Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Stjórnun fiskveiða á Íslandi.

Það eru fimm atriði sem skyldi hafa í huga við stjórnun fiskveiða hér á landi.

1. Gjaldtaka af atvinnugrein þessari þarf að fara fram, ÞEGAR veiddur afli er færður að landi, EKKI áður hann er veiddur með uppboði eða öðru.

2. ALLUR veiddur afli skal og skyldi á hverjum tíma koma að landi með mismunandi skilyrðum gjaldtöku og verðs sem þýðir nýtingu í stað sóunnar.

3.Samsetning fiskiskipastólsins og fjöldi skipa að úthafsveiðum annars vegar og strandveiðum hins vegar, hvað varðar stærð og gerð veiðarfæra, er atriði sem hægt er að stjórna og þarf að stjórna.

4. Fiskveiðar undir formerkjum gróða á verslun með heimildir til veiða skilar ekki þjóðhagslegum tilgangi fiskveiða, eðli máls samkvæmt, nema skamman tíma og meintri eignamyndun einstakra handhafa á slíkri umsýslu þarf löggjafarvaldið að skýra og leiðrétta í samræmi við fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða.

5. Það eru mörg þúsund skoðanir á því hvernig stjórna skuli fiskveiðum hér á landi, þar sem allir hafa " rétt " fyrir sér í þvi efni en lifríki sjávar þróast áfram eins og það hefur gert og það að skoða söguna afturábak og sjá það að þorstofninn þarf að grisja með auknum veiðum að vissu marki án þess þó að taka of mikið er gamall og nýr sannleikur við stjórn fiskveiða.
Allt spurning um hvernig og hve mikið magn af tólum og tækjum við notum á hinum ýmsu svæðum lífríkis sjávar við landið hverju sinni.
Meta þarf tólin og tækin fyrr og nú.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska Kríuna.

Í sveitinni heima undir Fjöllunum var mikið Kríuvarp í haga niður við fjöru og
öll sú fuglaflóra sem bjó sér stað kring um þetta mikla samsafn af Kríu, var sannarlega rannsóknarefni í uppvextinum.

Kjóinn hélt sig ætíð á sama svæði rétt utan við varpsvæði Kríunnar en mikil upplifun var að sjá þegar sló í brýnu er Kjóinn hætti sér inn á svæði það sem Krían varði sem sitt. Kjóinn hörfaði fyrir vel æfðum orustusveitum Kríunnar.

Sandlóa, Hrossagaukur og Óðinshani voru með hreiðurstæði á sama svæði og fleiri tegundir fugla hér og þar og sannarlegt gósenland náttúru var þarna að finna.

Sauðfé gekk á beit í haganum í sátt og samlyndi við fuglalífið á svæðinu og kýr voru um tíma einnig með beit á þessu svæði sem hafði ekki verið hreyft við á þann veg að rækta upp úr þýfi eða gömlum árfarvegum og því nægilegt vatn yfirleitt að finna á svæðinu, þrátt fyrir skurði við endamörk landareignar sitt hvorum megin.

Stundum týndi maður nokkur Kríuegg af og til sem voru soðin til matar en aldrei í miklum mæli.

Aðdáun mín á Kríunni er ómæld.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krían komin í Garðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgð á þessari ákvörðun ?

Gott hjá unga fólkinu að mótmæla þessum fíflagangi sem í því felst að taka allt í einu brott leiktæki sem hafa verið hluti af hverfinu lengi.

Sannarlega má þakka fyrir það að ungmenni séu í íþróttaleikjum í stað þess að hanga í tölvum eins og ungi maðurinn bendir á ?

Nýting sparkvalla sem settir voru upp fyrir nokkrum árum,er mikil, allt árið um kring, og segir meira en mörg orð um það hve mjög börn eru tilbúin til þess að leika sér í boltaleikjum svo fremi aðstaðan sé til staðar og aðgengi að henni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæli í Grafarvogi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangir þetta kanski saman við undirskrift kjarasamninga ?

Getur það verið að hækkun á fóðri skili sér í hækkuðu matvælaverði ?

Auðvitað, og eins og áður er blekið ekki þornað á samningum, hvað þá að búið sé að samþykkja þá, fyrr en fyrirtækin tryggja sig fyrir þeim hinum sömu hækkunum hér á landi.

Gömul saga og ný.

Hækkun aðfanga er án efa til staðar en veiking krónu var löngu tilkomin.

Tímasetning tilkynningarinnar um þessa hækkun segir meira en mörg orð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fóður hækkar um 4-8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segi af sér þingmennsku.

Menn hafa mismunandi leiðir til þess að vekja athygli á sjálfum sér, og einn sitjandi þingmaður á Alþingi, virðist nú róa öllum árum til að rífa niður virðingu gagnvart eigin starfi sem þingmaður.

Síst af öllu þurfum við á að halda slíku sjónarspili nú um stundir af hálfu kjörinna fulltrúa á Alþingi, og viðkomandi ætti í raun að sjá sér sóma í því að segja af sér þingmennsku.

Ef Vinstri hreyfingin Grænt framboð sem flokkur ætlar sér að verja aðferðafræði viðkomandi í þessu efni, þá er illa komið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að taka sjö ár að fá svar frá stjórnvöldum um hagi manna.

Svo fremi við Íslendingar viljum virða mannréttindi almennt þá er það deginum ljósara að enginn skyldi þurfa að bíða sjö ár eftir svari um það annars einfalda atriði hvort viðkomandi fá hér dvalarleyfi eða ekki.

Ég hef samúð með þessum manni og tel að við ættum að veita honum rétt til þess að dvelja í okkar landi, þar sem hann hefur beðið sjö ár, án svars, en jafnframt viðurkenna veikleika eigin stjórnkerfis varðandi þann mikla drátt sem orðið hefur við að svara umsókn mannsins, af eða á.

Mannúð og sanngirni skyldu ætíð leiðarljós í ákvarðanatöku allri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fái varanlegt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveiflur í hitastigi á stuttum tíma.

Mín tilfinning er sú að undanfarin ár, og reyndar rúman hálfan áratug, hafi sveiflur í hitastigi á stuttum tíma aukist, alla vega á sunnanverðu landinu.

Þá er ég að tala um tíu gráðu sveiflur, plús, mínus á nær engum tíma, þar sem maður hefur þurft að vera viðbúin ekki hvað síst á vetrum við hálkuvesen.

Dagurinn í dag var eins og dagur um mitt sumar í raun þar sem lognið magnaði hitann hér á höfuðborgarsvæðinu en vissulega afar indælt að fá svo góðan dag í byrjun maí.

Það er hins vegar ekki nema vika síðan að snjóaði hér hressilega á sömu slóðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Man ekki önnur eins umskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðradagurinn.

Það er stærsta upplifun lífsins að verða móðir en án efa gildir hið sama um það að verða faðir, en upplifunin við það að verða móðir er einstök.

Þar vakna annars áður óþekktar tilfinningar umlykjandi umhyggju gagnvart nýjum einstaklingi, sem maður hefur gengið með í níu mánuði og fætt í þennan heim.

Frá skeiði frumbernsku til fullorðinsára rennur mikið vatn til sjávar í lífi móður og barns, þar sem alla jafna er það svo að barnið fær notið beggja sinna foreldra sér til trausts og halds sem er af hinu góða, þar sem fjölskyldan sem eining er hluti af einu samfélagi.

Sjálf er ég ekkja og einstæð móðir frá því að barnið mitt var fjögurra ára og hefi því verið eitt foreldri í átján ár um það bil með minn dreng.

Drengi vantar mikið þegar föðurímynd er ekki til staðar, það veit ég nú í dag og mikilvægi þess að hvert eitt barn fái notið umgengni við báða sína foreldra svo fremi þess sé kostur, er mikilvægt veganesti til framtíðar fyrir öll börn.

Kærleikur og umhyggja kemur til baka er árin liða og hvers eðlis sem er.

Sonur minn gaf mömmu sinni þessi blóm í dag í tilefni dagsins.

RIMG0001

Votviðri vetrar til góðs, minna svifryk á götum.

Rakinn er af hinu góða varðandi það að binda mengun af svifryki gatna og ég finn mikinn mun hvað síðasti vetur hefur verið betri en aðrir áður varðandi sviryksóþverrann.

Fátt er svo með öllu illt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Veturinn hlýr en afar votur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsreynslubrunnurinn.

Af hverju ert þú ekki búin að gefa út bók, miðað við það vatn sem runnið hefur til sjávar af lifsreynslu úr brunni þínum , hafa vinir spurt mig að ?

Til hvers, segi ég er ekki nóg af slíkum sögum dags daglega ?

Við mætum öll andstreymi í lífinu á einhverjum tímapunkti mismikið þó.

Það sem einum finnst verulegt vandamál, lítur út fyrir öðrum sem verkefni við að fást, en auðvitað er það misjafnt hve mikið við berum hönd fyrir höfuð okkar hverju sinni sem og hversu mikið tilstand það kann að vera einfaldlega að verja tilvist sína í einu samfélagi fyrir hvern einstakling.

Trúin á tilvist réttlætis og tilgang þess að vinna því vegi færa með þeim aðferðum sem til staðar eru, hafa ætíð verið mitt leiðarljós hingað til sem og hér eftir.

Þurfi maður að standa í bréfaskiptum um áraraðir til þess að hnekkja heimskulegum ákvörðunum þá er það svo en erfiðara er að taka því að missa heilsu allt í einu ellegar fást við það sem heitir hvers konar vandamál þar að lútandi til handa sér og sínum.

Það tók mig tvö ár á sínum tíma að hnekkja einu stykki ákvarðantöku af hálfu eins aðila er varðaði þáverandi starf mitt, þar sem viðkomandi mátti þurfa að eyða upplýsingum er haldið hafði verið leyndum fyrir mér um mig, sem áttu að teljast forsenda uppsagnar úr starfi, þar sem þær hinar sömu upplýsingar innihéldu ekki málefnalega röksemdafærslu.

Það kostaði bréfasamskipti við fjóra aðila hins opinbera af minni hálfu í tvö ár. Þessi tvö ár gat engin sagt neitt um störf mín í sex ár hjá hlutaðeigandi eins fínt og það var á þeim tíma fyrir mig sem ekkju með eitt barn á framfæri, til möguleika til vinnu á þeim tíma.

Það borgaði sig hins vegar ekki fyrir mig að lögsækja viðkomandi vinnuveitenda samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verkalýðsfélags þess sem ekki hafði unnið mínu máli mikla brautargöngu, heldur var þar um að ræða einkaframtak mitt meira og minna, þar sem ég á endanum uppskar réttlæti án bóta fyrir tjónið.

Ekkert annað var að gera en ávinna sér að nýju virðingu á vinnumarkaði sem ég gerði að sjálfsögðu því lífið heldur áfram.

Síðar tók ég upp á því að taka þátt í pólítik sem hefur vissulega marga vegi sem ,ýmsa getur tekið stefnuna allt eftir þvi hvernig vindur blæs en er ágæt reynsla eigi að síður um framgang þróunar í þeim vettvangi i voru samfélagi.

Allt hefur hins vegar sinn tíma í lífi hvers og eins, þáttaka í pólítik sem annað en ég hefi fundið mér stað með fólki sem ég tel kunna að vinna og er sátt við það.

Mín barátta nú um stundir er hins vegar sú að ná mínu heilsutetri í lag eftir slys til þess að geta unnið mínu samfélagi gagn að nýju og mín orka fer í það fyrst og fremst.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband