Fá neytendur að vita hvort þeir eru að kaupa íslenskt nautakjöt eða innflutt ?

Mig minnir að ég hafi einu sinni séð pakkningar þar sem nautakjöt var sérmerkt sem íslenskt kjöt, en hvað með allt þetta nautakjöt sem er flutt inn, er það merkt við vinnslu vörunnar frá upprunalandi ?

Það væri mjög fróðlegt að fá að vita hvort slikar merkingar fylgi vinnslunni í verslanir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Minna selst af íslensku nautakjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

 Verslanir sem  selja erlent nautakjöt hafa ávallt merkt það sem sllikt, og yfirleitt selt það frosið.

Guðmundur Júlíusson, 13.8.2011 kl. 02:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já nautalundir en hvað með hakk ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2011 kl. 02:33

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hakkefni er ekki flutt inn til landsins, það eru aðeins fluttir inn eðalvöðvar svo sem lundir og fille!

Guðmundur Júlíusson, 13.8.2011 kl. 02:48

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað með allt hvíta kjötið sem er flutt inn? Ekki er að sjá að það sé neitt merkt sérstaklega í verslunum.

Svo held ég að það sé meira en bara lundir og fille sem er flutt inn af rauða kjötinu.

Þá er sjaldnast merkt í verslunum hvort um innlenda eða erlenda vöru er að ræða þegar kemur að grænmeti.

Það er lágmark að verslanir merki hvaðan matvælin koma sem þær selja. Ekki kæri ég mig um að éta kjöt sem er búið að fylla af hormóna og sýklalyfjum!

Gunnar Heiðarsson, 13.8.2011 kl. 04:02

5 Smámynd: Sigurður Baldursson

Það hefur verið flutt inn töluvert magn af hakkefni, en ég veit ekki hvort það er í gangi núna.

Sigurður Baldursson, 13.8.2011 kl. 13:19

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin herramenn.

Mín tilfinning varðandi þetta magn sem um er ræða að þetta sé selt sem hakk eins og Sigurður bendir á að hafi verið.

Sökum þess þá ætti að merkja vöruna upprunalandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband