Annar ríkisstjórnarflokkurinn var kosinn til valda vegna andstöðu við Evrópusambandið.

Það kemur ekkert á óvart varðandi það atriði að meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn aðild að Evrópusambandinu, það er hins vegar enn umhugsunarvert hvernig VG seldi sína sannfæringu fyrir setu í ríkisstjórn varðandi það atriði að koma aðildarumsókn gegn um þingið í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

Það var ótrúlegt að sá hinn sami flokkur skyldi ekki hafa sett það sem skilyrði að vilji þjóðarinnar yrði kannaður áður en haldið var af stað í vegferð þessa.

Einkum og sér í lagi í ljósi þess hvað sú vegferð kostar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vaxandi andstaða við aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband