Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Fjármagnsbrask hefur stjórnað fiskveiðum á Íslandi frá 1990.
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Frá þeim tíma að Alþingi leiddi það í lög að heimila útgerðum framsal og leigu aflaheimilda sín á milli, upphófst fjármálabrask í greininni sem alla jafna er talin hagkvæmni kerfisfyrirkomulagsins varðandi afkomutölur fyrirtækjanna.
Lögleiðingin ein og sér jafngilti peningaprentun, þar sem allt í einu varð til peningamagn í umferð sem áður var ekki til staðar, varðandi það atriði að menn gætu selt frá eða leigt, takmarkaðar heimildir til þess að veiða fisk við Íslandsstrendur.
Engar skorður voru settar varðandi tilflutning aflaheimilda millum landshluta, til handa fyrirtækjunum í lögunum, engar, sem teljast verður einn klaufaskapur af mörgum í þessum, ennþá mestu mistökum Íslendinga við lagasetningu til þessa, þar sem eitt útgerðarfyrirtæki gat sett eitt byggðarlag í uppnám á einni nóttu og gert alla íbúa atvinnulausa og íbúðarhúsnæði þar með verðlaust.
Íbúafækkun landsbyggðar og allt of ör uppbygging á fjölmennustu svæðum landsins fylgdi í kjölfarið, þar sem ekki hófst undan við að endurbyggja mannvirki og þjónustu að nýju fyrir fólksflótta vegna kerfisskipulags sem þurfti ekki að vera með því móti sem var úr garði gert.
Hin þjóðhagslega óhagkvæmni þessa kom ekki til baka í formi skatta frá útgerðarfyritækjum sökum þess að þau hin sömu voru skattlaus í áraraðir vegna uppkaups á tapi sem nýtt var til þess að standa á núlli.
Markaðsbraskið hóf að hækka leiguverðið og fljótlega var það svo að nýliðun í greinina var illa eða ekki möguleg nema með því móti að sjómenn væru leiguliðar, með litla afkomu eða jafnvel í mínus.
Andvaraleysi kjörinna alþingismanna árin öll þar sem nauðsynlegar breytingar hefðu átt að koma til sögu var algert, uns svo var komið að menn festu ekki fingur á viðfangsefninu þvi fjármagnsbraskið hafði tekið völdin við að stjórna fiskveiðum hér við land.
Fyrningaleið núverandi stjórnvalda er eins og að míga upp í vindinn, aðrar breytingar þarf að gera til bóta, breytingar sem nú í dag er hægt að taka ef menn þora því en kjarkur er allt sem þarf.
kv.Guðrún María.
ÉG mótmæli skattahækkunum núverandi ríkisstjórnarflokka í landinu.
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Ég sakna þess að sjá fulltrúa okkar launþega mótmæla skattahækkunum núverandi ríkisstjórnar en auðvitað mátti það vitað verða að formannaflóra verkalýðshreyfingarinnar tilheyrir meira og minna vinstri flokkunum, sem aftur gerir það að verkum að hinn aldagamli undirlægjuháttur tekur völdin þegar standa þarf vörð um hagsmuni flokkanna ellegar eiginhagsmunapot í valdastöður gegnum pólítik.
Það er EKKERT sjálfsagt við það að leggja þær byrðar á hinn almenna launamann að minnka kaupmátt þess hins sama svo og svo mikið meðan ríkið sjálft er ekki þess umkomið að skera niður svo nokkru nemi.
Ekkert.
Þeir sem taka að sér formennsku í verkalýðsfélögum launamanna eiga ekki að gefa upp hvar þeir standa í pólítik, né heldur að vera sýnilega starfandi í stjórnmálaflokkum við stjórn ríkis eða sveitarfélaga, hvað þá að sitja þar beggja vegna borðs eins og gerst hefur.
Aldrei.
Hvar er ASÍ, hvað ætla þau hin sömu samtök að gera varðandi hagsmunavörslu til handa launþegum í landinu ? Á það að vera nóg að senda yfirlýsingar í fjölmiðla ? Hvað varð af raunverulegum aðgerðum ?
Hvar er BSRB og önnur félög launamanna í landinu ? Ætla menn að láta skattahækkanir og skertan kaupmátt launa yfir sig ganga eins og ekkert sé ?
Spyr sú sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
Þjóðin hvoru tveggja þarf og verður að fá að segja sitt í þessu máli.
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Af öllum tímum hefur það aldrei verið mikilvægara að þjóðin fái að segja sitt um mál sem eitt þjóðfélag hefur verið undirlagt af í um það bil hálft ár og rúmlega það.
Ég fagna því viðhorfi formanns Framsóknarflokksins í þessu efni sem ætti að vera viðhorf allra annarra flokksformanna stjórnmálaflokka hér á landi, varðandi það eitt að virða lýðræðið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinn pólítíski kattaþvottur af icesavesamningagerðinni.
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Fulltrúar sitt hvors flokks í ríkisstjórn hafa nú hafið að benda hvor á annan, svo ekki sé minnst á fyrri ríkisstjórn, varðandi hina annars ómögulegu smíð samningagjörðar sem tekið hefur mest allan tíma þings, frá því sl.vor, og forseti vísaði í þjóðaratkvæði í upphafi janúar.
Auðvitað er það hluti af hinum pólítíska kattaþvotti að sýna fram á að eigin flokkur hafi ekkert gert rangt í málinu.
Gömul og ný saga hér á landi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stendur fyrir sínum skrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á Framsóknarflokkurinn að bjarga vinstri stjórninni úr vandræðapyttinum ?
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Vinstri mönnum vantar vissulega nýtt andlit á ríkisstjórn sem vaðið hefur villu vegar í málefnum þjóðarinnar og þá eru góð ráð dýr, og ekki skal mig undra þessar fréttir í raun varðandi það hið sama enda tónninn sem allt í einu merkja má af hálfu Samfylkingar er gagnrýni á samstarfsflokkinn, í ríkisstjórn, allt í einu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Biðla til Framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki heyrðist þetta úr ranni ráðherra í umræðum um málið á Alþingi.
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Það er með ólíkindum að hlýða nú á ummæli sömu manna og töluðu um að ekkert væri annað hægt að gera en samþykkja icesvemálið í umræðum á þinginu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stórfjölskyldan á að koma til hjálpar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað sagði ég, auðvitað málamyndatilstand ríkisstjórnarinnar.
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Alveg vissi ég það að fundir þessir kæmu ekki að frumkvæði ríkisstjórnarinnar, heldur samkvæmt pöntun frá Bretum og Hollendingum.
Þvílíkur aumingjaháttur af hálfu stjórnvalda að geta ekki gefið til kynna að fyrst verði þjóðaratkvæðagreiðsla og síðan muni verða fundað.
Það heitir að virða lýðræðið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kröfðust pólitískra sátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ER það furða að þjóðin sé í kviksyndi ?
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Það verður nú að teljast nokkuð sérstakt hjá hinni miklu menntaþjóð að hver sem er megi titla sig fjármálaráðgjafa án einhverra tálmanna þar að lútandi.
ER fjármálaráðgjöf þá eins og matreiðsla þar sem hver getur komið fram með eigin kokkabækur ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Hver sem vill má veita fjármálaráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skera þarf niður í ríkisrekstri og lækka skatta á almenning í landinu.
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Offar í skattöku til lengri tíma á almenning og atvinnulíf gerir það að verkum að lama eitt lítið samfélag.
Stórfelldar skattahækkanir í kreppu og samdrætti, ganga einfaldlega ekki upp, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, og það mun sýna síg í næstu mánuðum, að slíkt mun vega að þorra manna í landinu, rétt eins og fyrrum skattkerfi hefur vegið að láglaunafólki hér á landi til langtíma, allt síðan skattleysismörk voru fryst.
Ríkið getur ekki fjölgað störfum í kreppu það er hreint og beint fáránlegt fyrirbæri og alþingismenn þurfa að gjöra svo vel að finna beinið í nefinu og benda á leiðir til þess að skera niður hjá hinu opinbera, hvar í flokkum sem standa.
Draga þarf mörk á milli þess að veita grunnþjónustu við heilbrigði og menntun og þess að viðhafa niðurgreiðslur hins opinbera er kemur að hvers konar viðbótarþáttum við hið sama, um tíma.
Grunnþjónusta við heilbrigði er aðgengi allra landsmanna að heimilslæknum, ásamt þjónustu bráðasjúkrahúss með sérfræðiþjónustu.
Grunnþjónusta við menntun er grunnskóli, og framhaldsskólar með háskóla í nauðsynlegum sérfræðigreinum til þjónustu að þörfum fyrir eitt samfélag til framtíðar litið.
Greina þarf þörf fyrir menntun í landinu með tilliti til þarfa atvinnulífs, og niðurgreiðslum hins opinbera þar að lútandi, þar sem á hverjum tíma sé það tryggt að nægilegt mannafl sé til staðar í atvinnulífi á hinum ýmsu sviðum, til framþróunar eins samfélags.
Við hvoru tveggja þurfum og verðum að greina á milli grunnþátta þess sem hægt er að framkvæma fyrir greiðslur úr almannasjóðum, með tilliti til þess að ekki þurfi að stagbæta oftöku skatta með öðrum hætti síðar eins og viðtekin venja hefur verið hér á landi til langtíma.
kv.Guðrún María.
Samfylkingin reynir að slá ryki í augu kjósenda.
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Það er nú fínt að átta sig á vilja þjóðarinnar seint og um síðir þegar forseti hefur neitað heimskulegum lögum synjunnar, sem drifin hafa verið fram af hálfu forystuflokksins Samfylkingar í ríkisstjórn.
Þetta viðhorf þessa flokks birtist í grein Kristrúnar Heimisdóttur í fréttablaðinu í dag, þar sem sú hin sama tekur í notkun hina allvenjulegu tækifærismennsku meintra jafnaðarmanna hér á landi sem lengi hefur verið við lýði.
Allt skal fram borið til þess að reyna að hanga við valdatauma að virðist og þessu sinni er tekin 90 gráðu beygja að minnsta kosti miðað við fyrri málflutning.
Hafi orðið loddarar einhvern tímann átt við þá er það þessu sinni.
kv.Guðrún María.