Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Rétt Sigmundur Davíð, þú ert framtíðarleiðtogi í íslenskum stjórnmálum.
Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Hér áttar formaður Framsóknarflokksins sig á því hvernig vinna skuli að málum en sitjandi fjármálaráðherra ekki að virðist varðandi það atriði að vinna að samningaumleitunum í þessu eldfima deiluefni, þarf það sízt að hlaupið sé með það í fjömiðla til skotspóna hvers konar.
Sigmundur Davíð sýnir það einu sinni enn að hann er framtíðarleiðtogi í íslenskum stjórnmálum sem á heiður skilinn fyrir baráttu sína á Alþingi í þessu máli, ásamt félögum sinum í þingflokknum.
kv.Guðrún María.
Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifæri Íslendinga felast í umhverfisvottaðri matvælaframleiðslu til lands og sjávar.
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Til þess að takast á við þann vanda sem við eigum nú við að etja þarf framsýni, þor og kjark, og framleiðsluatvinnuvegir okkar í matvælum til lands og sjávar eru að mínu viti aðgöngumiði.
Við þurfum að skipta kerfum landbúnaðar og sjávarútvegs í tvennt þar sem unnið verði að þvi í áföngum að helmingur framleiðslu kerfanna verði fyrir árið 2020, með framleiðslu sem er fullkomlega umhverfisvottuð.
Það þarf að ganga alla leið varðandi umhverfisvottuð matvæli , ekki hálfa leið, og auka vægi þeirra eininga er stuðla að auknum verðmætum í formi útflutnings sem aftur skapar störf innanlands sem eykur hagvöxt.
Nú þegar eigum við Íslendingar ræktað land um allt land sem í dag er ekki nytjað, en til sjávar þarf að breyta um aðferðir við fiskveiðar og afleggja hluta botnveiðarfæra og auka vægi línu og handfæra til muna.
Umhverfisráðherra þarf að ræða við sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sem eru í sama flokki og sökum þess ætti að vera hægt um heimatök, meðan þessi ríkisstjórn er við lýði.
Þvi fyrr því betra.
kv.Guðrún María.
Auðvitað er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf.
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Ég ætla rétt að vona að hér sé ekki á ferð Evrópusambandssöngtríó stjórnar Samtaka atvinnulífsins, varðandi yfirskrift þessarar ráðstefnu, þar sem hluti fyrirtækja þykist ekkert komast áleiðis nema gengið verði í Esb.
Fróðlegt verður alltént að sjá þá skýrslu sem þarna er boðað að birta.
kv.Guðrún María.
Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar eru Stjórnsýslulögin ?
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Ég sé nú ekki betur en Stjórnsýslulögin hafi átt að gilda varðandi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þar sem meint vanhæfi aðila máls á fyrri stigum, hefði átt að koma við sögu í þessu efni.
Þetta vandamál er víða að finna í voru samfélagi, þótt ekki sé það jafn skringilegt og hér virðist vera.
kv.Guðrún María.
Situr beggja vegna borðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hanglandaháttur stjórnmálamanna við endurskoðun á tilgangi og markmiðum sjóðasöfnunar lífeyrissjóðanna.
Sunnudagur, 14. febrúar 2010
Hvernær í ósköpunum gat það mögulega komið til sögu að lífeyrissjóði ætti að nota og nýta sem fjárfestingafélög á markaðstorginu ?
Hvernig gat Alþingi samþykkt það atriði að lífeyrissjóðum væri heimilt að skerða framlög til eigenda fjármuna í sjóðunum ef raunávöxtun sjóða þessara væri undir 10 % eftir misviturlegt fjármagnsbrask þar sem eigendur fjárs höfðu ekkert um að segja ?
Í starfssemi sem innheimtir eru fjármunir af launþegum samkvæmt lögum frá Alþingi ?
Hvers vegna hefur það siðferðisleysi þrifist að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að eigin sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða ár eftir ár eftir ár eftir ár..... ?
Án þess að slíkt fyrirkomulag lúti endurskoðun þó ekki væri nema með tilliti til þess að dreifa valdi og veita eigendum aðkomu að skipan manna í stjórn sjóða.
Stjórnmálamenn hafa ekki þorað að anda á ríkjandi fyrirkomulag í ljósi þess að styggja verkalýðshreyfinguna eins vitlaust og það nú er.
Verkalýðshreyfingu sem fyrir löngu síðan hefur fjarlægst raunveruleika hins venjulega launamanns og haft meira fyrir þvi að hugsa um fjármagnsbrask lífeyrissjóðanna, sem þeir hinir sömu skipa í að sjálfdæmi.
Mál er að linni.
kv.Guðrún María.
Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar eru yfirlýsingar stjórnvalda um skuldavanda heimilanna ?
Sunnudagur, 14. febrúar 2010
Þessi ríkisstjórn hefur verið fámál, og það eitt að reyna að ræða við fólkið í landinu varðandi þá stöðu sem við blasir hjá fjölda manns er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt sem og nauðsynlegt í þessum aðstæðum eins þjóðfélags. Menn virðast ekki átta sig á því.
Það er ekki nóg að hitta nokkra hér og þar á bak við tjöldin, ráðamenn þurfa að koma fram í fjölmiðlum og benda á þær leiðir sem þeir hinir sömu hafa fram sett, hvers eðlis sem eru.
Það hefur allsendis ekki verið gert með því móti sem þarf, því miður hvað þá að stjórnvöld hafi stuðlað að almennum aðgerðum varðandi skuldavandann í formi lagaumhverfis á Alþingi.
Það virðist henta ríkisstjórnarflokkum ágætlega að fjármálastofnanir megi vera á kafi í fyrirsvari um aðgerðir hinar og þessar í fjármálalífinu innanlands, sem eru væntanlega samkvæmt skilaboðum sitjandi stjórnvalda í formi laga, meðan sitjandi ríkisstjórn steinþegir.
kv.Guðrún María.
800 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Munu gengislánin dæmast andstæð lögum í Hæstarétti eins og Héraðsdómi ?
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Niðurstaða Héraðsdóms í þessu máli er sannarlega tímamót , hvað varðar stöðu skuldara en líklegt er að málinu verði áfrýjað fyrir Hæstarétt, þar sem afar fróðlegt verður að sjá hver niðurstaða verður.
kv.Guðrún María.
Gengislánin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HVAÐA atvinnugreinar eiga að skapa hagvöxt á Íslandi ?
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Það er afar athyglisvert að þegar menn eru spurðir um það hvaða atvinnugreinar eigi að skapa hagvöxt hér á landi á komandi árum þá verður fátt um svör.
Eitt er ljóst að aukinn hagvöxtur verður vart til með blöndu af launalækkun, atvinnuleysi og gífurlegum skattahækkunum samhliða á þá sem eftir eru á vinnumarkaði, ásamt sömu ríkisumsvifum og til staðar voru í ´" góðærinu " .
Það vantar atvinnustefnu af hálfu sitjandi stjórnvalda, þar sem gera verður þá kröfu að sitjandi valdhafar komi fram með eitthvað nýtt í formi skilyrða til vaxtabrodda í atvinnulífi einnar þjóðar, sem hönd er á festandi.
kv.Guðrún María.
Íslenska hagkerfið skreppur saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þá vitum við það að reynt er að ritstýra RUV, úr fjármálaráðuneytinu.
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Alveg er það ótrúlegt að sjálfur fjármálaráðherran skuli hafa reynt að biðja um það að ekki væri birt frétt um eitthvað er varðar stjórnvöld.
Að öðru leyti er sápúóperukeimur af þessu tilstandi og gæti allt eins verið eitt stykki sjónarspil eins og oft hefur komið fyrir, þar sem eitthvað lekur "óvart " í ákveðna fjölmiðla.
kv.Guðrún María.
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsfyrirtæki voru á hlutabréfamarkaði hinum íslenska um tíma, en hvað svo ?
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Það atriði að búa til markaðsbrask í sjávarútvegi varð innspýting fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og fyrirtæki i greininni um tíma, meðan ekki hafði enn orðið til sú þróun að gróðinn færðist út úr greininni í annars konar atvinnurekstur eins og gerðist síðar.
Lífeyrissjóðir er áður höfðu fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum færðu fjárfestingar sínar annað og smátt og smátt hurfu sjávarútvegsfyrirtækin af markaði þar sem þá og þegar hafði verið búið að ofskuldsetja fyrirtækin í formi offjárfestinga ´meðal annars í tólum og tækjum, þar sem fjármálastofnanir tóku veð í óveiddum fiski úr sjó, í formi aflaheimilda.
Það atriði að fjármálastofnanir tækju veð í óveiddum fiski úr sjó er byggðist á afar mörgum áhættuþáttum og var og er sérkapítuli út af fyrir sig í þróun viðskiptasiðferðis í landinu, þar sem sömu fjármálastofnanir tóku ekki gild veð með sama áhættustigi úr nokkurri annarri atvinnustarfssemi eða umsvifum einstaklinga hvers konar.
Man einhver eftir ORCA hópnum sem kom saman á sínum tíma sem var ef til vill gott dæmi um samsafn fjármagnseigenda sem meira og minna tengdust því fjármálabraski sem hnýtt hafði saman bönd í íslensku samfélagi ?
Offjárfestingar voru því miður raunin af hálfu fyritækja og skuldir útgerðar í engu samræmi við þau stórkostlegu skilyrði sem Alþingi hafði fært fyrirtækjum til starfa með lögleiðingu markaðsbrasksins.
Margur verður af aurum api segir máltækið og það hefðu stjórnmálamenn er stuðluðu að þessu markaðsbraski ef til vill átt að gera sér grein fyrir ásamt þröngsýnu viðhorfi á einhliða stærðarformúlur allra handa í smáu samfélagi þrjú hundruð þúsund manns.
kv.Guðrún María.