Vil sjá núverandi stjórnarskrá og lokatillögur ráðsins um breytingar samtímis.

Það sem ég hefi hlýtt á um hinar ýmsu hugmyndir sem menn hafa reifað er sitja í ráði þessu um hin ýmsu mál, er eitthvað sem samkvæmt minni bestu vitneskju um stjórnarskrána eitthvað, sem á stundum, er komið langan veg frá því að vera vangavelta, varðandi innsetningu í stjórnarskrá.

Hins vegar eru atriði eins og aukið vægi almennings til þess að greiða atkvæði um mál eitthvað sem ég vona að finni farveg útfærslu í þessu efni og í raun nær það eina sem að mínu áliti þyrfti að koma til sem breyting.

Ég bíð eftir því að sjá ráð þetta ljúka sinni tillögugerð þar sem hægt er að bera saman núverandi stjórnarskrá og tillögur til breytinga, en ég fann ekki link á núverandi stjórnarskrá á vef ráðsins, kanski var það klaufaskapur hjá mér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umræður á Alþingi verði tvær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband