Með þáttöku lífeyrissjóðanna eða hvað ?

Það er vissulega með ólíkindum að hinn meinti markaður sem í raun er enginn markaður hér á landi hafi verið blásinn í þær hæðir sem þarna var á ferð og mátti svo sem hverjum vera sýnilegt, hvernig þetta tilstand var spilað fram af allra handanna toga og aðstoð fjárfesta svo sem lífeyrissjóða landsmanna sem voru jú hluti af ævintýramennskunni að virðist.

Það klingdu hins vegar engar bjöllur hjá þeim sem töldust eftirlitsaðilar með þeim hinum sama fjármálamarkaði hér landi, því miður og andvaraleysi stjórnmálamanna var algert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stórfelld sýndarviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl ég vissi að kerfið myndi hrynja og veit að það mun gera það aftur!

Sigurður Haraldsson, 6.5.2011 kl. 02:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með þáttöku Lífeyrissjóðanna?

Lífeyrissjóðir eiga helminginn af peningunum í landinu.

Margir þeirra lutu jafnvel stjórn bankanna, og gera sumir enn.

Giskaðu hvort þetta var gert með þeirra þáttöku...

Á mannamáli heitir þetta peningaprentun sem jafngildir þjófnaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 02:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Siggi: Þegar þetta gerðist í Japan þá fóru flestir bankarnir tvisvar á hausinn og sumir þrisvar, vegna þess að enginn vildi horfast í augu við vandann, afskrifa draslið og byrja upp á nýtt að gera eitthvað uppbyggilegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 02:28

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Voru þá ekki allir 3 stóru bankarnir að gera þetta? Annað kæmi mjög á óvart.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2011 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband