóstrarinn ekki varist því að spyrja: Hvað skapar Þórólfur Matthísson mikinn gjaldeyri?"

En thar sem é á afrit af thessu thá get ég skellt thessu fram

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.8.2011 kl. 12:16

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég bidst velvirdingar á langloku thessari sem sínir fram á óhaefi thórólfs

Brynjar Þór Guðmundsson, 10.8.2011 kl. 12:17

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið allir.

Þetta er mjög fróðlegt Brynjar, og á vel heima við þessar vangaveltur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2011 kl. 23:25

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég bidst velvirdingar á langloku thessari sem sínir fram á óhaefi thórólfs

Þú átt hrós skilið fyrir að koma óhæfi Þórólfs í svona stutta langloku!! 8)

Þórólfur Matthiasson er búinn að vera Háskóla Íslands og raunar allri fræðimennsku og íslenskri pólitík til skammar í allmörg ár. Þetta er mín einlæga skoðun.

Sammála.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.8.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband