Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Mikið verður nú fróðlegt að sjá hvernig þetta lítur út ?

Mín tilfinning er sú að hér verði um að ræða einhverja moðsuðu skipulagstilfærslana sem þó breyti litlu um kerfisfyrirkomulagið sjálft.

Kjarkleysi stjórnmálamanna til þess að taka ákvarðanir um að auka veiðar úr, til dæmis þorksstofninum hefur verið algert um tíma, þótt sú hin sama ákvörðun hefði undir þeim formerkjum efnahagsaðstæðna væri afskaplega eðlileg í raun, burtséð frá því hvaða kerfisfyrirkomulag er fyrir hendi.

Aflamarkskerfi eru sóunarkerfi þar sem útgerðir hafa hvata að því að hirða einungis verðmesta aflann.

Lögleiðing framsals hér á landi á sínum tíma gekk í raun gegn ákvæðum fyrstu greinar sömu laga um fiskveiðistjórn þar sem kveðið er á um það að heimild til veiða myndi aldrei eignarrétt viðkomandi útgerðaraðila yfir veiðiheimildum.

Framsal og leiga heimilda varð eigi að síður til þess að heimildir voru metnar til veðsetningar í bönkum, í framkvæmdinni, gegn ákvæðum fyrstu greinarinnar í raun.

Það þarf ekki einu sinni að spyrja um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort almenningur á Íslandi vilji hafa fiskimiðin í almannaeign, það ættu þingmenn að vita nú þegar eftir öll þessi ár, og þarf ekki um að ræða einu sinni.

Framsal þarf að nema út úr lögum þessum ef fyrsta greinin á að standa óbreytt, flóknara er það ekki og einhver viðbót í stjórnarskrá gerir lítið í því að breyta lögum aftur í tímann.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta frumvarp sitjandi stjórnvalda lítur út.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvörp ekki afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um samningsfrelsið ?

Mér er ómögulegt að skilja það hvers vegna sú viðtekna venja skal ríkja að félögum opinberra starfsmanna sé haldið brott frá samningagerð meðan samið er á almennum vinnumarkaði.

Í mínum huga er það ekkert lögmál að svo þurfi að vera og allt í lagi að breyta um áherslur í þeirri aðferðafræði, en það er okkar launþega að fara fram á slíkt í félögum okkar, munum það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðildarfélög BSRB hefja kjaraviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður fellur í fúkyrðaflórinn.

Það er skammarlegt til þess að vita að þingmaður geti ekki hamið sig til orðs, líkt og birtist hér hjá viðkomandi og sannarlega lítt til þess fallið að auka virðingu þingsins.

Ein lágkúrulegasta tegund umræðu er uppnefna viðkomandi með niðrandi hætti, en slík umræða er yfirleitt einungis til staðar hjá börnum í frumbernsku sem eiga eftir að taka út þroska.

Slíkt er ekki sæmandi mönnum sem sitja sem fulltrúar á Alþingi Íslendinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þráinn fer hörðum orðum um Þorgerði Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með þáttöku lífeyrissjóðanna eða hvað ?

Það er vissulega með ólíkindum að hinn meinti markaður sem í raun er enginn markaður hér á landi hafi verið blásinn í þær hæðir sem þarna var á ferð og mátti svo sem hverjum vera sýnilegt, hvernig þetta tilstand var spilað fram af allra handanna toga og aðstoð fjárfesta svo sem lífeyrissjóða landsmanna sem voru jú hluti af ævintýramennskunni að virðist.

Það klingdu hins vegar engar bjöllur hjá þeim sem töldust eftirlitsaðilar með þeim hinum sama fjármálamarkaði hér landi, því miður og andvaraleysi stjórnmálamanna var algert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stórfelld sýndarviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni enn á að henda nokkrum þúsundköllum í hinn íslenska launamann.

Kaupmáttur launa hér á landi er fyrir löngu síðan farin veg allrar veraldar við skattahækkanir núverandi stjórnvalda.

Afleiðingar hruns í íslensku fjármálakerfi eru enn viðfangsefni almennings, þar sem engin tilraun til leiðréttingar hefur farið fram af hálfu stjórnvalda sem heitið geti í efnahagslegu samhengi í heild, og nú skal nú bera á borð launahækkanir sem engu breyta í raun fyrir hinn almenna launamann af hálfu verkalýðshreyfingar í landinu.

Detti mönnum í hug að þetta gangi upp þá er það fjarri sanni, og aðgerða er þörf svo sem afnáms lánskjaravísitölu við verðlag hið fyrsta í stað þess að halda áfram á rúlluskautum verðtryggingar sem hentar vel í hinum pólitíska blekkingarleik.

Vonandi láta íslenskir launþegar ekki henda í sig blautum hanska einu sinni enn hér á landi, það hefur verið gert allt of lengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Laun hækka um 4,25% í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk, það kemur ekki til greina að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði....

Iðgjöld í lífeyrissjóði hafa hækkað of mikið á undanförnum árum.

Lífeyrissjóðir og starfssemi þeirra er enn sem komið er ekki með lýðræðislegri aðkomu þeirra sem leggja fé inn til þeirra, þ.e launþega í landinu ásamt því að vinnuveitendum hefur verið hleypt inn í stjórnir þeirra.

Lífeyrissjóðirnir hafa tapað of miklum peningum í áhættufjárfestingum og þótt ég sé ein þeirra enn sem komið er sem þurft hafa að taka skerðingum um 10 % á réttindum vegna taps sjóðanna, þá hefi ég greitt í sjóði þessa í 36 ár, og iðgjald mitt nú er kr.7010, sem er um tæpur helmingur af skattastaðgreiðslu launaupphæðar, það er nóg.

Frekari hækkunum á iðgjöldum nú um stundir, vísa ég út í hafsauga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Iðgjöld til lífeyrissjóða hækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir stórkostlega handboltaleiki, til hamingju FH.

Það hefur verið frábært að fá að sjá hve sterk lið keppa í íslenskum handbolta og Akureyringar eru með stórkostlegt lið sem gat svo sem allt eins orðið ofar í þessarri rimmu en FH náði að sigra og ég óska þeim hinum sömu innilega til hamingju og er stolt yfir meisturum FH hér í Hafnarfirði, en segi takk Akureyringar fyrir frábæra keppni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Atli Hilmars: FH-ingar vel að titlinum komnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur Þráinn úr Vinstri Grænum í Samfylkinguna ?

Helsta baráttumál Þráins Bertelssonar fyrrum pistlahöfundar í Fréttablaðinu, sem þingmanns virðist vera að koma Íslandi í Evrópusambandið og málflutningur hans nú gegn Jóni Bjarnasyni ber vott um það að sjá má.

Ef til vill hefði Þráinn heldur átt að ganga í Samfylkinguna og hver veit kanski yfirgefur hann VG ! ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Styður ekki Jón sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðunandi að breyta lögum um Landsdóm meðan hann starfar.

Röksemdafærslan um það að ekki megi rjúfa málsmeðferð vegna þess að kjörtímabil dómara renni út meðan dómur starfar, fellur eiginlega um sjálft sig.

Með sama móti má nefnilega segja að það skuli EKKI breyta lögum um Landsdóm, meðan hann starfar.

Jafnframt má spyrja um það hvers vegna sitjandi stjórnvöld hafi ekki endurkjörið fulltrúa flokka í landsdóm í ljósi þess að vitneskja var jú fyrir hendi um það að kjörtímabil rynni út á þessum tímapunkti.

Getur það verið að stjórnarflokkarnir vilji koma sér hjá því að endurskipa Landsdóm eftir að ákveðið var að draga einn mann fyrir dóminn en enga aðra ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja breyta lögum um landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn stendur vörð um hagsmuni þjóðarinnar.

Það er fagnaðarefni fyrir okkur Framsóknarmenn að sjá fylgisaukningu, en raunin er sú að flokkurinn á öfluga talsmenn skynsamra tillagna á Alþingi Íslendinga sem talað hafa máli þjóðarinnar og borið fram tillögur að lausnum sem betur væri að núverandi ríkisstjórnarflokkar hefðu tekið mið af í upphafi kjörtímabils.

Þær hinar sömu lausnir eru nú meðal annars það sem brottflúnir VG, þingmenn hafa rætt um sem leið út úr hinum efnahagslega hruni í einu samfélagi.

Það skiptir máli að tala skýrt í stjórnmálum og veit að forystumenn flokksins munu áfram halda á lofti hagsmunum þjóðarinnar í hvarvetna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framsókn bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband