Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Hvers vegna í ósköpunum voru slíkar reglur ekki í gildi ?
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvar allt regluverk hins meinta fullkomna kerfis er eða hefur átt að vera varðandi mál sem þessi ef fyrst er verið að setja ítarlegri reglur áramótin 2009, 2010.
Frá mínum sjónarhóli séð er það svo að sá sem hefur hið lögbundna hlutverk með höndum í þessu efni, sinnir því ekki varðandi það að fylgja eftir ákveðnum stöðlum sem að sjálfsögðu skyldu gilda um starfssemi sem þessa, því miður.
Útboð verkefna af hálfu hins opinbera hvers eðlis sem er, hlýtur hverju sinni að hafa ramma og eftirlit ekki hvað síst þar sem unnið er að uppbyggingu manneskjunnar.
Það virðist ekki hafa verið fyrir hendi þarna og þeir er bera ábyrgð þar að lútandi skyldu axla þá hina sömu ábyrgð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Starfsmönnum settar ítarlegar reglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki veitir af að frysta fjármálaævintýramennskunna í vorri veröld.
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Ef til vill er það týpiskt að einum fjármálaráðherra skuli ekki hafa tekist að komast inn í snjóhúsið nema brjóta það, eða hvað ?
Án efa hefur það verið ágætt fyrir G 7 hópinn að prófa hundasleða þessu sinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ráðherrar í heimskautalofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grundvallarspurningin í icesavemálinu.
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Ætla íslenskir stjórnmálamenn undir einhverjum kringumstæðum að gera almenning í landinu er hefur greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins undanfarin misseri, ábyrgan fyrir tapi af rekstri á íslenskum einkabönkum og starfssemi þeirra á erlendri grund ?
Án þess að gera út um kröfur viðkomandi landa fyrir dómstólum þar að lútandi áður, sem eðli máls samkvæmt eiga sér stað þegar um er að ræða rekstur á einkaréttarlegum grundvelli eins og starfssemi íslenskra fjármálafyrirtækja innihélt í lagalegu samhengi.
Tilgangur þess að færa starfssemi fjármálafyrirtækja á einkaréttarlegan grundvöll, var þess eðils að eigendur bæru ábyrgð á sínum fyrirtækjum hver fyrir sig, ekki almenningur í landinu þar sem ríkisbankar höfðu verið seldir til einkaaðila.
Ætli hið opinbera að gangast i ábyrgð fyrir eigendurna með álögum á almenning í landinu, eftir hrun þeirra hinna sömu fyrirtækja, heitir það vitundarfirring þar sem skortur á rökhyggju hamlar sýn ráðamanna við stjórnvölinn.
Almenningur hér á landi hvorki á né má taka slíkum fáránleika sem þar um ræðir, aldrei.
Almenningur sem enn þann dag í dag hefur mátt þurfa að taka því að sömu fyrirtæki, einkabankar, hafi veitt lán sem hafa hækkað um helming til handa lántakendum vegna gengisfalls við hrun sem fyrirtækin og stjórnvöld virðast ætla mönnum að geta greitt.
Hér gilda ekki sjónarmið um málamiðlanir og kalt mat á hagsmunum lands og þjóðar varðandi ábyrgð tryggingasjóða fjármálafyrirtækja innan evrópska efnahagssvæðisins,skal og skyldi fyrir löngu hafa verið leitt dómsstólafarveg alþjóðlegra skuldbindinga þjóða í millum, sökum ágreinings um túlkun framkvæmda. Kjörnir valdhafar valda ekki hlutverki sínu, standi þeir ekki varðstöðu um þetta til handa landi og þjóð, þar sem hagsmunir okkar Íslendinga eru í öndvegi.
Sitjandi valdhafar hér sem annars staðar, munu þurfa að axla ábyrgð á illa gerðu eða ónýtu regluverki um einkabanka og starfssemi þeirra, þar sem hver þarf að líta í eigin barm í því efni og axla þá ábyrgð er því fylgir gagnvart kröfum á stjórnendur fjármálafyrirtækja í einkaeigu og uppgjör hvers konar.
kv.Guðrún María.
Þessi ríkisstjórn er ekki að höndla þetta verkefni, því miður.
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Hvernig væri staðan nú ef aðrir flokkar hefðu verið kosnir til valda ? Það er orðin áleitin spurning, einkum og sér í lagi varðandi það atriði að minnsta kosti einn stjórnmálaflokkur hafði það að stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar til þings að niðurfæra skuldir um 20%.
Hefði slík ráðstöfun þ.e. að niðurfæra skuldir um 20% komið til sögu á vordögum 2009, hver væri staðan þá nú ?
Allur sá tími er ríkisstjórnarflokkar hafa tekið í eitt mál icesavemálið eingöngu undir meintum formerkjum málamiðlana millum flokka, er og verður í framtíð sérkapítuli í stjórnmálasögunni að mínu viti.
Jafnframt var aðildarumsókn að Evrópusambandinu algjör tímaskekkja til meðferðar á þingi í því efnahagslega ástandi er ríkti til handa einni þjóð, með innbyrðis deilum milli flokka í ríkisstjórn um það hið sama mál.
Fyrsta verkefni hverrar einustu ríkisstjórnar á hverjum tíma hlýtur að vera það að skapa efnahagslegan stöðugleika innanlands fyrst og fremst, þar sem hagsmunir þorra manna í landinu fara fyrir öllu öðru. Með hverjum þeim aðgerðum er grípa þarf til, varðandi það hið sama atriði.
Það hefur gengið seint, illa eða ekki hjá sitjandi stjórnvöldum því miður, og ekki sýnilegt að þessir flokkar valdi verkefninu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lausn á skuldavanda forsenda sáttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig hefur almenningur efni á að kaupa hlutabréf, án leiðréttingar á tvöföldun skulda sinna ?
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Og markaðshyggjuþokumóðan nær nýjum hæðum að sjá má þar sem menn virðast telja peninga vaxa á trjánum í okkar samfélagi.
Mér er gjörsamlega ómögulegt að sjá hvernig almenningur í landinu getur komið að fjárfestingum í fyrirtækjum sem bankar ákveða að setja á hlutabréfamarkað innanlands, með tvöföld lán á herðum meira og minna gegnumgangandi í voru samfélagi án leiðréttinga.
Afar fróðlegt verður að sjá hvaða fagfjárfestar munu koma að kaupum á hlutabréfum á komandi tímum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mun styrkja hlutabréfamarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samanburð við nágrannalöndin, takk !
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Það væri mjög fróðlegt að fá samanburð í þessu efni við nágranna okkar á Norðurlöndum, m.a með tilliti til fjölda íbúa.
ER þetta eðlilegt eða ekki ?
kv.Guðrún María.
![]() |
511 stöðugildi hjá ráðuneytum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarflokkurinn hefur staðið vaktina fyrir hagsmunum almennings í landinu.
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sannarlega talað máli almennings i icesavemálinu innan og utan þings, og þeir gerðu sér grein fyrir því hve illa ríkisstjórnarflokkum hafði tekist að kynna málstað hagsmuna almennings á erlendri grundu.
Ferðin til Noregs var frumkvæði sem meira mætti sjá af í íslenskum stjórnmálum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tækifæri fyrir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin óskaði fyrst eftir lánum, frá Noregi, óháðum icesave, eftir að forseti synjaði lögunum, ekki fyrr.
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Það virðist staðfest að sitjandi ríkisstjórn hafi ekki farið fram á það formlega við Norðmenn að fá lán sem væri óháð icesave, fyrr en lögum frá Alþingi var synjað staðfestingar af forseta.
Hvers vegna í ósköpunum var það ekki gert fyrr ?
úr fréttinni.
"
Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave-lögunum staðfestingar í byrjun janúar hafi staðan breyst. Nú eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin 6. mars. Þetta hafi leitt til þess, að íslensku stjórnarflokkarnir hafi farið fram á að fá lán, sem ekki væru skilyrt Icesave-málinu. "
kv.Guðrún María.
![]() |
Norðmenn breyta um Icesave-stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þessi úrskurður fordæmi fyrir greiðslu kostnaðar við umhverfismat ?
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Hver á að borga umhverfismatið sem Alþingi leiddi í lög ?
Fylgdi það ekki með í greinargerð með þeim hinum sömu lögum ?
Væntanlega lendir það á skattborgurum er ríkið heimtar að sveitarfélög standi straum af kostnaði við slíkt.
Ef til vill þarf að minnka styrki til stjórnmálastarssemi og veita auknu fjármagni til sveitarfélaga varðandi kostnað við lagaframkvæmd mála, sem Alþingi virðist hafa gleymt að gera grein fyrir í þessu sambandi, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Fagna úrskurði umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ungir Framsóknarmenn munu erfa landið.
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Það er ánægjulegt að sjá hér settar fram hugmyndir um að nýta skattkerfið varðandi það atriði að stuðla að betri orkunýtingu en sannarlega var það fyrir löngu tímabært að stjórnmálamenn hefðu tekið til greina í hvers konar ráðstöfunum og ákvarðanatöku hjá ríki og sveitarfélögum.
Samvinna beggja stjórnsýslustiga í þessu sambandi er forsenda þess að ná árangri, en á það hefur skort oft og iðulega.
kv.Guðrún María.
![]() |
Endurnýjanleg orkuborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |