Hvers vegna er ekki hægt að hirða höfuðborgina ?

Það væri mjög fróðlegt að fá að vita hvers vegna svo er komið í höfuðborg landsins Reykjavík að ekki er hægt að slá grasflatir að sumri til ?

Svo virðist sem hægt sé að viðhafa leiksýningar götuleikhópa í miðbænum sem án efa eru verkefni á vegum borgarinnar og allt í lagi með það, en ekki hefur öllu fjármagni sumarsins verið varið í þau hin sömu verkefni, eða hvað ?

Hvað veldur þessu hirðuleysi um umhverfið í höfuðborg landsins ?

Var fjármagn skorið niður til þessara verkefna og þá hvað mikið ?

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að fá skýringar á þessu frá sitjandi fulltrúum við stjórn borgarinnar, en ég á erindi í höfuðborgina öðru hvoru úr nábgrannasveitarfélaginu Hafnarfirði sem stendur sig með sóma í umhirðu og garðslætti, ólíkt Reykjavík.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það verður fjör með haustinu þegar grösin falla. Þá þarf ekki nema að einhver hendi sígarettustubb út um gluggann og umferðareyjan stendur í björtu báli. Þá má ekki gleyma þeim sem hafa gaman af að kveikja elda, umferðareyjarnar munu eflaust freista þeirra.

Varla getur verið að borgarfulltrúar séu svo grunnhyggnir að þeir telji sparnað í því að slökkviliðið verði á sífelldum þönum, frekar en að láta unglingana slá þessi svæði.

Óþægindin sem þessi óþrif hafa á þá sem eru viðkvæmir fyrir frjókornum eru auðvitað mikil, en það er erfitt að reikna slíkt til peninga.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að óþrifnaður sem af óslegnum umferðareyjum er mikill. Grasið safnar að sér svifryki og öðrum óþverra sem fer svo af stað þegar vind hreyfir.

Gunnar Heiðarsson, 16.7.2011 kl. 03:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Þetta er ótrúlega lélegt núna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband