Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Kvikmyndaskólinn eða ríkisstjórnin ?
Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Það eru góð ráð dýr á ríkisstjórnarbænum, þar sem Þráinn Bertelsson er nú í þeirri einstöku aðstöðu að setja skilyrði fyrir stuðningi sinum við fjárlög.
Reyndar snúast fjárlögin að öllum líkindum um fleira en Kvikmyndaskólann en, afstaða þingmannsins er komin fram og kemur í ljós hverju fram vindur.
kv.Guðrún María.
Setur skilyrði fyrir stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar ánægjulegt að slíkar hugmyndir hafi verið slegnar út af borðinu.
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Hugmyndir um hækkanir á virðisaukaskatt hafa verið slegnar út af borðinu að virðist samkvæmt þessum fréttum ruv og það er vel.
Vonandi verður svo einnig, um frekari hugmyndir um hækkanir skatta á almenning í landinu.
kv.Guðrún María.
Ekki vsk-hækkun á matvælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fiskveiðihagsmunir á Norðurslóðum.
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Það er rétt sem kemur fram í þessari úttekt blaðamanns Guardian að fiskveiðistefna Evrópusambandsins var hrein og bein eyðingarstefna ofveiða allra handa með afleiðingum sem slíkum í Norðursjó og víðar.
Það fer því ekki vel á því að sambandið reyni að hamla því að Íslendingar skammti sér kvóta til veiða á makríl þegar sá hinn sami fiskistofn gengur inn í lögsögu Íslendinga vegna hlýnunar á hafsvæðinu.
Með raun réttu ætti sambandið að stuðla að því innan eigin vébanda að minnka veiðar á eigin yfirráðasvæði vegna minnkandi stofns.
kv.Guðrún María.
Guardian um makrílveiðar Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áfram Sigmundur Davíð, með gagnrýni á frekari skattaáþján.
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Það er ljóst að frekari skattaálögur eru eitthvað sem gengur illa eða ekki upp í ljósi þess hvaða leið hefur verið valin af sitjandi stjórnvöldum út úr kreppuástandi hér á landi. þ.e ofurskatta á fólk og fyrirtæki.
Nú þegar er svo komið að skattar skila sér ekki og þá og þegar ætti það að vera skýrt að aðrar leiðir þurfa að koma til sögu.
Formaður Framsóknarflokksins stendur vaktina og það er vel.
kv.Guðrún María.
Virðisaukaskattshækkun á mat? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland í vonanna birtu.
Mánudagur, 8. ágúst 2011
Heiður himinn og sól í heiði fær okkur til þess að eygja vonina frekar en endranær, en vonin er neisti lífsins, von um hið góða, sem við endurspeglum með ánægju og kærleik í garð hvers annars.
Kærleikurinn á sér engin takmörk, hann fer ekki í manngreinarálit ellegar hefur nokkuð með skoðanir manna á samtímanum að gera.
Við elskum hvert annað, alveg sama hvaða skoðun við höfum hverju sinni eða hvort fjármálamarkaðir falla og gengið lækkar þá er það einu sinni svo að allt fer upp og niður sitt á hvað, á lífsgöngunni.
kv.Guðrún María.
Ísland baðað sól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mat stjórnmálamanna á mati matsfyrirtækjanna.
Mánudagur, 8. ágúst 2011
Hvenær skyldu matsfyrirtækin hafa farið að stjórna stjórnmálamönnum og hvers vegna ?
Jú þegar stjórnmálin hafa ekki til að bera stefnufestu og leiðtoga sem stjórna sem leiðtogar þá fer sem fer og reikandi úrlausnir ákvarðanatöku alls konar valda óvissu, þar sem enginn veit hvert ferðinni er heitið eða hvort yfir höfuð á að fara af stað.
Núverandi forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson leyfði sér til dæmis að gagnrýna matsfyrirtækin í fjölmiðlum erlendis varðandi Icesavemálið og viti menn síðar komu gagnrýnisraddir frá leiðtogum Evrópusambandsins þegar halla fór í fjármálum einstakra ríkja en reyndar ekki fyrr.
Mikilvægi þess að stjórnvöld hvarvetna komi fram sem sterk heild sem veit hvert ferðinni er heitið er eitthvað sem kjósendur telja sig hafa kosið sem valdamenn.
kv.Guðrún María.
Matsfyrirtækin standa sig illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafa íslensk stjórnvöld einhverjar áhyggjur af verðfalli markaða ?
Mánudagur, 8. ágúst 2011
Í hádegisfréttum Ruv var rætt við formann Framsóknarflokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson, varðandi fund í efnahags og viðskiptanefnd sem er víst kominn á dagskrá á fimmtudaginn, en áður hafði beiðni hans um fund verið hafnað nokkru fyrr.
Það kom fram í máli hans að óskað væri eftir nærveru forsætisráðherra einnig á fundi þessum en ekki væri ljóst hvort af slíku yrði.
Hvers vegna heyrist ekki orð frá sitjandi ríkisstjórn hér á landi um þá heimskrísu sem er að virðist í sjónmáli til handa almenningi hér á landi gegnum fréttamiðla ?
kv.Guðrún María.
Óttast verðfall á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið rétt, hin pólítíska óvissa kostar fjármuni.
Sunnudagur, 7. ágúst 2011
Breski viðskiptaráðherrann hefur rétt fyrir sér varðandi það atriði að lækkun á mörkuðum var fyrirsjáanleg í ljósi óvissu um deilur á Bandaríkjaþingi um hækkun skuldaþaks.
Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fjármálakerfi heims eru ofþanin og hvers konar tilraunir til þess að flýja raunveruleikann í því hinu sama ástandi lenda fyrr eða síðar á stjórnmálamönnum er standa í forsvari þjóða heims.
Það vantar hugmyndir um leiðir út úr vanda þeim er við blasir í efnahagslegri dýfu á heimsvísu.
kv.Guðrún María.
Lækkunin fullkomlega fyrirsjáanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirbygging velferðarkerfa Vesturlanda og skortur á pólítískri forystu.
Laugardagur, 6. ágúst 2011
Hér er mjög góð greining á ferð á ástandi mála að mínu viti, þar sem meðal annars kemur fram að skortur á pólítískri forystu sé vandamál í Evrópu.
Jafnframt það atriði að samdráttur sá sem nú er á ferð er ekkert horfinn af sjónarsviðinu, heldur kominn til með að vera áfram og hvert eitt einasta samfélag stendur því væntanlega frammi fyrir forgangsröðun og uppstokkun í þeim kerfum sem hafa verið við lýði til þessa.
Þar mun sannarlega reyna á forystumenn í stjórnmálum varðandi það atriði að hafa þor og kjark til þess að ræða um ástand mála eins og það er í stað þess að drepa málum á dreif.
Það má að vissu leyti kallast sérstakt ef það tekst að halda saman þjóðum innan Evrópusambandsins þer sem ólíkar aðstæður millum ríkja, kunna að gera það að verkum að sameiginlegur gjaldmiðill verður seint talinn heppilegur undir þeim kringumstæðum.
kv.Guðrún María.
Tíminn vinnur gegn Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stöðugt starfsmannahald á leikskólum skiptir miklu máli um tilgang starfanna.
Laugardagur, 6. ágúst 2011
Það er löngu kominn tími á endurmat á gildi starfa í voru þjóðfélagi þar sem laun við uppeldi barna skyldu verðmetin í ljósi þess að verið er að leggja hornstein í líf hvers einstaklings til framtíðar.
Þar skiptir miklu að mögulegt sé að hafa stöðugt starfsmannahald.
Vonandi ná leikskólakennarar ásættanlegum samningum sem fyrst sem aftur skilar einu þjóðfélagi vitund um það að " lengi býr að fyrstu gerð ".
kv.Guðrún María.
Leikskólakennarar funda í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |