Hvernig er staðan hér á landi ?

Það væri mjög fróðlegt að fá álíka tölulegar upplýsingar um stöðu mála hér á landi eins og koma fram í þessari frétt frá frændum okkar Dönum þess efnis að minna en helmingur Dana sé á vinnumarkaði.

Hver er staðan hjá okkur Íslendingum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáir Danir á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Ég sá einhversstaðar um daginn hlutföllin 60/40. Þ.e. 60% vinnandi og 40% ekki í vinnu. Sel það samt ekki dýrara en ég stal því.

Reputo, 11.8.2011 kl. 07:53

2 identicon

Samkvæmt Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 318.452 einstaklingar 1. Janúar 2011 sl.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 185.800 manns á vinnumarkaði.  Af þeim voru 170.000 starfandi en 15.800 án vinnu og í atvinnuleit.  Atvinnuþátttaka mældist 83% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnulausum fækkaði um 400 frá öðrum ársfjórðungi 2010 og starfandi fjölgaði um 500. Atvinnuleysi var 10,2% á höfuðborgarsvæðinu en 5,3% utan þess.  Meðalfjöldi vinnustunda var 40 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,2 klst. hjá þeim sem voru í fullu starfi og 25 klst. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 185.800 á vinnumarkaði sem jafngildir 83% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 85,6% en kvenna 80,3%. Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru 185.700 á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka mældist 83,3%.  Atvinnuþátttaka karla var þá 86,9% og kvenna 79,5%. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuþátttaka 83,7% og 81,5% utan þess.

 

Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku könnunar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu.

 

Þegar litið er til ársmeðaltals frá upphafi vinnumarkaðsrannsókna, eru að jafnaði 90% starfandi fólks við vinnu í viðmiðunarvikum. Sveiflur eru þó nokkrar innan hvers árs vegna sumarfría eða annarra ástæðna.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að jafnaði 153.700 við vinnu í viðmiðunarvikunni, eða 94,7% af starfandi fólki. Á öðrum ársfjórðungi 2010 var hlutfallið 93,3%. Þá voru 153.200 starfandi fólks að jafnaði við vinnu í viðmiðunarvikunni.  Helstu ástæður fjarvista á öðrum ársfjórðungi 2011 eru: Í fríi 50,1%, í fæðingarorlofi 16,9%, 11,3% vegna veikinda og 7% vegna vinnuskipulags.

 

Af starfandi fólki á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 132.100 í fullu starfi, eða 77,7% og 38.000 í hlutastarfi eða 22,3%. Starfandi í fullu starfi fjölgaði um 1.200 frá öðrum ársfjórðungi 2010 og fólki í hlutastörfum fækkaði um 600 manns.  Karlar í fullu starfi voru 87,4% á öðrum ársfjórðungi 2011 og konur 67,4%.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 var meðalfjöldi vinnustunda 40 klukkustundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,3 hjá körlum og 35,2 hjá konum.  Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 44,2 klukkustundir, 47,1 hjá körlum og 40,1 hjá konum.  Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í hlutastarfi voru 25 klukkustundir, 24,6 hjá körlum og 25,1 hjá konum.

 

Niðurstaða:

 

Af 318.452 íbúum Íslands eru um 170.000 einstaklingar starfandi á Íslandi skv. Hagstofu Íslands, þ.e. rétt rúmlega helmingur íbúa landsins. 

 

Þegar nánar er að gætt má segja að aðeins tæplega helmingur íbúa landsins, eða um 153.700 einstaklingar, hafi verið starfandi á Íslandi skv. Hagstofu Íslands. 

 

Ef að við tökum eingöngu þá sem voru í fullu starfi eru enn færri við störf á Íslandi þar sem að eingöngu 132.100 einstaklingar voru starfandi á Íslandi í fullu starfi af 318.452 íbúum landsins.  Slagar ekki einu sinni upp í helming af íbúum hins íslenska lýðveldis.

 

Kv.

 

Atlinn

atlinn (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þessar upplýsingar eru mjög fróðlegar, takk fyrir þetta.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband