Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Kæmi það á óvart ef verðtrygging væri " reiknuð vitlaust " ?
Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Mitt svar er Nei, það kæmi ekki á óvart, hins vegar yrði það vægast sagt áfellisdómur til handa flestum þeim er fást við lögskýringar á grundvelli fjármálagerninga í landinu sem og þeim er stjórna landinu.
Raunin er nefnilega sú að túlkun laga af hálfu framkvæmdavaldsins við lagasetningu frá Alþingi er atriði sem oft og iðulega þarfnast skoðunar við en afar mismunandi er hvort slík túlkun er borin undir dómstóla hverju sinni, ellegar kemur til skoðunnar Umboðsmanns Alþingis í því sambandi.
Frumtúklun lagasetningar festist því í sessi sem alheilög uns dómar gegn sliku hafa fallið ellegar niðurstaða Umboðsmanns Alþingis kemur við sögu.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli.
kv.Guðrún María.
Umboðsmaður kannar útreikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinn gullni meðalvegur er vandrataður.
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Of mikill niðurskurður hins opinbera getur vissulega leitt af sér stöðnun í efnahagslífi og tilraunir til þess að hækka skatta á sama tíma í topp eru ekki gott meðal í hagkerfi, þar sem aukið atvinnuleysi skilar ekki sköttum.
Því miður hefur ákveðinnar tilhneigingar gætt í nútíma stjórnmálum að mikilvægi þess að reka ríkissjóð á núlli milli ára, sé ofar því að almenningur geti með góðu móti greitt skatta og gjöld hins opinbera.
Ein kynslóð á ekki að þurfa þess að taka á sig alfarið, tap hins opinbera af niðursveiflu, heldur er það verkefni stjórnmálamanna að dreifa álagi af slíku sem mest milli kynslóða með skynsamlegri fjármálastjórn og langtímahugsun.
Eigi að síður er hinn gullni meðalvegur vandrataður í þessu efni, nú sem fyrr.
kv.Guðrún María.
Varar við of miklum niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafnfirðingar, burt með þennan ófögnuð.
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Maður skammast sín að vera Hafnfirðingur þegar myndir sem þessar eru birtar, svo mikið er víst, en vonandi verða þessar myndir til þess að þetta svæði verði hreinsað.
Það er á ábyrgð okkar allra að hugsa um umhverfi okkar og mitt nánasta umhverfi hér í bæ er tiltölulega hreint miðað við þessi ósköp, alla vega þær gönguleiðir sem ég geng, þakka fyrir það.
Sjái bæjarfélagið sér ekki fært um að ráðast í þetta verkefni, þá er að virkja öflug félagsamtök í voru bæjarfélagi til þess arna.
kv.Guðrún María.
Yfirgengilegur sóðaskapur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin þarf að horfast i augu við mistök.
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Rétt eins og fyrri daginn er hoppað í hinar gömlu pólítisku skotgrafir, persónugeringa, þegar verja þarf hamaganginn við að sækja um aðild að Evrópusambandinu, af hálfu þessarar ríkisstjórnar.
Hin miklu mistök þess efnis að spyrja ekki um vilja þjóðarinnar varðandi þessa vegferð, áður en haldið var af stað, verður skráð í sögubækurnar.
kv.Guðrún María.
Sakar Bjarna um að kaupa sér formannsstól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forgangsverkefni sitjandi stjórnvalda er að semja við Lögreglumenn.
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Ef eitthvað er til skammar þá er það vissulega það atriði að stéttir svo sem lögreglumenn sem eru án verkfallsréttar séu látnir sitja á hakanum í samningsgerð á vinnumarkaði.
Ég skora á núverandi aðila er sitja við stjórnvölinn að ganga hið fyrsta til samninga við lögreglumenn og þótt öllum öðrum samningafundum á borði Ríkissáttasemjara væri vikið til hliðar á meðan, þá er það hið sama í raun afar eðlilegt.
kv.Guðrún María.
Samningslausir í 255 daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitt mikilvægasta réttlætismál síðari tíma.
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Það gleymdist að allt of stór hópur í íslensku samfélagi varð á eyðieyju þegar lagt var niður kerfi Verkamannaíbúða, þar sem þeir hinir sömu gátu tekjustöðu sinnar vegna ekki fest kaup á húsnæði jafnvel fyrir lifstíð í sömu tekjustöðu fullra launa á vinnumarkaði.
Á sama tíma var tekið upp kerfi vaxtabóta til handa þeim sem gátu keypt húsnæði en húsaleigubætur með öðrum forsendum til handa leigjendum.
Þrátt fyrir húsaleigubætur til handa leigjendum á almennum markaði gerðu þær hinar sömu ekki nóg til þess að ákveðnir hópar tekjulágra gætu verið jafnstaddir þeim sem gátu keypt og notið vaxtabóta, með tilheyrandi álagi á félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélaga.
Það átti ekki að þurfa til að koma hrun i einu samfélagi til þess að menn áttuðu sig á þessu misræmi í skipulagi mála.
Hugmyndir um húsnæðisbætur hins vegar, er að jafna aðstöðu manna í þessu efni, er eitthvað sem sannarlega ber að fagna og vonandi finna menn færa lausn.
kv.Guðrún María.
Tekur undir beiðni sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Formaður Framsóknarflokksins fer á kostum í Hólaræðu.
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Það er orðið nokkuð langt síðan að stjórnmálaleiðtogi hefur hafið sig svo vítt yfir sviðið eins og Sigmundur Davíð gerir í þessari ræðu sinni.
Það er hins vegar sannarlega fagnaðarefni og til eftirbreytni.
Raunin er sú að hann dregur fram þær spurningar sem spyrja þarf í íslenskum stjórnmálum varðandi grunngildi eins samfélags og mikilvægi þess að standa vörð um leikreglur þær sem menn eru sammála um að skuli gilda til framtíðar.
Umræða hans um tíðarandann er afskaplega góð greining á einu samfélagi líðandi stundar og holl lesning.
kv.Guðrún María.
Vegið að leikreglum réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfsagt gott innlegg í kosningabaráttuna vestan hafs.
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
Hvort tveir hagfræðiprófessorar koma til með að breyta einhverju með setu í stjórn bankaráðs Seðlabanka Bandaríkjanna um efnahagsástand til framtíðar skal ósagt látið.
Hins vegar má velta því fyrir sér hvort vandræðaganginn á Bandaríkjaþingi til þess að hækka skuldaþakið, megi rekja til þess að kosningar eru framundan.
Í framhaldi af slíkum vangaveltum kemur upp í huga ábyrgð kjörinna fulltrúa hverju sinni um þróun mála og hvort valdabarátta millum fylkinga kunni að kosta skildinginn þegar upp er staðið.
kv.Guðrún María.
Hagfræðiprófessorar á leið í bankaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ábyrgð stjórna er ábyrgð, þar gildir það sama um alla.
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
Svo vill til að andvaraleysi stjórnarmanna jafngildir ábyrgð á þeirri hinni sömu athafnasemi, hvers eðlis sem er og því ótrúlegt að sjá þessi ummæli höfð eftir forstjóra núverandi Fjármálaeftirlits landsins að hann hafi verið óvirkur stjórnarmaður.
Óvirkur stjórnarmaður er nefnilega ekki til.
Það er ekki " öll vitleysan eins heldur, aðeins mismunandi "....
kv.Guðrún María.
Munur á gerendum og áhorfendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forgangsröðun fjármuna í grunnþjónustuþætti er löngu tímabær.
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
Nú um stundir er tími til þess að forgangsraða fjármunum í þá þætti sem teljast grunnþjónusta s.s. leikskóla og grunnskóla og efla kjarna þeirrar hinnar sömu þjónustu til framtíðar.
Því miður hefur það verið Akkilesarhæll löngum að virða þau störf sem leggja grunn að framtíðinni til handa ungu kynslóðinni gegnum skólana, hvort sem um er að ræða faglærða eða ófaglærða í þeim hinum sömu störfum.
Frumbernskan er eigi að síður, tími þar sem meðal annars fer fram mótun vitundar einstaklingsins um siðgæði, og leikskólinn gegnir þar miklu hlutverki eins og foreldrar barna á þessu æviskeiði.
kv.Guðrún Maria.
Leiðrétting en ekki frekja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |