Löngu kominn tími til þess að Alþingi skoði lagaumhverfi, umsýslu lífeyrisfjármuna.

Lögbundin innheimta iðgjalda af launþegum í lífeyrissjóði, gerir þá kröfu að sjóðir þessir standi vörð um þá hina sömu fjármuni.

Ég hef reyndar aldrei skilið hvers vegna fjármálastofnunum er ekki falið beint að ávaxta fjármuni þessa, í stað þess að umsýsla með fjármunina þýði starfsmannahald á vegum sjóðanna, svo ekki sé minnst á lýðræðisleysið þar sem stjórnir verkalýðsfélaga skipa i stjórnir lífeyrissjóða.

Launþegar borga og borga inn í sjóðina og ef þeir njóta einhvers úr þeim sem að öllum líkindum hefur lotið 10 prósent skerðingu vegna taps í braski, er sú hin sama greiðsla hugsanlega skert með tekjutengingu við almannatryggingar ef viðkomandi er ellilífeyrisþegi eða öryrki.

Þvilíkt fyrirkomulag flókinda er eitthvað sem ætti að vera hægt að einfalda agnar ögn, sem og að skoða forsendur skipulagsins í leiðinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Málinu vísað til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það vantar reyndar inn í umræðuna, málefni Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Ef að þeim sjóði er stjórnað á þann hátt að hann tapi inneignum sínum, þá bitnar það á skattgreiðendum öllum, hvort sem þeir fá lífeyri úr sjóðnum eða ekki.  Því ekki skerðist lífeyrir úr þeim sjóði, þó allt fari á hliðina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.8.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband