Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Ekki verkefni verkalýðshreyfingarinnar að standa í verðkönnunum á mat.
Miðvikudagur, 4. maí 2011
Í raun og veru er það með ólíkindum að hinn íslenski launamaður skuli mega þurfa að kosta starfssemi verkalýðsfélaga við verðlagseftirlit og afar fróðlegt að vita hvaða spekingur skyldi hafa komið því hinu sama í gegn á sínum tíma.
Það eru til neytendasamtök í þessu landi og alveg nóg að þau hin sömu hafi þetta hlutverk með höndum að minu viti.
kv.Guðrún María.
![]() |
Munaði rúmlega þúsund krónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitrað amfetamín í umferð í hinum viðurstyggilega heimi fíkniefna.
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Heimur fíkniefna hér á landi er viðurstyggð, og nú er eitrað amfetamín að virðist það sem sölumenn dauðans hafa á boðstólum.
Sala fíkniefna hér á landi er ólöglegt athæfi og lögreglan er upptekin öllum stundum við að gera upptæk efni á þessum viðurstyggilega markaði,, hvort sem um er að ræða heilalamandi cannabis ellegar örvandi efni, en einnig fæst lögreglan við það að taka afleiðingum af neyslu einstaklinga sem hægt og sígandi verða sjálfkrafa háðir efnum þessum, með tilheyrandi tapi á heilsufari í kjölfarið, löskuðum samskiptum við fjölskyldu og glæpum.
Hinn samfélagslegi kostnaður af þessum vágesti er enn verulega vanmetinn, og baráttunni við að minnka umfang þessarar undirheimastarfssemi, henni lýkur ekki í dag og ekki á morgun, því þarf hver og einn að vera á vakandi i sífellu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Áhrifin sambærileg en efnin skaðlegri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framfærsluviðmið ríkisstjórnarinnar og raunveruleikinn.
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Ef til vill hefur ráðherrann rætt um það á þessum fundi hversu mikil gjá virðist vera millum framfærsluviðmiða þeirra sem ríkisstjórnin setti fram og þess raunveruleika sem tekjur manna endurspegla í því sambandi.
Hin mikla talnagjá sem þar var á ferð hefur engan veginn komið til umræðu hér á landi sem heitið getur hvers vegna svo sem það nú skyldi vera.
Stefna er eitt, framkvæmd annað og tilhneigingin til þess að líta vel út í augum annarra með fagurgala á erlendri grund gæti hugsanlega verið hér á ferð.
Kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
![]() |
Guðbjartur á fundi félagsmálaráðherra OECD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eðlileg ákvörðun að fella dýrið en óþarfi að birta myndir af því blóðugu.
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Ég verð að játa að mig nístir að horfa á myndir sem teknar eru af ísbjörnum í blóði sínu einhverra hluta vegna og skil ekki tilgang þess í raun þótt ég ég skilji fullkomlega tilgang þess að fella rándýr sem þetta á landi þegar óvissa er uppi um að dýrið geti komist að mannabústöðum.
Ég lít svo á að þeir sem stjórna aðgerðum sem slíkum geti ráðið því hvort slík myndbirting er fyrir hendi eða ekki og ég held að menn kunni að geta lært eitthvað í þessu efni er fram líða stundir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ísbjörninn fluttur til Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykjavíkurborg taki að sér eftirlit með ísbjörnum á Vestfjörðum.
Mánudagur, 2. maí 2011
Sá það að einn þingmaður Samfylkingar var að kalla eftir auknu eftirliti og þar sem mikill áhugi er fyrir hendi af hálfu borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík, finnst mér tilvalið að ríkið ræði við borgina um það að sinna eftirliti fyrir vestan.
Ekki er verra að söfnun er hafin hjá Besta flokknum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Besti flokkurinn safnar fyrir ísbirni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skammt er öfganna á milli.
Mánudagur, 2. maí 2011
Fyrir nokkrum árum síðan var bílaeign landsmanna með því móti að við skárum okkur úr meðal þjóða með bílaeign per mann, meira og minna nýir bílar.
Gangfærum gömlum bílum var hent á haugana beinlínis.
Það er skammt öfganna á milli og nú er öldin önnur og eftirspurn eftir ódýrum bílum þannig að ekki tekst að anna þeirri hinni sömu.
Kanski þarf að fara að taka í notkun hestvagna að nýju, eða reiðhjólavagna hver veit !
kv.Guðrún María.
![]() |
Stefnir í bílaskort í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góð tillaga og nauðsynleg umhugsun um mál sem þessi.
Mánudagur, 2. maí 2011
Það er ekkert eðlilegra en skipulagsyfirvöld í höfuðborginni fái að vita hvað ríkið hyggst fyrir í Fossvogi eftir að starfssemi LSH, flyst á Hringbraut.
Nýting mannvirkja hins opinbera þar sem starfssemi hefur annað hvort verið lögð niður ellegar flutt er eitthvað sem þarf án efa að skoða víðar en í höfuðborginni, en það er hvoru tveggja, sjálfsagt og eðlilegt að fyrir liggi ákvarðanir í tíma um framtíðarráðstafanir eigna í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vilja vita hvað verður um Borgarspítalann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ávarp mitt sem launþega, 1.mai. 2011.
Sunnudagur, 1. maí 2011
Ég geri þá kröfu að mitt verkalýðsfélag sé utan þess að skipta sér af pólítik í landinu og einbeiti sér að hagsmunum launþega í samningum.
Ég geri einnig þá kröfu að félagið sjái til þess að semja um lágmarkslaun fyrir fulla vinnu sem uppfylla þau framfærsluviðmið sem stjórnvöld hafa sett fram, til handa einstaklingum til að lifa í einu samfélagi.
Annað er brot á mannréttindum í raun.
Ég frábið mér samninga þar sem yfirlýsingar ríkisstjórnar um hitt eða þetta eru hluti af samningagerðinni, þar sem hlutverk ríkisstjórna er að skapa skilyrði sem félaga er að semja eftir hverju sinni eins og staðan er.
Ég frábið mér einnig aðkomu atvinnurekenda að mínum sjóðum sem safnað hefur verið í og eru enn sem komið er með ólýðræðislegt skipulag og framkvæmd.
Ég skora á verkalýðshreyfinguna í heild að standa fyrir innri endurskoðun á eigin skipulagi sem fyrir löngu síðan er farið úr böndum þar sem laun verkalýðsforkólfa yfirregnhlifabandalaga, eru fjarri launum hins vinnandi manns.
Jafnframt kalla ég á samvinnu fagfélaga og ófaglærðra að hagsmunum á vinnumarkaði hér á landi, sem fyrir löngu síðan er tímabært.
kv.Guðrún María.
Lífeyrissjóðirnir eru svikamylla sem Alþingi þarf skoða hið fyrsta.
Sunnudagur, 1. maí 2011
Núverandi kerfi er " ponsí " svikamylla þar sem launamenn sem greiða sjóði þessa hafa ekki lýðræðislega aðkomu að ákvarðanatöku um fjármuni og gæslu þeirra, ásamt því að fé það sem hver maður greiðir í sjóðina er eitthvað sem sá hinn sami fær ekki til baka, þótt innheimt sé samkvæmt lagaboði er sá hinn sami lýkur störfum á vinnumarkaði, nema með verulegum skerðingum.
Stjórnir verkalýðsfélaga skipa að sjálfdæmi í stjórn þessarra sjóða ( örfáir menn) og ákvörðunin ekki borin undir þá sem inna af hendi gjöld þessi.
Með öðrum orðum alger skortur á lýðræði um fjármuni sem innheimtir eru af launamönnum með valdboði.
Hver og ein einasta króna sem innheimt er af launamanni með þessu móti skal og skyldi öllum stundum koma til hans að loknu starfi á vinnumarkaði, annað er svikamylla sem þarf hið fyrsta að afleggja hér á landi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir lífeyrissjóðina vera of stóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Láglaunataxtar verkalýðsfélaganna eru viðmið bóta almannatrygginga.
Sunnudagur, 1. maí 2011
Getur það verið að byrjunarlaun einstaklings á vinnumarkaði fyrir skatta séu
krónur 132.000.- á mánuði fyrir skatta ?
Svarið er já, ég var að skoða það fyrir skömmu hjá tveimur verkalýðsfélögum, að fullvinnandi einstaklingi á vinnumarkaði er boðið að hefja störf í fullri vinnu fyrir þessa upphæð, og raunin er sú að ásókn fyrirtækja þess efnis að hafa ungmenni við störf sem taka þessa byrjunartaxta er mikil.
Raunin er sú að meðan aðilar vinnumarkaðar geta ekki samið um lágmarkslaun sem nægja til lágmarksframfærslu, þá eru viðmið bótakerfis úr samhengi.
Hins vegar er staðan orðin sú í voru samfélagi að hluti vinnandi fólks sem hefur laun ofar lágmarkslaunum, kann að búa við meiri tekjuskerðingu en bótaþegar þar sem viðkomandi njóta ekki niðurgreiðslu í heilbrigðisþjónustu að nokkru leyti, og sitja þar með í sömu fátæktargildrunni, munurinn er hins vegar sá að hinn vinnandi maður getur yfirleitt bætt við sig vinnu en öryrkjar ekki.
Í mörg herrans ár hefur fjarlægð manna frá raunveruleikanum í þessu efni verið alger, og frysting skattleysismarka á sínum tíma með vitund verkalýðshreyfingar sem hvorki æmti né skræmti er og verður skandall.
kv.Guðrún María.
![]() |
Heldur fólki föstu í viðjum fátæktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |