Og hvað, ef Katla gýs ?

Það væri nú kanski í lagi að segja frá því hvað getur gerst ef Katla gýs, einkum og sér í lagi hvað varðar möguleg flóð á svæðinu af völdum goss úr Kötlu.

Ég lít svo á að það sé ekki verra að almenningur sé uppfræddur um áhættu sem slíka en vitneskja sú sem Sunnlendingar hafa um þessi mál yfirfærist ekki sjálfkrafa milli kynslóða endilega, né heldur landsmanna allra sem leggja land undir fót að sumri til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ég veit ekki betur en að allir sem búa á skilgreindu hættusvæði nálægt Kötlu séu fullkomlega meðvitaðir um hvað ber að gera þegar kemur að gosi.  Það eru reglulega haldnar æfingar á svæðinu.

Óskar, 16.7.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gmaría er að tala um ferðamenn og aðra sem koma á svæðið, en ekki heimamenn tel ég vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 02:01

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt Cesil að ég á við alla sem fara um þetta svæði.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2011 kl. 02:25

4 Smámynd: Óskar

Eins og ég segi, það yrðu væntanlega nokkrar klukkustundir í fyrirvara- Kötlugos byrja venjulega með miklum jarðskjálftum mörgum klukkustundum áður en gosið verður og því mun alltaf verða nægur tími til að koma bæði íbúum í nágrenninu og ferðamönnum í burtu.

Óskar, 16.7.2011 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband