Framsóknarflokkurinn stendur vörð um hagsmuni þjóðarinnar.

Það er fagnaðarefni fyrir okkur Framsóknarmenn að sjá fylgisaukningu, en raunin er sú að flokkurinn á öfluga talsmenn skynsamra tillagna á Alþingi Íslendinga sem talað hafa máli þjóðarinnar og borið fram tillögur að lausnum sem betur væri að núverandi ríkisstjórnarflokkar hefðu tekið mið af í upphafi kjörtímabils.

Þær hinar sömu lausnir eru nú meðal annars það sem brottflúnir VG, þingmenn hafa rætt um sem leið út úr hinum efnahagslega hruni í einu samfélagi.

Það skiptir máli að tala skýrt í stjórnmálum og veit að forystumenn flokksins munu áfram halda á lofti hagsmunum þjóðarinnar í hvarvetna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framsókn bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !

Ég ætlaði ekki; að trúa mínum eigin augum, þegar ég las þessa grein þína.

Og; telur þú þig samt, til þessa flokks skriflis - sem ekki hefir enn, haft burði til, að kasta illþýðinu : Halldóri Ásgrímssyni / Valgerði Sverris dóttur / Finni Ingólfssyni og Siv Friðleifsdóttur (svo; fá ein séu nefnd) út fyrir sinn garð,, ENNÞÁ ?

Þér er vorkunn mikil; hyggist þú ætla að gefa Sigmundi Davíð kost á, að hafa ofantalið pack, innan sinna vébanda - eins; og ekkert hafi, í skorist, Guðrún mín.

Með beztu kveðjum; samt, sem áður /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 01:25

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Tek undir með Óskari Helga, Framsóknarflokkurinn þarf að losa sig við drauga fortíðarinnar. Við þann gjörning mun fylgi hans aukast til muna.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.5.2011 kl. 06:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega rétt, það eru enn draugar innan Framsóknar.

Þó verð ég að benda þér Óskar minn, á að Halldór, Valgerður, Finnur og einnig Björn Ingi hafa verið settir til hliðar. Þetta eru vissulega þeir sem skaðað hafa flokkin mest, þó er Finnur þeirra þó sennilega verstur. Þrátt fyrir stuttan tíma í þingliði Framsóknar, varð skaði hans mikill af völdum þess manns.

Enn eru þó þeir til sem horfa upp til þessara svikara. Og enn eru í þingliðinu fólk sem ekki geta sætt sig við að þessir menn skuli ekki hafa höld og taglir, þar ber helst að nefna Siv.

Flökkukindin Guðmundur Steingrímsson, sem sjálfsagt er ágætis maður, gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Hann misskildi þó eitthvað hlutina, hefur sennilega haldið að hann var að ganga í Framfylkingarflokkinn, en þann flokk er þó ekki enn búið að stofna.

Framsóknarflokkurinn hefur tekið nokkuð til hjá sér, sennilega meira en nokkur annar hinna svokölluðu "fjórflokka". En betur má ef duga skal.

Það tekur stuttan tíma að glata æru, en langan að vinna hana aftur. Það kallar á hörð viðbrögð og eina leið fyrir stjórnmálaflokk til að heimta sína æru aftur, er að losa sig við ALLA þá er hægt er að tengja við það eða þau mál sem æran glataðist af.

Þar á Framsóknarflokkurinn eftir að gera enn betur.

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2011 kl. 08:59

4 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Kristján P. !

Þakka þér fyrir; drengilegar undirtektirnar, við minni orðræðu.

Gunnar; fornvinur góður !

Allsendis ófullnægjandi; þínar skýringar, á stöðu mála. Halldór og hyski hans leika enn, fyllilega; lausum hala, innan flokks ræksnisins - OG ÞAR MEÐ, eru þau Sigmundur Davíð ótrúverðug með öllu, unz þau hafa vísað þessu liði OPINBERLEGA, úr flokknum, Gunnar minn.

Annað; væri 1/2 kák eitt - sem útúrboruháttur, algjör !

Með; ekki lakari kveðjum / en þeim fyrri

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:55

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Framsóknarflokkurinn hefur staðið sig vel á Alþingi og hvað varðar drauga fortíðar þá held ég að menn sjái ofsjónum yfir einhverju slíku, flokkurinn var fyrstur flokka til að endurnýja forystusveit sína eftir hrunið og hefur fylgt sínum málum fast eftir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2011 kl. 01:35

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Rangt; hjá þér, Guðrún María.

Hlandfor þessa flokks hörmungar, er yfirfull - þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar þínar, fornvinkona góð.

Vertu bara manneskja til; að viðurkenna þann viðbjóð, sem þú hefir af einhverri óútskýranlegri meðaumkun ákveðið, að binda trúss þitt við.

Þú getur enn; sýnt iðran vísa - og horfið frá vegvillu þinni, Guðrún mín.

Slíkt; mætti stórmannlegt kalla, og virða !

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 02:01

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll minn kæri vinur Óskar.

Sjáðu til að sú hlandfor sem þú talar um hefur verið tæmd, og vel það en samstarfsflokkur Framsóknarflokksins gegnum árin hefur setið þögull í stjórnarandstöðu til dæmis i Icesavemálinu meðan Framsóknarflokkurinn hefur varið land og þjóð.

Allir flokkar hafa fengið gagnrýni frá mér í stjórnmálum þar með talið sá flokkur sem ég nú tilheyri á árum áður, en tímar breytast og stjórnmálaflokkar einnig sem betur fer.

Taktu eftir Óskar að ég veit hvað ég syng.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2011 kl. 01:30

8 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Guðrún María !

Þrátt fyrir; það þrátefli, sem við stöndum nú frammi fyrir - ég, við minn keip, og þú við þinn, mun það í öngvu breyta þeirri virðingu, sem ég ber fyrir þér, hvað þá; að vinátta okkar spillist, í nokkurn máta.

Því fer; víðs fjarri, Guðrún mín.

Með; ekki lakari kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband