Einu sinni enn á að henda nokkrum þúsundköllum í hinn íslenska launamann.

Kaupmáttur launa hér á landi er fyrir löngu síðan farin veg allrar veraldar við skattahækkanir núverandi stjórnvalda.

Afleiðingar hruns í íslensku fjármálakerfi eru enn viðfangsefni almennings, þar sem engin tilraun til leiðréttingar hefur farið fram af hálfu stjórnvalda sem heitið geti í efnahagslegu samhengi í heild, og nú skal nú bera á borð launahækkanir sem engu breyta í raun fyrir hinn almenna launamann af hálfu verkalýðshreyfingar í landinu.

Detti mönnum í hug að þetta gangi upp þá er það fjarri sanni, og aðgerða er þörf svo sem afnáms lánskjaravísitölu við verðlag hið fyrsta í stað þess að halda áfram á rúlluskautum verðtryggingar sem hentar vel í hinum pólitíska blekkingarleik.

Vonandi láta íslenskir launþegar ekki henda í sig blautum hanska einu sinni enn hér á landi, það hefur verið gert allt of lengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Laun hækka um 4,25% í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband