Nei takk, það kemur ekki til greina að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði....

Iðgjöld í lífeyrissjóði hafa hækkað of mikið á undanförnum árum.

Lífeyrissjóðir og starfssemi þeirra er enn sem komið er ekki með lýðræðislegri aðkomu þeirra sem leggja fé inn til þeirra, þ.e launþega í landinu ásamt því að vinnuveitendum hefur verið hleypt inn í stjórnir þeirra.

Lífeyrissjóðirnir hafa tapað of miklum peningum í áhættufjárfestingum og þótt ég sé ein þeirra enn sem komið er sem þurft hafa að taka skerðingum um 10 % á réttindum vegna taps sjóðanna, þá hefi ég greitt í sjóði þessa í 36 ár, og iðgjald mitt nú er kr.7010, sem er um tæpur helmingur af skattastaðgreiðslu launaupphæðar, það er nóg.

Frekari hækkunum á iðgjöldum nú um stundir, vísa ég út í hafsauga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Iðgjöld til lífeyrissjóða hækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vel mælt. Þessa vitleysu þarf að stoppa strax!

Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2011 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband