Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Mun hin sögulega samtenging Kötlu við Eyjafjallajökul standast ?
Mánudagur, 11. júlí 2011
Það er greinilega mikið að gerast á sunnlenska eldvirknisvæðinu um þessar mundir og enginn veit hvort því er lokið eða ekki, hins vegar hefur ekki liðið langt milli goss í Eyjafjallajökli og Kötlugoss hér á árum áður.
Jafnframt er kominn tími á Heklu sem einnig hefur verið að minna á sig eitthvað nú fyrir stuttu.
Mín tilfinning er sú að þessu sé því miður ekki lokið en hvernig hvar og hvenær veit ég ekki, en ef til vill er sú tilfinning einungis tikomin vegna þess hve lítill tími hefur liðið milli atburða undanfarið ár, skal ekki um segja, en vildi óska að svo væri.
kv.Guðrún María.
Minnka hættusvæðið á jöklinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umgengni sem þessi er til háborinnar skammar fyrir okkur Íslendinga.
Mánudagur, 11. júlí 2011
Mín skoðun er sú að við eigum ekkert að sætta okkur við það að umgengni sem þessi sé eitthvað lögmál eftir útihátiðir sem fullorðið fólk sækir.
Þarf ekki að fara að skipuleggja aðgöngumiða með plássi á stæði, þar sem miði viðkomandi segir til um hver gengur hvernig um ?
Ekki gott að segja !
kv.Guðrún María.
Ekki góð umgengni á hátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers konar hamfarir geta valdið neyðarástandi, eðli máls samkvæmt.
Mánudagur, 11. júlí 2011
Ég leyfi mér nú að treysta Vegagerðinni til þess að finna bestu mögulegar lausnir varðandi það atriði koma á vegasambandi að nýju yfir Múlakvísl.
Ég verð að játa það að mér finnst þessi yfirlýsing samtaka ferðaþjónustu svolítið sérkennileg sökum þess að menn vita að alltaf skapast neyðarástand þegar hamfarir verða og á það ekki einungis við um ferðaþjónustu heldur samfélagið allt.
Ekki er ég alveg viss um að það breyti miklu með afbókanir ef farið verður að ferja menn yfir ána, skaðinn er skeður og menn vita af honum, en vonandi kemst á vegasamband sem fyrst öllum hlutaðeigandi til handa.
kv.Guðrún María.
Neyðarástand í ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framfaraskref.
Sunnudagur, 10. júlí 2011
Loksins, loksins, er fyrsta vindrafstöð landsins orðin að veruleika, en væntanlega munu fleiri koma í kjölfarið.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni sem er framfaraskref að mínu viti og löngu tímabært.
kv.Guðrún María.
Býr til verðmæti úr vindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Náttúruöflin eru óblíð þetta kjörtímabil.
Sunnudagur, 10. júlí 2011
Það mæðir á stjórnvöldum þegar hamfarir koma til sögu og setja þarf verkefni i forgang eins og brúargerð yfir Múlakvísl núna.
Náttúruöflin hafa verið óblíð þetta kjörtimabil, það sem af er og mál að linni en maður veit ekki neitt í þeim efnum, frekar en fyrri daginn.
Vonandi gengur þeim Vegagerðarmönnum vel að koma bráðabirgðabrú fyrir yfir fljótið, en hamfarahlaup á þessu svæði eyra engum mannvirkjum, sama hvernig þau eru úr garði gerð.
kv.Guðrún María.
Viðgerð nýtur algjörs forgangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kerfi mannsins og virkni þeirra hér á landi.
Laugardagur, 9. júlí 2011
Við höfum kvótakerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, fjármálakerfi og almannatryggingakerfi, ásamt verkalýðshreyfingu sem á að þjóna okkur, en hvert og eitt einasta kerfi er annmörkum háð og það atriði að sníða af annmarka þessa gegnum árin er eitthvað sem manninum hefur tekist misvel að framkvæma.
Fjármálakerfi þar sem verðtrygging útlána fjármálastofnanna er fyrir hendi en ekki verðtrygging kaupgjalds er ávísun á rússneska rúllettu óumbreytanleika í íslensku hagkerfi, þar sem hagsmunir launþega eru fyrir borð bornir með skipulaginu.
Almannatryggingakerfið er enn þann dag í dag nær ófetanlegur frumskógur reglugerða sem settar hafa verið af ráðherrum á ýmsum tímum en alþingismenn ekki gefið sér tíma til þess að grisja þar hinn samvaxna frumskóg.
Sem eitt lítið dæmi, hvað mig sjálfa varðar, er ekki hægt að skipta slysadagpeningum í hlutföll meðan hægt er að skipta sjúkradagpeningum, varðandi starfshlutfall viðkomandi aðila er lendir í því að slasa sig, þannig að vinnuveitandi fær 100% greiðslur almannatrygginga þótt launþegi sé í 75% starfi, en 25% atvinnulaus með skráningu hjá Vinnumálastofnun á slysadegi.
Það er því áleitin spurning til hvers viðkomandi var skráður með hlutaatvinnuleysi, þar sem tryggingar eru engar.
Því miður á núverandi kvótakerfi sjávarútvegs og heilbrigðiskerfið nokkuð sammerkt, einkum og sér í lagi varðandi það atriði að fáum útvöldum hefur verið fært á silfurfati tækifæri til atvinnu, handhöfum kvóta framsal og leiguheimildir en sérfræðingum í einkastofulækningum heimild til þess að viðhafa beint aðgengi sjúklinga með niðurgreiðslu hins opinbera.
Á sama tíma vantar einyrkja störf í sjávarútvegi sem þeir komast ekki að vegna þess að þeir sem hafa heimildir til veiða þykjast "eiga" þær hinar sömu heimildir, en einnig vantar heimilislækna að störfum í grunnþjónustu við heilbrigði, vegna skipulagsins þess hins sama, þar sem niðurgreiðsla til sérfræðiaðgengis "kostar" svo mikið að ekki er hægt að breyta um áherslur.
Þingmenn hafa því hopað um hæl varðandi umbreytingar vegna hagsmunaðilanna sem hafa auðvitað haft fjármagnið sín megin.
Hvers konar endurskoðun hefur hingað til afmarkast við of þrönga þætti viðkomandi kerfisfyrirkomulaga í stað þess að taka heildaryfirsyn með í reikninginn.
Ég leyfi mér hins vegar að binda vonir við þá ungu kynslóð sem erfa mun landið sem horft hefur á mistök fyrri kynslóða og tel að þar muni koma til nauðsynlegar breytingar.
kv.Guðrún María.
Næstum þjóðhátíð ?
Laugardagur, 9. júlí 2011
Það er greinilegt að margir hafa ákveðið að leggja leið sína í Rangárþing þessa helgi, en nafnið á hátíðinni spillir ekki fyrir.
Vonandi gengur allt vel í þessu sambandi hvort sem um er að ræða hátíðahöld eða umferð á vegum.
Sú er þetta ritar reynir hins vegar að komast hjá því að lenda í þjóðvegahátíð sem þessari þegar ferð er á dagskrá og þá austar í Rangárþingið, þar sem fátt er leiðinlegra en að lenda í bílaröð á þjóðvegunum.
kv.Guðrún María.
6000 mættir á Bestu útihátíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var heyrúllan að mótmæla einhverju ?
Laugardagur, 9. júlí 2011
Guði sé lof fyrir það að blessaðar kýrnar sluppu heilu og höldnu, eftir þetta ferðalag heyrúllunnar.
Einhvern tímann hefði atvik sem þetta verið talið tákna eitthvað í sveitum lands, og spurning hvort það atriði að heyið fari gegnum fjósvegginn í flórinn, kunni að vera mótmæli við landbúnaðarstefnuna og of þung tæki og tól í landbúnaði sem geta orðið þess valdandi að heilu heyrúllurnar fari af stað úr brekkum.
Ekki gott að segja en ef til vill voru skilaboðin þau að fyrst skyldi bóndinn nýta það hey sem hann átti áður en hann heyjaði meira.
Hver veit !
kv.Guðrún Maria.
Heyrúlla braut sér leið inn í fjós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Notkun einkabílsins og almenningssamgöngur.
Föstudagur, 8. júlí 2011
Ég spyr mig sjálfa að því þessa dagana hvað veldur því að hér á Íslandi eru ekki lestarsamgöngur til dæmis milli Keflavíkur og Reykjavíkur ?
Getur það verið að þessi mál hafi verið skoðuð ofan í kjölinn í ljósi orkunotkunnar og áherslu á einkabílinn og notkun hans ?
Niðurgreiðsla hins opinbera til almenningssamgangna svo sem strætó og rútuferða, er verulega léleg framkvæmd mála enn sem komið er sökum þess að þau hin sömu atriði þurfa að vera hvati fyrir almenning fjárhagslega til þess að nýta almenningsamgöngur, sem ekki er raunin enn þann dag í dag.
Hækkandi eldsneytisverð í heiminum leiðir til þess að aðeins þeir efnameiri munu hafa möguleika á því að nota ökutæki sem og samgöngumannvirkin vegina.
Nú þegar er mikill samdráttur í umferð á vegunum, og er ekki tími kominn til að skoða samgöngumálin með nýjum gleraugum ?
kv.Guðrún María.
Allir hafa hækkað eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað geta Íslendingar keppt við norsk laun og munu gera það.
Föstudagur, 8. júlí 2011
Það þýðir nú lítið að setja sig í vælugírinn á erlendum vettvangi, hvað þetta varðar, auðvitað munum við Íslendingar keppa við norsk laun í heilbrigðisgeiranum áfram, annað er ekki í boði.
Hins vegar þarfnast heilbrigðiskerfið hér á landi uppskurðar við hvað skipulag varðar í heildina tekið og hefur þarfnast þess í fjölmörg ár, þar sem fjármagni er varið í að efla grunnþætti og bráðasjúkrahús, þar sem samhæfing og skilvirkni skili sér í þessa þætti, sem aftur skilar möguleikum til þess að launa störf sem skyldi.
Allir landsmenn eiga að hafa heimilislækni og fyrsta viðkoma sjúklings skal og skyldi ætíð þar, utan bráðatilvika, hvar sem er á landinu.
Flókið er það ekki en flókið hefur það verið að koma slíku skipulagi á koppinn hér á landi, meðan aðrar þjóðir hafa getað iðkað slíkt skipulag.
kv.Guðrún María.
Ekki taka læknana okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |