Mikið verður nú fróðlegt að sjá hvernig þetta lítur út ?

Mín tilfinning er sú að hér verði um að ræða einhverja moðsuðu skipulagstilfærslana sem þó breyti litlu um kerfisfyrirkomulagið sjálft.

Kjarkleysi stjórnmálamanna til þess að taka ákvarðanir um að auka veiðar úr, til dæmis þorksstofninum hefur verið algert um tíma, þótt sú hin sama ákvörðun hefði undir þeim formerkjum efnahagsaðstæðna væri afskaplega eðlileg í raun, burtséð frá því hvaða kerfisfyrirkomulag er fyrir hendi.

Aflamarkskerfi eru sóunarkerfi þar sem útgerðir hafa hvata að því að hirða einungis verðmesta aflann.

Lögleiðing framsals hér á landi á sínum tíma gekk í raun gegn ákvæðum fyrstu greinar sömu laga um fiskveiðistjórn þar sem kveðið er á um það að heimild til veiða myndi aldrei eignarrétt viðkomandi útgerðaraðila yfir veiðiheimildum.

Framsal og leiga heimilda varð eigi að síður til þess að heimildir voru metnar til veðsetningar í bönkum, í framkvæmdinni, gegn ákvæðum fyrstu greinarinnar í raun.

Það þarf ekki einu sinni að spyrja um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort almenningur á Íslandi vilji hafa fiskimiðin í almannaeign, það ættu þingmenn að vita nú þegar eftir öll þessi ár, og þarf ekki um að ræða einu sinni.

Framsal þarf að nema út úr lögum þessum ef fyrsta greinin á að standa óbreytt, flóknara er það ekki og einhver viðbót í stjórnarskrá gerir lítið í því að breyta lögum aftur í tímann.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta frumvarp sitjandi stjórnvalda lítur út.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvörp ekki afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband